Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 80

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 80
72 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 Veggspjöld V-l. Bráð lifrarbilun af völdum Wilsons sjúkdóms Runólfur Pálsson*, Jón Gunnlaugur Jónasson**, Már Kristjánsson*, Asgeir Böðvarsson*, Sigurður Ólafsson*,** Frá *lyflcekningadeild Sjúkraluiss Reykjavíkur, **lyflœkningadeild Sjúkrahúss Akraness, ***Rannsóknastofa Háskólans í meinafrœði Inngangur: Wilsons sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingu í geni (Wilsons gen) á litningi 13q en afurð þess er kopar-ATPasi, sem gegnir mikilvægu hlutverki í koparbúskap líkamans. Truflun verður á útskilnaði kopars í gall sem leiðir til uppsöfnunar kopars í vefi, einkum lifur, heila og nýru. Svipgerðin er nokkuð breytileg en sjúkdómurinn kemur oftast fram á unglingsárum með einkennum frá lifur og/eða miðtaugakerfi. Sjaldgæft er að sjúkdómur- inn komi fyrst fram sem bráð Iifrarbilun. Islenskir sjúklingar hafa fyrst og fremst haft einkenni um sjúkdóm í miðtaugakerfi og hafa allir reynst vera með sömu stökkbreytinguna (207del7). Sjúkratilfelli: Sextán ára áður hraust stúlka var lögð inn á Sjúkrahús Reykjavíkur með fimm daga sögu um vaxandi kviðverki. Við komu var hún með 39° C hita, gulu og dreifð eymsli í kvið. Blóðhagur var ómarkverður að undanskildu vægu blóðleysi. Bílírúbín var 105 pmól/L, alkalískur fosfatasi 338 U/L, ASAT 269 U/l, ALAT 176 U/L og LDH 467 U/L. Ómskoðun sýndi lítilsháttar vökva í kviðar- holi og ómríka lifur. Á öðrum degi versnaði ástandi hennar hratt, meðvitundarskerðing og síðan lost. Rannsóknir sýndu þá mikla lækkun blóðsykurs (1,4 mmól/L), svæsna efnaskiptablóðsýringu og gríðarlega brenglun í storkukerfi (PT 65 sek og APTT 98 sek). Sjúkdómsgreining var bráð lifrarbilun. Próf fyrir lifrarbólguveirur A, B og C voru neikvæð. Ákveð- ið var að flytja stúlkuna strax á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn til lifrarígræðslu en hún lést á leið þangað úr óafturkræfu losti. Við krufningu kom í ljós skorpulifur ásamt bráðu drepi í lifur og voru merki um háþrýsting í portaæðum, svo sem æða- gúlar í vélinda og miltisstækkun. Koparmagn í lif- ur var verulega hækkað (975 pg/g þurrvigt) og staðfesti það greininguna Wilsons sjúkdóm. Stúlk- an reyndist arfhrein fyrir sömu stökkbreytingu (207del7) og aðrir sjúklingar sem greinst hafa hér á landi. Umræða: Hér er lýst fyrsta tilfellinu af bráðri lifrarbilun af völdum Wilsons sjúkdóms á Islandi. Lífefnafræðilegar truflanir voru nokkuð dæmigerð- ar en gangurinn óvenju hraður. Sjúkdómsmyndin er gjörólík sjúkdómsmynd annarra íslenskra Wilsons sjúklinga þrátt fyrir sömu stökkbreytinguna. Þetta bendir til að fleiri þættir en stökkbreytingar hafi áhrif á sjúkdómsmyndina. V-2. Nýlendun í öndunarvegum, tilurð og faraldsfræði lungnabólgu á gjör- gæsludeild. Skyldleikagreining með skerðibútarafdrætti Sigurður Magnason*, Karl G. Kristinsson**, Þor- steinn Svörfuður Stefánsson***, Helga Erlends- dóttir**, Einar H. Jónmundsson****, Kristín Jóns- dóttir**, Már Kristjánsson*****, Sigurður Guð- mundsson****** Erá *lœknadeild HÍ, **sýk!afrœðideild, ***gjör- gœsludeild og ****röntgendeild Landspítalans, *****smitsjúkdómadeiid Sjúkrahúss Reykjavíkur, ***** *Iyflœkningadeild Landspítaians Inngangur: Lungnabólga er algeng meðal sjúk- linga á gjörgæsludeildum og mikilvægt er að þekkja meingerð hennar og smitleiðir. Efniviður og aðferðir: Fylgst var með tilurð lungnabólgu meðal sjúklinga á gjörgæsludeild í 300 sjúkralegum. Reglulega voru tekin ræktunar- sýni frá barka, munnkoki og maga sjúklinga. Skyldleiki bakteríustofna var greindur með skerði- bútarafdrætti (pulsed-field gel electrophoresis, PFGE). Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindist 21 spítalatengt lungnabólgutilfelli, auk tveggja til- fella sem ekki náðu tímaskilmerkjum, en þar sem nýlendun öndunarvega var talin hafa orðið eftir innlögn. Enterobacteriaceae ollu 35% sýkinganna, Pseudomonas 17%, Stenotrophomonas 9%, Haemophilus 9%, Str. pneumoniae og Staph. aitreus ollu einu tilfelli hver, en aðrar sýkingar voru af blandaðri eða óþekktri orsök. I fimm tilvikum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.