Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 83
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 75 V-7. Heilkenni n. interossei anterioris Guðjón Jóhannesson*, Halldór Jónsson** Frá *taugalœkningadeild og **bœklunarlœkninga- deild Landspítalans Þessu heilkenni, þar sem um er að ræða lömun bundna við n. interosseus anterior, var fyrst lýst 1948 af Parsonage og Turner. Hér er lýst þremur til- vikum sem við höfum séð nýlega. Lýst verður klínískum og elektrófýsíólógískum niðurstöðum og þær ræddar. V-8. Stofnanavistun aldraðra frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur Eiríkur Ragnarsson, Arscell Jónsson, Pálmi V. Jónsson Frá öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur Landa- koti Inngangur: Miklir hagsmunir felast í því fyrir bráðasjúkrahús að öldrunarþjónustan sé skilvirk og fólk útskrifist heim eða á stofnun án tafa þegar meðferð er lokið. Undanfarin ár hafa verið erfið í Reykjavík vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Efniviður og aðferðir: Stuðst er við biðlista öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur og vistunar- lista Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar á tímabilinu september 1997 til og með febrúar 1998. Aflað var upplýsinga frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu um fjölda vistrýma eftir byggðar- lögum og á landinu öllu. Niðurstöður: Meðaltal sex vetrarmánaða hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur sýnir að í hverjum mánuði eru 83 (71-90) sjúklingar í bið eftir hjúkrunarplássi (á legudeildum öldrunarsviðs 54, dagspítala og móttöku 21 og öðrum legudeildum sjö). A sama tímabili fengu aðeins 11 (6-15) sjúklingar frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur varanlega vistun á hjúkr- unarheimili á mánuði. Þegar litið er á landið í heild teljast 13,3 vist- og hjúkrunarrými vera í notkun fyrir 100 íbúa 70 ára og eldri, fæst eru þau í Reykjavík eða 10,2, en 22,4 rými þar sem þau eru flest á landsbyggðinni. Yfirlit yfir metnar þarfir, samkvæmt vistunarmati aldraðra fyrir landið allt sýnir að í janúar 1998 voru 202 aldraðir einstak- lingar taldir í mjög brýnni þörf fyrir vistun í hjúkr- unarrými. Þar af voru 136 (67%) búsettir í Reykja- vík. Ályktanir: Verulegar hreyfingar eru á biðlistum öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur sem endur- nýjaður er vikulega. Fjöldi þeirra einstaklinga sem eru í bið eftir varanlegri vistun frá sjúkrahúsinu er einnig breytilegur frá einum mánuði til annars. Á sex mánuðum eru biðlistarnir í hvikulu jafnvægi sem svarar til um þriggja legudeilda á sjúkrahús- inu. Það þyrfti 120 vistrými til viðbótar á hjúkrun- arheimilum í Reykjavík til að skapa eðlilegra jafn- vægi hinna löngu biðlista á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Það kæmi til móts við metnar þarfir hinna öldr- uðu og myndi jafnframt bæta öldrunarþjónustu sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæðinu. V-9. Fas og Fas-Ligand er tjáð saman í eðlilegri og illkynja brjóstaþekju *, Þórunn Rafnar*, Jón G. Jónasson**, Kristrún Olafsdóttir**, Helga M. Ögmundsdóttir* Frá *Krabbameinsfélagi Islands, **Rannsókna- stofu Háskólans í meinafrœði Fas-ligand (FasL) veldur stýrðum frumudauða með því að tengjast Fas viðtakanum sem tjáður er á ýmsum frumugerðum. FasL á örvuðum T-dráps- frumum veldur stýrðum frumudauða í markfrumum og kemur einnig í veg fyrir offjölgun örvaðra eitil- frumna. Nýlega hefur verið sýnt að æxlisfrumur úr mönn- um (sortuæxli, krabbameinsfrumur úr lifur og lung- um) tjá FasL. Þessar illkynja frumur geta valdið stýrðum frumudauða í T frumulínum sem tjá Fas og geta því komist undan eftirliti ónæmiskerfisins. Við höfum notað mótefnalitun til að kanna tján- ingu Fas og FasL á eðlilegum og illkynja brjósta- vef. Tvílitun með flúrskini sýndi að Fas og FasL eru tjáðir saman á kirtilfrumum úr eðlilegum brjóstavef úr brjóstaminnkunaraðgerðum. Mót- efnalitun með peroxíðasa merkingu á formalín fest- um sýnum frá 76 brjóstakrabbameinssjúklingum sýndi að Fas og FasL voru tjáðir í meira en 90% æxlanna. Þessar niðurstöður eru því ekki samhljóða rann- sóknum á öðrum æxlistegundum sem sýndu aukna tjáningu FasL og minnkaða tjáningu Fas. Niður- stöður okkar sýna að tjáning Fas og FasL er ekki breytt í brjóstakrabbameini.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.