Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 82
74 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 um; tíðni 1 á 10.000 íbúa á ári. Raunhæfari tfðnitöl- ur fást fyrir tímabilið 1986-1996; fjöldi rannsókna 9,3 á 10.000 íbúa á ári og tíðni DVT 2,3 á 10.000 íbúa á ári. Meðalaldur var 60 ár (62% voru karlar). Af sjúklingum komu 80,1% frá lyflækningadeild; 37,5% DVT var eingöngu í kálfa, 34,4% náðu upp á læri en 28,1% upp í kviðarhol. Krabbamein höfðu 19,4%, 12,5% höfðu nýlega gengist undir skurðað- gerðir og 6,3% höfðu sögu um áverka. Af sjúkling- um reyktu 43,8%. í árslok 1997 voru 40% sjúkling- anna látnir, krabbamein var dánarorsök í 42% til- fella og hjarta- og æðasjúkdómar í 33% tilfella. Kynntar verða niðurstöður um núverandi heilsufar þessara sjúklinga. Alyktanir: Tíðni DVT á Norðurlandi virðist vera þrisvar sinnum lægra en erlendar rannsóknir gefa til kynna. Hvort sjúkdómurinn er sjaldgæfari hér á landi eða vangreindur er ósvarað með þessari rannsókn. V-5. Æxlager í innkirtlum af gerð I. Sjúkratilfelli Sigurður Magnason*, Nick Cariglia*, Shree Datye**, Pedro Riba***, Þorgeir Þorgeirsson**** Frá *lyflœkningadeild, **handlœkningadeild, ***röntgendeild og ****meinafrœðideild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri Greint er frá sjúkratilfelli miðaldra konu sem lagðist inn á lyflækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri til rannsókna vegna tvísýni- og fjarrænukasta sem staðið höfðu í fimm mánuði, auk þess sem nýlega hafði vaknað grunur um hlutaflog í þessum köstum. I fyrri heilsufarssögu eru meðal annars kirtilæxli í fjórum kalkkirtlum og illkynja fituæxli í holhönd. Líkamsskoðun var ómarkverð, einkum var tauga- skoðun eðlileg. í blóðrannsóknum kom í ljós vægt lækkaður blóðsykur og í framhaldi af því var gert fastandi blóðsykurpróf, sem leiddi í ljós blóðsykur- fall ásamt háum insúlínstyrk í blóði, samfara því að sjúklingur fékk einkenni sem svipaði til þeirra sem áður voru nefnd. Tölvusneiðmynd af kviðarholi vakti grun um æxli í brisi, en það var síðan staðfest með æðamyndatöku. Að auki sýndi tölvusneið- myndarrannóknin æxli í nýrahettu. Tölvusneið- mynd af heiladingli sýndi einnig æxli. Hluti brissins var fjarlægður með skurðaðgerð, auk æxlis í nýrahettu og varð einkennanna ekki vart eftir aðgerðina. Við meinafræðirannsókn kom í ljós í halahluta brissins eitt stórt eyja-æxli og fimm samskonar æxli en minni, með einsleita frumugerð. Nýrahettuæxlið reyndist vera góðkynja kirtilæxli. Sjúkdómsgangurinn samsvarar í öllu æxlageri í innkirtlum (multiple endocrine neoplasia type I, MEN I), með dæmigerðum kirtilæxlum í kalkkirtl- um, brisi og heiladingli, auk góðkynja kirtilæxlis í nýrahettu og illkynja fituæxlis, sem hvort tveggja eru sjaldgæfari birtingarform sjúkdómsins. Stuttlega eru reifuð fræðin um heilkenni æxla- gers í innkirtlum, sem er ættgengur sjúkdómur með ríkjandi erfðir og er talinn tengjast stökkbreytingu í æxlis-bæligeni staðsettu á litningi 11. V-6. Áhrif geðlyfja á vensl leptíns í sermi og body mass index (BMI) Leifur Franzson*, Steinunn Astráðsdóttir*, Magn- ús Haraldsson** Frá *rannsóknadei!d og **geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Hormónið leptín myndast í fitu- frumum og er magn þess í sermi í hlutfalli við fitu- magn líkamans og body mass index (BMI) (kg/m2). Hlutverk leptíns er meðal annars talið það að gefa stjórnstöðvum heilans upplýsingar um fitubirgðir líkamans. Með flóknu samspili hormóna taugakerf- isins leitast líkaminn við að minnka/auka fitubirgð- irnar í samræmi við þarfir hans meðal annars með því að hafa áhrif á matarlyst og orkunotkun. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif ýmissa geðlyfja á samband S-leptíns og BMI hjá kvensjúk- lingum á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en ým- islegt bendir til að sum geðlyf tengist þeim viðtök- um í taugakerfinu, sem hafa (óbein) áhrif á líkams- þunga. Rannsóknin var framkvæmd að fengnu samþykki siðanefndar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Efniviður og aðferðir: Sjúklingum var deilt í þrjá hópa og fengu þeir eftirfarandi lyfjameðferð: Hópur 1 (n=7) tók sérhæfða serótónín endurupp- tökuhamla (SSRI); hópur 2 (n=8) tók þríhringja geðdeyfðarlyf; hópur 3 (n=10) tók sterk sefandi geðlyf. í samanburðarhópi voru 40 konur á sam- bærilegum aldri og þyngd og sjúklingahópurinn. S- leptín var mælt með geislavirkri mótefnamæliað- ferð (RIA). Niðurstöður: Að meðaltali reyndist hópur 1 vera 10 kg léttari en aðrir hópar. Fylgni S-leptíns og BMI var ekki marktæk í hópi 1 (r=0,36); p=0,2); á mörkunum í hópi 3 (r=0,56; p=0,057), en mjög marktæk í hópi 2 (r=0,935; p<0,01) og viðmiðunar- hópi (r=0,72; p<0,01). Við samanburð á hallatöium og skurðpunktum sker hópur 2 sig úr öðrum hóp- um, en magn S-leptíns eykst mun meira með hækk- andi BMI, þrátt fyrir að líkamsþunginn sé svipaður. Alyktanir: Niðurstöður þessarar forkönnunar benda til að þríhringja geðdeyfðarlyf hafi áhrif á vensl S-leptíns og BMI, sem þyrfti að rannsaka bet- ur með fleiri einstaklinga í hverjum hópi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.