Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 61 E-75. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Afturskyggn rannsókn á nýgengi, staðsetningu, vefjagerð, þroskunar- gráðu og Dukes stigun Lárus Jónasson*, Jón Gunnlaugur Jónasson*, As- geir Theodórs**,***, Þorvaldur Jónsson****, Jónas Magnússon*****, Jónas Hallgrímsson* Frá *Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, **meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafn- arfirði, ***lyflœkninga- og ****skurðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, *****handlœkningadeild Land- spítalans Inngangur: Ekki hefur áður verið gerð rannsókn á vefjameinafræði ristilkrabbameina á Islandi. Nú greinast um 80 ristilkrabbamein og 40-50 sjúkling- ar deyja árlega úr þessum sjúkdómi hér á landi. Ar- angur meðferðar hefur lítið breyst. Nýlegar rann- sóknir styðja markvissari leit að þessum krabba- meinum og forstigum þeirra. Tilgangur rannsókn- arinnar var að útbúa gagnagrunn fyrir ristilkrabba- mein á 35 ára tímabili með sérstakri áherslu á vefjameinafræðilega þætti. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með ristilkrabbamein á tímabilinu 1955-1989 fengust frá Krabbameinsskrá KÍ. Farið var yfir allar vefjarannsóknarbeiðnir, vefjasvör og krufningaskýrslur og öll smásjárgler frá æxlunum endurskoðuð og endurflokkuð sam- kvæmt WHO flokkunarkerfinu. Niðurstöður: Alls voru upplýsingar um 1264 æxli í Krabbameinsskrá KÍ. Eftir yfirferð flokkuð- ust 1205 æxli sem ristilkrabbamein. Aldursstaðlað nýgengi hjá körlum jókst úr 8,2 í 21,8/100.000 og hjá konum úr 7,9 í 15,8/100.000. Hefðbundin kirtil- krabbamein (adenocarcinoma) voru 90,1% og mucinous adenocarcinoma voru 7,4% en aðrar gerðir voru sjaldgæfari. Flest æxlin voru meðal vel þroskuð eða 70,1%, vel þroskuð æxli voru 13,4% og 16,5% voru illa þroskuð. Unnt reyndist að Dukes flokka 88,5% æxlanna og voru Dukes A 10,2%, B 35,6%, C 27,5% og D 26,5%. Litlar breytingar urðu á Dukes stigun á tímabilinu. Flest æxli greindust í vinstri hluta ristils en ekki urðu marktækar breytingar á staðsetningu á tímabilinu. Æxlum í hægri hluta fór hlutfallslega fjölgandi með hækkandi aldri. Æxli í hægri hluta ristils voru marktækt verst þroskuð og af hæstri Dukes stigun. Marktæk fylgni var einnig á milli verri þroskunar- gráðu og hærra Dukes stigs. Ályktanir: 1) Ekki virðist árangur varðandi greiningu ristilkrabbameina hafa batnað á rann- sóknartímabilinu. 2) Mikilvægt er að beita frekari aðgerðum til að greina æxlin fyrr í sjúkdómsferl- inu. 3) Fullkomin ristilskoðun er nauðsynleg til að greina ristilkrabbamein á fyrri stigum en nú er gert. E-76. Skráning á kirtilæxlum í ristli og endaþarmi á íslandi Ásgeir Theodórs*, Ólafur Ólafsson**, Hrafn Tul- inius***, Helga M. Ögmundsdóttir****, Jón Gunnlaugur Jónasson*****, Nick Cariglia******, Jón Steinar Jónsson******* Frá *meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, **landlœknisembœttinu, ***Krabba- meinsskrá Islands, ****rannsóknastofu í sam- eindalíffrœði Krabbameinsfélagi Islands, *****Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, ******speglunardeild FSA, *******Heilsugœslu- stöðinni Garðabœ Inngangur: Nú greinast milli 95-110 ný tilfelli af krabbameini í ristli og endaþarmi og um það bil 50-60 sjúklingar deyja ár hvert úr þessum krabba- meinum hér á íslandi. Góðkynja kirtilæxli (aden- oma) eru talin forstig nær allra illkynja krabba- meina í ristli og endaþarmi. Þess vegna er æskilegt að fjarlægja þau þegar við greiningu. Um 15-20% einstaklinga hafa slík æxli í ristlinum, en sennilega verða um 6-8% þeirra illkynja, ef þau ná að vaxa. Mikilvægt er að fylgjast reglulega með þeim ein- staklingum sem greinst hafa með kirtilæxli, vegna hættu á endurvexti og nýmyndun. Hér á Islandi og víða erlendis er framkvæmd takmörkuð skráning þessara einstaklinga (aðallega bundin sjúkrastofn- unum), en hvergi, svo kunnugt sé, nær slík skráning til heillar þjóðar. Sú hugmynd hefur komið fram að stofna og starfrækja kirtilæxlaskrá (National Polyp Registry) hér á landi, en tvær aðskildar skrár hafa verið færðar í meira en 10 ár. Samanlagður fjöldi einstaklinga í þessum skrám er hátt á annað þús- und. Tilgangur: 1) Samræma skráningu (meingerð, stærð, staðsetningu) kirtil- og ofvaxtaræxla (hyperplastic polyps) sem eru fjarlægð úr ristli og endaþarmi. 2) Auðvelda eftirlit með sjúklingum og tryggja markvissara forvarnarstarf gegn myndun ristil- og endaþarmskrabbameina. 3) Gera faralds- fræðilegar og framskyggnar vísindarannsóknir á æxlum í ristli og endaþarmi hjá fslendingum. Framkvæmd: Upplýsinga yrði aflað frá Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði, vefjarannsókn- arstofunni Glæsibæ í Álfheimum og rannsókna- stofu í meinafræði á FSA. Jafnframt fengjust hol- sjárniðurstöður frá öllum speglunareiningum/- deildum á landinu. Niðurstöður: 1) Kirtilæxlaskráin verður þjón- ustuskrá fyrir lækna (sérfræðinga og heilsugæslu- lækna) um þá sjúklinga sem greinast með kirtil- æxli. 2) Upplýsingar verða aðgengilegri til vísinda- verkefna til dæmis til að kanna faraldsfræði æxla í ristli og endaþarmi hjá íslendingum. 3) Hugmynd að kirtilæxlaskránni verður kynnt nánar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.