Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 62

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 62
252 Stalín. [Stefnir ur. Sex sinnum var hann tekinn fastur á árunum 1903 til 1913. Fjársöfnim. . Byltingin 1905—’6 mistókst. Len- ín kendi því um, að flokkinn hefði skort fjármagn, og hann stakk upp á þrem leiðum til fjáröflunar. Ein leiðin var sú að gefa út falska seðla, en það mistókst al- gerlega. Önnur leiðin var sú, að nokkvir flokksmenn fengi auðug gjaforð. Þetta tókst að nokkru, en kom brátt óorði á flokkinn, svo að því var hætt. Þriðja leiðin var djarflegust, og hún var sú, að ræna fé. Og það var Stalín, sem til þess var valinn að stjórna þessum leiðangrum. Eng- inn veit, hve margar ránsferðir voru farnar, og sá fróðleikur fer áreið- anlega í gröfina með Stalín. En þó er ein saga sögð af þessháttar fjár- öflun, sem fór fram í fæðingarborg Stalíns, Tiflis. 13. júní eftir rússn. tímareikn- ingi, árið 1907, kl. IOV2 árdegis, voru 341,000 rúblur fluttar frá járnbraut- arstöð einni í Tiflis til rikisbankans. Féð var flutt í vagni, og var fylgt af öðrum vagni, fullum af vopnuð- um varðníönnum. Þegar vagnarnir voru að fara yfir eitt aðaltorg borg- arinnar.varalt í einu varpað sprengi- kúlu ofan af húsþaki og sprakk hún með voðalegum gný skammt fyrir framan peningavagninn. í sama bili var smærri sprengjum varpað að varðmannavagninum og skothríð hafin af fjölda manna, sem voru á gangi á torginu. Allt komst í ógur- legt uppnám. Orusta hófst, og voru tugir manna drepnir, en í öllum þessum ósköpum hurfu peningarnir allir, og varð ekki uppvíst, hvað af þeim varð fyr en eftir bolsjevikka- uppreisnina 1917. Þá varð það kunn- ugt, að Stalín hafði staðið fyrir þessu, og peningarnir komust til Parísar.Lenín hafði útvegað sprengj- urnar. Hann var þá staddur í Finn- landi, og sendi þær til Tiflis með Ter-Petrosian nokkrum. Konur tvær höíðu fylgt gjaldkera bankans eftir og gáfu merki, þegar byrja átti. Sumir sögðu, að Stalín hefði sjálf- ur varpað fyrstu sprengjunni, en aldrei hefir það sannast. Innan bolsjevikkaflokksins voro menn afar ósammála um þessa fjársöfnunaraðferð. Stalín var rek- inn úr félagi bolsjevikka í Kákasus fyrir þessar tiltektir. Fór hann þá víða um Rússland og 1911 kom hann til Ítalíu. Stalín nær völdum. Eftir marzbyltinguna 1917 kom Stalín til Petrograd, og varð þá

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.