Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 61 E-75. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Afturskyggn rannsókn á nýgengi, staðsetningu, vefjagerð, þroskunar- gráðu og Dukes stigun Lárus Jónasson*, Jón Gunnlaugur Jónasson*, As- geir Theodórs**,***, Þorvaldur Jónsson****, Jónas Magnússon*****, Jónas Hallgrímsson* Frá *Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, **meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafn- arfirði, ***lyflœkninga- og ****skurðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, *****handlœkningadeild Land- spítalans Inngangur: Ekki hefur áður verið gerð rannsókn á vefjameinafræði ristilkrabbameina á Islandi. Nú greinast um 80 ristilkrabbamein og 40-50 sjúkling- ar deyja árlega úr þessum sjúkdómi hér á landi. Ar- angur meðferðar hefur lítið breyst. Nýlegar rann- sóknir styðja markvissari leit að þessum krabba- meinum og forstigum þeirra. Tilgangur rannsókn- arinnar var að útbúa gagnagrunn fyrir ristilkrabba- mein á 35 ára tímabili með sérstakri áherslu á vefjameinafræðilega þætti. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með ristilkrabbamein á tímabilinu 1955-1989 fengust frá Krabbameinsskrá KÍ. Farið var yfir allar vefjarannsóknarbeiðnir, vefjasvör og krufningaskýrslur og öll smásjárgler frá æxlunum endurskoðuð og endurflokkuð sam- kvæmt WHO flokkunarkerfinu. Niðurstöður: Alls voru upplýsingar um 1264 æxli í Krabbameinsskrá KÍ. Eftir yfirferð flokkuð- ust 1205 æxli sem ristilkrabbamein. Aldursstaðlað nýgengi hjá körlum jókst úr 8,2 í 21,8/100.000 og hjá konum úr 7,9 í 15,8/100.000. Hefðbundin kirtil- krabbamein (adenocarcinoma) voru 90,1% og mucinous adenocarcinoma voru 7,4% en aðrar gerðir voru sjaldgæfari. Flest æxlin voru meðal vel þroskuð eða 70,1%, vel þroskuð æxli voru 13,4% og 16,5% voru illa þroskuð. Unnt reyndist að Dukes flokka 88,5% æxlanna og voru Dukes A 10,2%, B 35,6%, C 27,5% og D 26,5%. Litlar breytingar urðu á Dukes stigun á tímabilinu. Flest æxli greindust í vinstri hluta ristils en ekki urðu marktækar breytingar á staðsetningu á tímabilinu. Æxlum í hægri hluta fór hlutfallslega fjölgandi með hækkandi aldri. Æxli í hægri hluta ristils voru marktækt verst þroskuð og af hæstri Dukes stigun. Marktæk fylgni var einnig á milli verri þroskunar- gráðu og hærra Dukes stigs. Ályktanir: 1) Ekki virðist árangur varðandi greiningu ristilkrabbameina hafa batnað á rann- sóknartímabilinu. 2) Mikilvægt er að beita frekari aðgerðum til að greina æxlin fyrr í sjúkdómsferl- inu. 3) Fullkomin ristilskoðun er nauðsynleg til að greina ristilkrabbamein á fyrri stigum en nú er gert. E-76. Skráning á kirtilæxlum í ristli og endaþarmi á íslandi Ásgeir Theodórs*, Ólafur Ólafsson**, Hrafn Tul- inius***, Helga M. Ögmundsdóttir****, Jón Gunnlaugur Jónasson*****, Nick Cariglia******, Jón Steinar Jónsson******* Frá *meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, **landlœknisembœttinu, ***Krabba- meinsskrá Islands, ****rannsóknastofu í sam- eindalíffrœði Krabbameinsfélagi Islands, *****Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, ******speglunardeild FSA, *******Heilsugœslu- stöðinni Garðabœ Inngangur: Nú greinast milli 95-110 ný tilfelli af krabbameini í ristli og endaþarmi og um það bil 50-60 sjúklingar deyja ár hvert úr þessum krabba- meinum hér á íslandi. Góðkynja kirtilæxli (aden- oma) eru talin forstig nær allra illkynja krabba- meina í ristli og endaþarmi. Þess vegna er æskilegt að fjarlægja þau þegar við greiningu. Um 15-20% einstaklinga hafa slík æxli í ristlinum, en sennilega verða um 6-8% þeirra illkynja, ef þau ná að vaxa. Mikilvægt er að fylgjast reglulega með þeim ein- staklingum sem greinst hafa með kirtilæxli, vegna hættu á endurvexti og nýmyndun. Hér á Islandi og víða erlendis er framkvæmd takmörkuð skráning þessara einstaklinga (aðallega bundin sjúkrastofn- unum), en hvergi, svo kunnugt sé, nær slík skráning til heillar þjóðar. Sú hugmynd hefur komið fram að stofna og starfrækja kirtilæxlaskrá (National Polyp Registry) hér á landi, en tvær aðskildar skrár hafa verið færðar í meira en 10 ár. Samanlagður fjöldi einstaklinga í þessum skrám er hátt á annað þús- und. Tilgangur: 1) Samræma skráningu (meingerð, stærð, staðsetningu) kirtil- og ofvaxtaræxla (hyperplastic polyps) sem eru fjarlægð úr ristli og endaþarmi. 2) Auðvelda eftirlit með sjúklingum og tryggja markvissara forvarnarstarf gegn myndun ristil- og endaþarmskrabbameina. 3) Gera faralds- fræðilegar og framskyggnar vísindarannsóknir á æxlum í ristli og endaþarmi hjá fslendingum. Framkvæmd: Upplýsinga yrði aflað frá Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði, vefjarannsókn- arstofunni Glæsibæ í Álfheimum og rannsókna- stofu í meinafræði á FSA. Jafnframt fengjust hol- sjárniðurstöður frá öllum speglunareiningum/- deildum á landinu. Niðurstöður: 1) Kirtilæxlaskráin verður þjón- ustuskrá fyrir lækna (sérfræðinga og heilsugæslu- lækna) um þá sjúklinga sem greinast með kirtil- æxli. 2) Upplýsingar verða aðgengilegri til vísinda- verkefna til dæmis til að kanna faraldsfræði æxla í ristli og endaþarmi hjá íslendingum. 3) Hugmynd að kirtilæxlaskránni verður kynnt nánar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.