Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 71

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 71
Stefnir] Frá AJþingi 1929. 261 myndahús þessu gjaldi um allt að þriggja ára bil, ef hann telur þörf. Er það dálítið einkennilegt, að gera ráðstafanir til þess að drepa eldri fyrirtæki til þess eins að ný komi i staðinn. Ókunnugir spyrja ef til vill, hvernig á þessu öllu standi. Kunn- ugir eiga ekkert erfitt með að svara þeirri spurning. Um margra ára bil hafa sósíalist- ar i Reykjavík verið að reyna að ná sér í leyfi til kvikmyndasýninga. Átti þetta að gera þeim kleift að koma sér upp stórhýsi fyrirflokks- starfsemina, og svo var auðvitað gott, að geta sýnt þarna eitthvað af myndum þeim, sem sósíalistar nota til þess að vinna stefnu sinni fylgi. En bæjarstjórninni hefir þótt nóg að hafa tvö kvikmyndahús, og hefir því hvorki viljað veita þeim né öðrum leyfi þetta, enda tví- mælalaust betra að hafa fá og góð kvikmyndahús, ef á annað borð á að skifta sér af því. í þessum rig hefir málið verið. En nú var sú mikla stund upp runnin, að hollvinurinn góði var kominn i valdasess. Var nú um að gera að koma þessu mikla hags- munamáli sósíalistaflokksins í hans hendur. Frá þessari uppsprettu er allt runnið. Eftir frumvarpinu gátu só- síalistar fengið þetta langþráða leyfi, og auk þess mátti nota á- kvæði frumvarpsins til þess að slá eldri leikhúsin af hólmi með óbæri- legum sköttum, en undanþiggja nýja sósíalista-Ieikhúsið. Og ef eig- endur hinna leíkhúsanna reyndist »óverðugir« (t. d. væri »öfugu megin« í pólitík), þá var ekkert hægara en að losa sig alveg við þá eftir 5 ár. Þetta ákvæði þótti þó sósíalistunum varhugavert, því að það gat líka snúist á móti þeim sjálfum, og fengu þeir því leyfis- tímann lengdan í 10 ár. Myndskoðunin var náttúrlega smávægilegt atriði hjá þessu, en gat þó verið hentugt til þess að fullnægja hinni sivaxandi eftirspurn eftir smá-bitlingum. Þetta var því dálaglegur óheil- inda- og síngirnisvefur. Efri deild afgreiddi þó málið viðstöðulaust. En neðri deild sýndi hér sem oftar, að þar lét ekki öllum jafn vel að hoppa í haftinu. Málið mætti þar seigri mótspyrnu og varð aldrei útrætt. Þess síðasta var það, að minni hluti mentamálanefndar (Á. Á. og B. St.) skilaði áliti sínu, og var frumvarpinu þar umturnað frá rótum. Meiri hlutinn (Sv. ÓL, J. ÓI. og M. J.) lét ekki svo mikið sem að skila áliti um málið og kom það ekki framar til umræðu.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.