Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Blaðsíða 29
Við sem vorum þá börn, erum
nú miðaldra menn, milli fertugs
og fimtugs. Við lí'tum nú alt öðr-
um augum á atburðina en við
gerðum á þeim dögum. Lífið hefir
mótað okkur á ýmsan hátt, lífs-
kjörin hafa að sjálfsögðu ráðið
þar allmiklu um. Tíminn hefir
flogið og flýgur stöðugt framhjá
með ýmsum bveytingum á hugs-
unarhætti og venjum. Gamlir sið-
ir eru lagðir niður og nýir komnir
í staðinn. Sú kynslóð sem nú er
á æskuskeiði sér aldrei ýmsa
gamla íslenzka siði, sem tíu til
tuttugu næstu kynslóðir á undan
höfðu séð, lítið breytta. Svo afar-
fljótar hafa „framfarirnar" orðið
nú á síðastliðnum mannsaldri, eða
tæplega svo löngum tíma. Það
er eins og tíminn hafi tekið stökk,
hér á landi, stökk yfir nokkrar
aldir. Við, eldra fólkið höfum,
að meira eða minna leyti, fylgst
með, þótt líklega enginn af okkur
skilji fullkomlega þá æskumenn,
sem eru að komast á legg á þess-
um miklu breytingatímum. —
Jeg ætla nú að segja ykkur
sögu af atburði einum, sem gerð-
ist fyrir nálega fjörutíu árum síð-
an, snemma á síðasta tugi síðustu
aldar. Atburður þessi gerðist á
jólunum í sveit einni á Norður-
landi, þétt bygðri og fagurri
sveit sem þið þekkið sjálfsagt
mörg.
Aðfangadagurinn var liðinn, og
aðfangadagskvöldið, sem nú er
farið að nefna „jólakvöld". Á að-
fangadaginn, á þeim tímum, var
eins og jólin lægu í loftinu. Það
var einhver annar bragur á öllu
þegar um morguninn. Við krakk-