Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 78

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 78
268 Frá Alþingi 1929. [Stefnii1 Qarðar ) Qíslason Reykjavík kaupir allskonar íslenzkar afurðir, svo sem: Ull, ullartusknr, kjöt, gærur, garnir, hrosshár, sundmaga, lýsi, o. fl. o. fl. Tilboð óskast. svæðið. Sýsla, hreppur eða orku- veitufélag kemur upp orkuveri, en einstaklingar kosta flutning á efni og leiðslur frá spennibreytistöð heim til sín. Tilgangur frumvarpsins er sá, að gera almenningi mögulegt að fá rafmagn á heimili sín. Þarf ekki að eyða orðum að því hvílíkt hags- munamál þetta er. Þar kemur til greina svo margvíslegt hagræði úti og inni við, að ógerningur er að ætla sér að telja það upp. Er ekk- ert til, sem betur er fallið til þess að gerbreyta högum og líðan fólks í sveitum og gera því dvölina þar geðfellda, en þetta. Enda eru bænd- ur nú sem óðast að brjótast í því, að koma sér upp rafmagnsstöðvum fyrir heimili sín. En á þessu eru augljósir gallar, alveg eins og þegar menn í kaup- stöðum hafa verið að koma sér upp einkastöðvum fyrir einstök hús. Þessar einkastöðvar verða oftast nær mjög dýrar hlutfallslega. Þær eru ófullkomnar og endast illa. Spennan vill vera mjög misjöfn og það fer illa með öll áhöld. Menn sækjast eftir að fá stöðvarnar hjá þeim, sem selja þær ódýrast, en gæta þess ekki, að þær eru þá líka oft óvandaðastar, og því í raun og veru dýrastar.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.