Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 83
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 75 V-7. Heilkenni n. interossei anterioris Guðjón Jóhannesson*, Halldór Jónsson** Frá *taugalœkningadeild og **bœklunarlœkninga- deild Landspítalans Þessu heilkenni, þar sem um er að ræða lömun bundna við n. interosseus anterior, var fyrst lýst 1948 af Parsonage og Turner. Hér er lýst þremur til- vikum sem við höfum séð nýlega. Lýst verður klínískum og elektrófýsíólógískum niðurstöðum og þær ræddar. V-8. Stofnanavistun aldraðra frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur Eiríkur Ragnarsson, Arscell Jónsson, Pálmi V. Jónsson Frá öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur Landa- koti Inngangur: Miklir hagsmunir felast í því fyrir bráðasjúkrahús að öldrunarþjónustan sé skilvirk og fólk útskrifist heim eða á stofnun án tafa þegar meðferð er lokið. Undanfarin ár hafa verið erfið í Reykjavík vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Efniviður og aðferðir: Stuðst er við biðlista öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur og vistunar- lista Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar á tímabilinu september 1997 til og með febrúar 1998. Aflað var upplýsinga frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu um fjölda vistrýma eftir byggðar- lögum og á landinu öllu. Niðurstöður: Meðaltal sex vetrarmánaða hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur sýnir að í hverjum mánuði eru 83 (71-90) sjúklingar í bið eftir hjúkrunarplássi (á legudeildum öldrunarsviðs 54, dagspítala og móttöku 21 og öðrum legudeildum sjö). A sama tímabili fengu aðeins 11 (6-15) sjúklingar frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur varanlega vistun á hjúkr- unarheimili á mánuði. Þegar litið er á landið í heild teljast 13,3 vist- og hjúkrunarrými vera í notkun fyrir 100 íbúa 70 ára og eldri, fæst eru þau í Reykjavík eða 10,2, en 22,4 rými þar sem þau eru flest á landsbyggðinni. Yfirlit yfir metnar þarfir, samkvæmt vistunarmati aldraðra fyrir landið allt sýnir að í janúar 1998 voru 202 aldraðir einstak- lingar taldir í mjög brýnni þörf fyrir vistun í hjúkr- unarrými. Þar af voru 136 (67%) búsettir í Reykja- vík. Ályktanir: Verulegar hreyfingar eru á biðlistum öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur sem endur- nýjaður er vikulega. Fjöldi þeirra einstaklinga sem eru í bið eftir varanlegri vistun frá sjúkrahúsinu er einnig breytilegur frá einum mánuði til annars. Á sex mánuðum eru biðlistarnir í hvikulu jafnvægi sem svarar til um þriggja legudeilda á sjúkrahús- inu. Það þyrfti 120 vistrými til viðbótar á hjúkrun- arheimilum í Reykjavík til að skapa eðlilegra jafn- vægi hinna löngu biðlista á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Það kæmi til móts við metnar þarfir hinna öldr- uðu og myndi jafnframt bæta öldrunarþjónustu sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæðinu. V-9. Fas og Fas-Ligand er tjáð saman í eðlilegri og illkynja brjóstaþekju *, Þórunn Rafnar*, Jón G. Jónasson**, Kristrún Olafsdóttir**, Helga M. Ögmundsdóttir* Frá *Krabbameinsfélagi Islands, **Rannsókna- stofu Háskólans í meinafrœði Fas-ligand (FasL) veldur stýrðum frumudauða með því að tengjast Fas viðtakanum sem tjáður er á ýmsum frumugerðum. FasL á örvuðum T-dráps- frumum veldur stýrðum frumudauða í markfrumum og kemur einnig í veg fyrir offjölgun örvaðra eitil- frumna. Nýlega hefur verið sýnt að æxlisfrumur úr mönn- um (sortuæxli, krabbameinsfrumur úr lifur og lung- um) tjá FasL. Þessar illkynja frumur geta valdið stýrðum frumudauða í T frumulínum sem tjá Fas og geta því komist undan eftirliti ónæmiskerfisins. Við höfum notað mótefnalitun til að kanna tján- ingu Fas og FasL á eðlilegum og illkynja brjósta- vef. Tvílitun með flúrskini sýndi að Fas og FasL eru tjáðir saman á kirtilfrumum úr eðlilegum brjóstavef úr brjóstaminnkunaraðgerðum. Mót- efnalitun með peroxíðasa merkingu á formalín fest- um sýnum frá 76 brjóstakrabbameinssjúklingum sýndi að Fas og FasL voru tjáðir í meira en 90% æxlanna. Þessar niðurstöður eru því ekki samhljóða rann- sóknum á öðrum æxlistegundum sem sýndu aukna tjáningu FasL og minnkaða tjáningu Fas. Niður- stöður okkar sýna að tjáning Fas og FasL er ekki breytt í brjóstakrabbameini.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.