Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 69 sóknar var að kanna hvernig notkun á þessum lyfj- um er háttað meðal sjúklinga með þekktan kransæðasjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið var allir sjúklingar sem greinst hafa með kransæðasjúk- dóm og búsettir voru í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Sjúkdómsgreining og aðrar heilsufarsupplýsingar voru fengnar úr sjúkraskýrsl- um Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi annars vegar og Heilsugæslunnar í Garðabæ hins vegar. Sjúk- lingarnir fengu spurningalista um meðferð, eftirlit og þekkingu á helstu áhættuþáttum kransæðsjúk- dóms. í spurningalistanum var meðal annars spurt um reykingavenjur viðkomandi. Sjúklingar voru skráðir í eftirfarandi greiningarflokka: I. hjarta- drep; II. farið í kransæðaaðgerð; III. farið í kransæðaútvíkkun og IV. með hjartaöng. Niðurstöður: AIls voru 533 einstaklingar með kransæðasjúkdóm búsettir á rannsóknarsvæðinu, af þeim svöruðu 402 (75%) spurningalista og gáfu heimild til þess að sjúkraskrár þeirra yrðu yfirfarn- ar. Af þeim sem svöruðu voru 282 (70%) með- höndlaðir með magnyl. Skipting eftir greiningar- flokkum var eftirfarandi: flokkur I, 60% tóku magnyl, í flokki II 91%, í flokki III 85% og meðal þeirra sem hafa hjartaöng voru 56% sjúklinga á magnyl. Tvöhundruð og átta sjúklingar voru með- höndlaðir með betahemlara. Meðal þeirra sem hafa fengið hjartadrep voru 53% á þannig meðferð, 55% þeirra sem farið höfðu í kransæðaaðgerð, 59% þeirra sem farið hafa í kransæðaútvíkkun og 46% þeirra sem hafa hjartaöng. Ályktanir: Athygli vekur hátt hlutfall þeirra sem farið hafa í hjartaaðgerð eða kransæðaútvíkkun og nota magnyl. Jafnfram er ljóst að endurskoða þarf meðferð þess stóra hóps kransæðsjúklinga sem hafa fengið hjartadrep eða hjartaöng og eru ekki meðhöndlaðir með magnyl. E-89. Síritun hjartalínurits er öflugra en Troponin T í greiningu áhættuhópa hjá sjúklingum með óstöðuga hjartaöng eða óþverlægt hjartadrep Karl Andersen*, Bjarne L. Nörgaard**, Kristian Thygesen**, Mikael Dellborg*** Frá *Sjúkrahúsi Reykjavíkur, **Aarhus University Hospital, ***Sahlgrenska Universitetssjukhuset- Östra Gautaborg Inngangur: Sjúklingar með óstöðuga hjartaöng eða óþverlægt hjartadrep eru í 15-20% hættu á dauðsföllum eða þverlægu hjartadrepi á fyrsta ári eftir innlögn. I óháðum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að bæði hjartasíritun með vektor-hjarta- ritun (VKG) og mæling Troponin T (TnT) í blóði þessara sjúklinga greini áhættuhópa. Með þessari rannsókn var kannað hvor þessara aðferða hefði sterkara forspárgildi. Efniviður og aðferðir: í fjölþjóðarannsókn (TRIM) voru 215 sjúklingar með óstöðuga hjarta- öng eða óþverlægt hjartadrep rannsakaðir á fyrsta sólarhring eftir innlögn á hjartadeild. Sírilun hjarta- rits var gerð í 24 stundir og fjöldi útslaga ST-bils á hjartalínuriti talinn hjá öllum sjúklingum. Troponin T var mælt við komu, sex, 12 og 24 klukkustundum eftir komu og hámarksgildi ákvarðað hjá hverjum sjúklingi. Að sjö dögum liðnum var athugaður fjöldi sjúklinga sem létust eða fengu þverlægt hjartadrep. Niðurstöður: Einn sjúklingur Iést og níu fengu þverlægt hjartadrep á fyrstu viku eftir innlögn. Sjö- tíu sjúklingar (33%) sem sýndu útslög á ST-bili voru í aukinni hættu miðað við þá sem ekki höfðu slíkar breytingar (13% á móti 1%, p=0,0001). Níu- tíu og einn sjúklingur (42%) með hæsta TnT gildi >0,lpg/L var í aukinni hættu miðað við þá sem höfðu lægri gildi (9% á móti 2%, p=0,0134). í fjöl- þáttagreiningu (multivariate logistic regression analysis) voru útslög ST-bils á hjartasfriti eini þátt- urinn sem óháð öðrum benti til aukinnar hættu á andláti eða þverlægu hjartadrepi á fyrstu sjö dögum sjúkrahúslegu. Ályktanir: Síritun hjartalínurits með VKG er öflugri aðferð en TnT mælingar við greiningu áhættuhópa meðal sjúklinga með óstöðugaa hjarta- öng eða óþverlægt hjartadrep. E-90. Áhættugreining sjúklinga með óstöðuga hjartaöng eða óþverlægt hjartadrep Karl Andersen*, Lene Holmvang**, Peer Grande**, Bjarne L. Nörgaard***, Kristian Thy- gesen***, Mikael Dellborg**** Frá *Sjúkrahúsi Reykjavíkur, **RigshospitaIet Köbenhavn, ***Aarhus University Hospital, ****Sahlgrenska Universitetssjukhuset-Östra Gautaborg Inngangur: Sjúklingar sem leggjast inn á hjarta- deild með óstöðuga hjartaöng eru í 15-20% hættu á að deyja eða veikjast með þverlægu hjartadrepi á fyrsta ári eftir innlögn. Meginhluti þessara áfalla verður innan 30 daga. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að finna þá sjúklinga sem eru í mestri hættu, svo að beita megi forvarnaraðgerðum þeim í hag. Efniviður og aðferðir: í þessari rannsókn var búið til stigakerfi til áhættumats þessara sjúklinga og byggist það á hjartalmuritsbreytingum við inn- lögn, mælingu á Troponin T í blóði við innlögn og síritun hjartalínurits með tölvuvæddri vektor- hjartaritun á fyrsta sólarhring legunnar. Sjúkling-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.