Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 97

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 97
Stefnir] Kviksettur. 287 Mánaðar kaup. Priam Farll kom eklvi til hug- ar að sofna, Hann varð nú að íhuga þetta, sem hann hafði kom- ið sér út í með svo miklu skjót- ræði. En svo fór nú samt, að hann valt út af. Og það í þessum harða stól. Hann vaknaði við ein hverja dómadags skruðninga, eins og húsið væri að hrynja í rústir. Þegar hann áttaði sig, komst hann að raun um, að skruðningarnir voru ekki annað en það, að barið var býsna ákveðið að dyrum. — Hann staulaðist á fætur, og sá í óhrein.um spegli, sem hékk á veggnum, úfinn og gugginn ræf- il í mórauðum sloppi. Svo drógst hann, stirður og með stírur í aug- um, áleiðis til dyranna. Cashmore læknir var kominn, og með honum enn einn fimtug- ur maður, lágvaxinn, blár í kinn- um, þéttur á velli, sorgarbúinn með svarta hanska, hvað þá ann- að. — * Ókunni maðurinn leit kuldalega á Priam. „Nú!“ sagði syrgjandinn. Svo gekk hann rakleitt inn og læknirinn á eftir. Þegar inn kom, tók syrgjandinn eftir einhverju hvítu á gólfinu, tók það upp og rétti Priam. „Þetta mun vera til yðar“, sagði hann. Priam tók við því. Það var bréf og ritað utan á með kvenmanns hendi: „Herra Henry Leek, Sel- wood Terrace 91, S. W.“ „Er það ekki til yðar?“ spurði syrgjandinn, þurlega. „Jú“, sagði Priam. „Eg er Duncan Farll, lögmaðui% ættingi húsbóndans yðar sálaða“, sagði maðurinn, jafn þurlega. — „Hvaða ráðstafanir eruð þér bú- inn að gera?“ Priam stundi upp: „Engar. Eg hefi sofið“. „Er þetta trúmennskan ?“ sagði Duncan Farlt. Þetta var þá frændi hans. Hann hafði séð hann einu sinni áður, fyrir löngu, þegar hann var barn að aldri. Ekki hefði hann þekkt hann. Því síður gat komið til mála, að Duncan þekkti hann. Menn breytast talsvert á 40 ár- um eftir 10 ára aldur! Duncan Farll arkaði nú um húsið, og við hvert herbergi, sem hann leit inn í, sagði hann: „Ha“ eða „hm“. Síðan fóru þeir upp á loft, hann og læknirinn. Priam varð eftir í anddyrinu, vandræða- legur og ráðalaus. Loks kom Duncan Farll niður aftur. „Komið þér hingað, Leek‘% sagði hann.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.