Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 74
66 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 36 blokkun. Nfmesúlíð er nýtt gigtarlyf sem talið er hafa ríkjandi COX2 blokkun en flest gigtarlyf göm- ul og ný hafa blandaða COXl / COX2 verkun sem er skammtaháð. Mælingar á COXl / COX2 blokk- un gigtarlyfja hefur aðallega farið fram á vefja- gróðri eða hjá tilraunadýrum. Tilgangur rannsókn- arinnar var að bera saman áhrif nímesúlíð og naproxen á COX efnahvörf hjá mönnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með tví- blindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið 500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 36 heilbrigðir ein- staklingar, 23 íslendingar og 13 írar, 24 karlar og 12 konur á aldrinum 45-65 ára. COXl hemlun var metin með mælingu á thromboxan B2 í sermi og COX2 hemlun með mælingu á lípópólýsakkaríð örvaðri myndun á PGE2 í plasma á meðferðardegi 3, 10 og 14 og degi 1-3 eftir meðferð. Magn PGE: og 6-keto PGFu var mælt í magasýnum (hjá 13 írsku þátttakendunum) á meðferðardegi 0 og 14 (COX1 virkni). Prostanoid mæling var gerð með enzyme immuno-assay (Assey Design, Ann Arbo- ur, MI). Niðurstöður: COXl blokkun: Thromboxan B: var strax á þriðja degi lækkað um 98% í naproxen- hópi en um 34% í nímesúlíðhópi og var þetta óbreytt á dögum 10 og 14. I magasýnum lækkaði magn PGE2 um 75% hjá naproxenhópi og 10% hjá nímesúlíðhópi og 6-keto PGFta lækkaði um 82% í naproxenhópi en um 15% í nímesúlíðhópi. COX2 blokkun: Lípópólýsakkaríð örvuð myndun á PGE2 var minnkuð á þriðja degi um 74% hjá naproxen- hópi en um 93% hjá nímesúlíðhópi og hélst þetta óbreytt á dögum 10 og 14. Ályktanir: Dæmt eftir COXl blokkun ætti tíðni aukaverkana almennt af nímesúlíð að vera 0,35 miðað við naproxen. Ef litið er sérstaklega á PGE: og 6-keto PGFia í magaslímhúð þá ætti tíðni auka- verkana af nímesúlíð í maga að vera 0,15 miðað við naproxen. COX2 blokkun bendir til að virkni nímesúlíð sé 1,25 miðað við naproxen. E-83. Notkun og kostnaður lyfja sem notuð eru við sýrutengdum sjúkdómum á Norðurlöndunum, sjö ára tímabil Linda Björk Olafsdóttir*, Hallgrímur Guðjóns- son**, Bjarni Þjóðleifsson** Frá *GlaxoWeIlcome lif, **lyflœkningadeild Land- spítalans Tilgangur: Að kanna notkun og kostnað lyfja sem notuð eru við sýrutengdum sjúkdómum á Is- landi og bera saman við önnur Norðurlönd. Efniviður og aðferðir: Könnunin var aftur- skyggn. Upplýsingar um notkun og kostnað á lyfj- um við sýrutengdum sjúkdómum voru fengnar frá Nordic Statistics on Medicines 1990-1995. Að auki fengust upplýsingar fyrir árið 1996 frá Heilbrigðis- og trygglngamálaráðuneytinu. Sjö ára tímabil var valið, 1990-1996. Könnuð var notkun og kostnaður fyrir þau lyf sem falla undir ATC A02, sýrubind- andi lyf, lyf við sársjúkdómum og uppþembu og undirflokka A02. Notkunin var mæld í skilgreind- um dagskömmtum (defined daily dose, DDD) á 1000 íbúa og verðmæti lyfja miðað við heildsölu- verð og reiknaður út heildarkostnaður úr heildsölu á 270 þúsund íbúa á ári. Niðurstöður: Niðurstaðan er sú að töluverðar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili. Árin 1990 til 1992 var notkun A02-lyfja mest á íslandi en hefur síðan staðið í stað. Mesta aukningin var í Svíþjóð úr 21,3 skilgreindum dagskömmtum (1990) í 31,2 (1995), sem er 46% hækkun. Minni- háttar hækkun var í Danmörku og Noregi, en í Finnlandi minnkar notkunin lítilsháttar. Heildar- kostnaður A02-lyfja stendur í stað á Islandi. Mesta kostnaðaraukning er í Svíþjóð, eða um 140% á sex árum. Kostnaður vex í Danmörku, Noregi og Finn- landi, en ekki eins mikið og í Svíþjóð. Mestu breytingarnar eru í flokki A02B. Þar sker Svíþjóð sig út úr, þar sem notkunin hefur aukist um 120% á sex ára tímabili og kostnaður hefur aukist um 190% og er lang hæstur í Svíþjóð árin 1994 og 1995. Sá lyfjaflokkur sem þar hefur mestu áhrif er A02BC eða prótónupumpublokkarar. Notkunin í öðrum undirflokkum A02 fer minnkandi á þessu tímabili. Kostnaður á dagskammt í flokki A02 fór töluvert hækkandi í öllum löndunum nema íslandi. Hækk- unin er mest í Svíþjóð eða 64%, en önnur lönd eru með meira en helmings hækkun, fyrir utan ísland sem stendur í stað. Island var með lang hæsta kostnaðinn árin 1990 til 1993, en er með næst lægsta árið 1995. Ályktanir: Notkun og kostnaður lyfja við sýru- tengdum sjúkdómum var mest á íslandi 1990-1992. Frá árinu 1994 hefur Svíþjóð verið með lang mestu notkunina og kostnaðinn. Lyfjameðferð hér á landi við sýrutengdum kvillum er tiltölulega ódýr miðað við önnur Norðurlönd, að Danmörku undanskildri. E-84. Iðrabólga og heilkenni Sjögrens Björn Guðbjörnsson*, Nick Cariglia*,**, Ragnar Sigurðsson***, Helgi Valdimarsson**** Frá *lyflcekninga-, **speglunar- og ***augndeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, ****ónœmis- frœðideild Landspítalans Inngangur: Heilkenni Sjögrens (SS) er algeng- asti fjölkerfasjúkdómurinn. Heilkenni Sjögrens kemur bæði fyrir sem einstakt fyrirbæri (primary SS) og sem fylgikvilli annarra gigtsjúkdóma

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.