Sagnir - 01.04.1985, Side 26

Sagnir - 01.04.1985, Side 26
FÉLAGSHYGGJA OG FRELSISÁST Garðar Gíslason stórkaupmaður. Hann deildi mjög á samvinnuhreyfinguna og sagöi hana njóta ýmissa lögbund- inna sérréttinda. hornanna á milli og úr er að verða hið hættulegasta fjárglæfraspiI.“15 Skrif þessi urðu til þess að höfðað var mál á hendur Morgunblaöinu og farið fram á 200 þúsund krónur í skaðabætur. Forsendan var sú að skrifin spilltu fyrir lánstrausti Sam- bandsins. Á sáttafundi tókst sam- komulag um að ritstjóri Morgun- blaösins tæki ummælin til baka og bæðist afsökunar á þeim, en í stað- inn féll Sambandið frá skaðabóta- kröfunni.16 Þessi átök stóðu fram yfir lands- kjör í júlí 1922, en þá lognuðust þau út af. „Verzlunarólagið“ Haustið 1922 gaf Björn Kristjáns- son, kaupmaður og alþingismaður og fyrrum bankastjóri og ráðherra, út bækling er hann nefndi Verzlun- arólagiö. í bæklingnufn gagnrýndi Björn mjög samvinnubreyfinguna og Sambandið, sem hann taldi rót- ina að verslunarólaginu. Takmark samvinnumanna væri að útrýma allri kaupmannastétt úr landinu og því takmarki átti að ná með stofnun Tímans, Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og Samvinnuskólans. Björn beindi spjótum sínum eink- um að Sambandinu og samábyrgð samvinnufélaga. í fyrsta lagi hefði Sambandið notað samábyrgðina til að smala kaupfélögunum undir sinn hatt. Þau hefðu tekið lán og notað tryggingar í stað þess að afla veltu- fjár. Sama hátt hefði Sambandið haft en til þess að það gæti gengið varð að veita stjórn þess svo víð- tækt vald, að stjórnir kaupfélaganna væru svo til réttlausar heima fyrir. Sambandið hefði lánað kaupfélög- um utan þess og bundið þau þannig á skuldaklafa. Einnig hefði aðstoð Landsbankans komið til, en hann hefði sýnt tregðu á að lána kaupfé- lögum er stóðu utan Sambandsins. í öðru lagi hefði sjálfskuldar- ábyrgðin og skuldasöfnun Sam- bandsins og kaupfélaganna haft þau áhrif á stöðu félagsmannanna, að þeir hefðu afsalað sér öllu fjár- hagslegu frelsi, etv. fyrir lífstíð.17 Fólk gæti ekki sagt sig úr stórskuld- ugum félögum, því úrsegjanda ber að borga skuldirnar, að minsta kosti að sínu leyti, og það mun hann sjaldnast geta gert. Hann verður því að öllum líkindum að vera í félaginu á meðan það eða hann lifir, þó honum sé það þvernauð- ugt. .. Þegar nú Sambandið sjálft skuldar svo miljónum skiftir, þeg- ar það skuldar minst á árinu, þá er augljóst að löglega getur enginn félagsmaður sagt sig úr Sam- bandinu né kaupfélögunum.18 í þriðja lagi gagnrýndi Björn úr- ræði Sambandsins vegna erfiðleika áranna 1920-1922. Reynt hefði verið að nota landssjóð sem forða- búr og til ótakmarkaðra lána í gegn- um Landsverslun. Sambandið hefði látið Landsverslun gefa kvittun fyrir skuldum, sem það hefði ekki greitt fyrr en síðar. Með réttu hefði því hluti skulda þess verið gjaldfallinn um tíma. Þá hefði Sambandið tekið að innheimta skuldir félagsmanna á allharðneskjulegan hátt og skorað á kaupfélagsstjóra að skuldbinda kaupfélagsmenn til að láta Sam- bandinu í té allar framleiðsluvörur sínar. Vænlegast til að vinna bug á verslunarólaginu taldi Björn að leggja niður Sambandið og reka kaupfélögin án samábyrgðar.19 Björn hafði þann hátt á dreifingu Verzlunarólagsins að senda það ókeypis í pósti út um land. Jónas Jónsson frá Hriflu sagði að bæk- lingurinn hefði verið sendur í sér- stöku bréfi stíluðu á bændur í Borg- arfirði og að sýslumaður Borgfirð- inga hefði sést með blíðu brosi dreifa ritinu meðal bænda. Björn sendi einnig samvinnumönnum bækling- inn, ma. Jónasi og Tryggva Þór- hallssyni, og var ritið líka til sölu í bókaverslunum. Bæklingurinn mun hafa borist inn á flest sveitaheimili landsins og viða í þéttbýli.20 Samvinnumenn svara fyrir sig Enda þótt bæklingur Björns væri prentaður í sömu prentsmiðju og Tíminn höfðu Tímamenn ekki haft neinar spurnir af framtaki Björns. Fyrstu fregnirnar af Verzlunarólag- inu bárust til herbúða samvinnu- Björn Kristjánsson, kaupmaður og al- þingismaður og fyrrum bankastjóri og ráðherra. Bæklingurinn, sem hann gaf út og nefndi Verzlunarólagið, olli miklu fjaörafoki í rööum samvinnu- manna. 24 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.