Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 70

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 70
260 Frá Alþingi 1929. [Stefnir sem birtar voru í greinargerð frum- varpsins. Nú hlupu þeir Erlingur og Ing- var undir baggann og leiddu »ömmu gömlu« á milli sín inn í þingið að nýju. Frumvarp þetta var ekki sami, en samskonar glundroði eins og á fyrra þinginu. Enn er hér verið að gera sérstaka lagasmíð til þess að heimila það eftirlit með loftskeytanotkun, sem nú er heim- il. Eftir frumvarpinu þarf ekki nema »sterkar líkur« fyrir misnotkun til þess að allar skeytasendingar kom- ist undir strangt eftirlit. Var hent mikið gaman að »ömmu« og sofn- aði hún enn eftir skemtilega heim- sókn. Þá bar dómsmálaráðherra. fram eitt frumvarp enn, sem ekki má al- veg ganga fram hjá, af því að það lýsir svo vel höfundinum. Það er frumvarp um kvikmyndir og kvikmyndaleikhús. Til þess að skilja fánýti þessa frumvarps, verður að hafa það í huga, að kvikmyndaleikhús hér á landi eru yfirleitt mjög myndarleg og í fáu stöndum við útlöndum eins vel á sporði eins og einmitt í þessari grein. Hér eru yfirleitt ekki sýndar nema úrvals myndir, húsa- kynnin eru vistleg og aðgangseyrir mjög hóflegur. Þessar stofnanir bera, beinlínis og óbeinlínis, mjög há gjöld til opinberra þarfa. Dóms- málaráðherra hefði þvi vissulega getað fundið eitthvert þarfara verk- efni fyrir »dugnað« sinn, en það, að gera glundroða í þessum fyrir- tækjum. En nú átti að gera skurk í þessu. Sósíalisminn þolir ekki að sjá fyrir- tæki dafna í frelsi. Enda var nú farið fram á að reyra allt í reglur og bönd. Leyfi átti að veita til 5 ára í senn. Eftir þann tíma »getur« dómsmálaráðherra veitt framleng- ing á leyfinu, ef leyfishafi ekki »þykir hafa gerzt óverðugur« að halda því áfram. Sérstök »þekking« á starfinu er heimtuð, hver sem hún er. Leyfishafi má ekki búa lengra frá kvikmyndahúsinu en 5 kílómetra! Þetta eru nú sýnishorn af lífs- reglunum. En aðalatriði frumvarps- ins voru þessi: 1. Valdið til þess að veita sýn- ingaleyfi er tekið af bæjarstjórnum og fengið í hendur dómsmálaráð- herra. 2. Myndskoðun er komið á »í hverjum kaupstað, kauptúni eða sveit, þar sem kvikmyndahús er rekið«. 3. Lögð eru á kvikmyndahús af- arhá gjöld. En á hinn bóginn er dómsmálaráðherra veitt heimild til þess, að undanþiggja ný kvik- I

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.