Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 59

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 59
Stefnir] Friðarinálin. 249 grætt á ófriði. Alþjóðafjármagn var líka til 1914. En þrátt fyrir þetta er þó óhætt að segja, að vonirnar og frið verður helzt að reisa á hags- munum alþjóðafjármagnsins. Það er víst, að ófrið er ekki hægt að heyja gegn vilja þeirra, sem fjár- magninu stýra. Það sýndi síðasti ófriður alveg greinilega. Og friður- inn er tryggari í þeirra höndum, sem eiga áhugamál í öllum löndum, en stjórnmálamannanna, sem oft verða að láta undan heimskulegum æsingum fjöldans út af smámunum, og eru oft fullir af þjóðarrembingi. Loks má svo nefna tvennt nýtt, sem leitt gæti til friðar frekar en hins. Annað er bolsevikkaslefnan. Hún er i raun og veru nýtt fyrirbrigði í allra sinni ógn. Er þar ekki að- eins átt við bolsjevikkabröltið í Rússlandi, heldur öllu heldur við það leynihólf í mannlegri sál, sem hún hefir leitt í ljós. Hún sýnir okkur þá vofu, sem situr fyrir okkur við næsta húshorn, ef við förum ógætilega með okkar marglöstuðu menning. Bolsjevikkastefnan í Rúss- landi hefir nú alveg sannað það, sem margir vissu áður, að slíkt þjóðskipulag getur með engu móti staðizt, og er því á hverfanda hveli. En bolsjevisminn, sem býr innifyrir í mannssálinni og brýzt út þegar öllu er velt í rústir með léttúð, hann er enn til og verður til og kemur í kjölfar næsta ófriðar eins og af- leiðing fylgir orsök. Þetta mun mönnum nú skiljast æðimikið betur en áður og það ætti að vara við ófriði. Því að fátt óttast menn meira, að minnsta'kosti þeir sem rólyndir eru og værukærir. Þýzkaland var tætt sundur af byltingum í, lok ófriðarins, England og Frakkland komust svo að segja á heljarþröm út af verkamanna- óeirðum og allsherjarverkföllum. — Jafnvel Bandaríkin fóru ekki alveg varhluta af þessari »verkfallaöld«. Alheimsbyltingin er ef til vill ekki annað en draumórar í hugum bol- sjevikka, og hún kemur ekki á þeim tímum þegar allt er i friði og spekt. En eitt skot kom heims- styrjöldinni af stað og annað skot gæti komið af stað þeim atburð- um, að öll okkar marggylta mann- félagshöll yrði ekki annað en rjúk- andi rústir. Það hefir bolsjevism- inn sýnt okkur. Hann er mikilvægt atriði þegar gera skal út um frið eða ófrið. Hitt atriðið, sem komið hefir sið- an ófriðurinn mikli var hafinn, er Þjóðabandalagið. Guðirnir á Ólymps fjalli nútímans brosa líklega þegar

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.