Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 74
66 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 36 blokkun. Nfmesúlíð er nýtt gigtarlyf sem talið er hafa ríkjandi COX2 blokkun en flest gigtarlyf göm- ul og ný hafa blandaða COXl / COX2 verkun sem er skammtaháð. Mælingar á COXl / COX2 blokk- un gigtarlyfja hefur aðallega farið fram á vefja- gróðri eða hjá tilraunadýrum. Tilgangur rannsókn- arinnar var að bera saman áhrif nímesúlíð og naproxen á COX efnahvörf hjá mönnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með tví- blindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið 500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 36 heilbrigðir ein- staklingar, 23 íslendingar og 13 írar, 24 karlar og 12 konur á aldrinum 45-65 ára. COXl hemlun var metin með mælingu á thromboxan B2 í sermi og COX2 hemlun með mælingu á lípópólýsakkaríð örvaðri myndun á PGE2 í plasma á meðferðardegi 3, 10 og 14 og degi 1-3 eftir meðferð. Magn PGE: og 6-keto PGFu var mælt í magasýnum (hjá 13 írsku þátttakendunum) á meðferðardegi 0 og 14 (COX1 virkni). Prostanoid mæling var gerð með enzyme immuno-assay (Assey Design, Ann Arbo- ur, MI). Niðurstöður: COXl blokkun: Thromboxan B: var strax á þriðja degi lækkað um 98% í naproxen- hópi en um 34% í nímesúlíðhópi og var þetta óbreytt á dögum 10 og 14. I magasýnum lækkaði magn PGE2 um 75% hjá naproxenhópi og 10% hjá nímesúlíðhópi og 6-keto PGFta lækkaði um 82% í naproxenhópi en um 15% í nímesúlíðhópi. COX2 blokkun: Lípópólýsakkaríð örvuð myndun á PGE2 var minnkuð á þriðja degi um 74% hjá naproxen- hópi en um 93% hjá nímesúlíðhópi og hélst þetta óbreytt á dögum 10 og 14. Ályktanir: Dæmt eftir COXl blokkun ætti tíðni aukaverkana almennt af nímesúlíð að vera 0,35 miðað við naproxen. Ef litið er sérstaklega á PGE: og 6-keto PGFia í magaslímhúð þá ætti tíðni auka- verkana af nímesúlíð í maga að vera 0,15 miðað við naproxen. COX2 blokkun bendir til að virkni nímesúlíð sé 1,25 miðað við naproxen. E-83. Notkun og kostnaður lyfja sem notuð eru við sýrutengdum sjúkdómum á Norðurlöndunum, sjö ára tímabil Linda Björk Olafsdóttir*, Hallgrímur Guðjóns- son**, Bjarni Þjóðleifsson** Frá *GlaxoWeIlcome lif, **lyflœkningadeild Land- spítalans Tilgangur: Að kanna notkun og kostnað lyfja sem notuð eru við sýrutengdum sjúkdómum á Is- landi og bera saman við önnur Norðurlönd. Efniviður og aðferðir: Könnunin var aftur- skyggn. Upplýsingar um notkun og kostnað á lyfj- um við sýrutengdum sjúkdómum voru fengnar frá Nordic Statistics on Medicines 1990-1995. Að auki fengust upplýsingar fyrir árið 1996 frá Heilbrigðis- og trygglngamálaráðuneytinu. Sjö ára tímabil var valið, 1990-1996. Könnuð var notkun og kostnaður fyrir þau lyf sem falla undir ATC A02, sýrubind- andi lyf, lyf við sársjúkdómum og uppþembu og undirflokka A02. Notkunin var mæld í skilgreind- um dagskömmtum (defined daily dose, DDD) á 1000 íbúa og verðmæti lyfja miðað við heildsölu- verð og reiknaður út heildarkostnaður úr heildsölu á 270 þúsund íbúa á ári. Niðurstöður: Niðurstaðan er sú að töluverðar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili. Árin 1990 til 1992 var notkun A02-lyfja mest á íslandi en hefur síðan staðið í stað. Mesta aukningin var í Svíþjóð úr 21,3 skilgreindum dagskömmtum (1990) í 31,2 (1995), sem er 46% hækkun. Minni- háttar hækkun var í Danmörku og Noregi, en í Finnlandi minnkar notkunin lítilsháttar. Heildar- kostnaður A02-lyfja stendur í stað á Islandi. Mesta kostnaðaraukning er í Svíþjóð, eða um 140% á sex árum. Kostnaður vex í Danmörku, Noregi og Finn- landi, en ekki eins mikið og í Svíþjóð. Mestu breytingarnar eru í flokki A02B. Þar sker Svíþjóð sig út úr, þar sem notkunin hefur aukist um 120% á sex ára tímabili og kostnaður hefur aukist um 190% og er lang hæstur í Svíþjóð árin 1994 og 1995. Sá lyfjaflokkur sem þar hefur mestu áhrif er A02BC eða prótónupumpublokkarar. Notkunin í öðrum undirflokkum A02 fer minnkandi á þessu tímabili. Kostnaður á dagskammt í flokki A02 fór töluvert hækkandi í öllum löndunum nema íslandi. Hækk- unin er mest í Svíþjóð eða 64%, en önnur lönd eru með meira en helmings hækkun, fyrir utan ísland sem stendur í stað. Island var með lang hæsta kostnaðinn árin 1990 til 1993, en er með næst lægsta árið 1995. Ályktanir: Notkun og kostnaður lyfja við sýru- tengdum sjúkdómum var mest á íslandi 1990-1992. Frá árinu 1994 hefur Svíþjóð verið með lang mestu notkunina og kostnaðinn. Lyfjameðferð hér á landi við sýrutengdum kvillum er tiltölulega ódýr miðað við önnur Norðurlönd, að Danmörku undanskildri. E-84. Iðrabólga og heilkenni Sjögrens Björn Guðbjörnsson*, Nick Cariglia*,**, Ragnar Sigurðsson***, Helgi Valdimarsson**** Frá *lyflcekninga-, **speglunar- og ***augndeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, ****ónœmis- frœðideild Landspítalans Inngangur: Heilkenni Sjögrens (SS) er algeng- asti fjölkerfasjúkdómurinn. Heilkenni Sjögrens kemur bæði fyrir sem einstakt fyrirbæri (primary SS) og sem fylgikvilli annarra gigtsjúkdóma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.