Sagnir - 01.04.1985, Síða 46

Sagnir - 01.04.1985, Síða 46
JÓN LEIFS Þetta er sá versti djöfulgang- ur,... sem ég fyrir mitt leyti hef heyrt eina hljómsveit framleiöa í einu og formleg uppbygging verksins var eins og storkið hraun. Finnski hljómsveitarstjórinn Jussi Jalas stjórnaöi leikhús- hljómsveitinni og slapp lifandi. Áheyrendur skemmtu sér stór- kostlega þó að það hafi nú eigin- lega alls ekki verið ætlunin.1 Þannig komst tónlistargagnrýn- andi Aftenposten að orði eftir að hafa hlustað á Sögusinfóníuna eftir Jón Leifs, sérkennilegasta og frum- legasta tónskáld sem ísland hefur alið, en um leið það umdeildasta. Jón Leifs fæddist árið 1899 að Sólheimum í Húnavatnssýslu en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur þegar hann var eins árs gamall. Faðir hans, Þorleifur Jónsson, bóndi og alþingismaður, gerðist póstafgreiðslumaður og varð seinna póstmeistari í Reykjavík. Móðir hans, Ragnheiður Bjarna- dóttir, rak klæðaverslun sem síðar gerði henni kleift að kosta menntun drengsins. Á unga aldri lærði Jón á píanó og eitthvað á fiðlu. Hann fékk snemma áhuga á tónsmíðum og ákvað að helga sig tónlist. Árið 1916, að lokn- um fjórða bekk Menntaskólans hélt Jón til Leipzig, 17 ára gamall til tón- listarnáms. Þar lærði hann í fimm ár og útskrifaðist árið 1921. Jón hreifst mjög af Þýskalandi og því sem það hafði upp á að bjóða. Hann virðist frá upphafi hafa verið ákveðinn í að ,,meika það“ og þess vegna ílentist hann þar að námi loknu, enda lítið fyrir tónlistarmann að gera á íslandi árið 1921. í Þýskalandi Næstu 28 árin dvaldi Jón meira og minna í Þýskalandi og virðist hafa haft ofan af fyrir sér með því að stjórna hljómsveitum og skrifa greinar um tónlist í blöð og tímarit. Á þessum 28 árum sem Jón var í Þýskalandi, stjórnaði hann þrjátíu hljómsveitum og virðist lengst af hafa verið nokkuð eftirsóttur, sér- staklega til þess að stjórna verkum Beethovens sem var hans uppá- haldstónskáld. Greinarnar fjölluðu flestar um íslensku þjóðlögin og túlkunarmáta á verkum Beet- hovens. Á því sviði virðist hann einnig hafa haft nóg að gera og að því er hann segir sjálfur, var hann mjög eftirsóttur. „íslensk“ tónlist Ekki gleymdi Jón íslandi þó hann hafi haft nóg að gera úti. Honum rann til rifja sú steinaldarmenning sem ríkti í íslenskum tónlistarmál- um á þessum tíma. Dansk- og þýskættuð dægurlög riðu húsum, einföld létt lög með píanóundirleik þar sem allir gátu sungið með. Jón taldi hin svokölluðu íslensku tón- skáld einungis vera lítið menntaða lagasmiði sem gerðu ekki annað en að stæla þessi útlendu lög af því að þeir þekktu enga aðra tónlist. Sýn- ishorn af svona menningu heyrum við í útvarpinu þegar kynntir eru „íslenskir einsöngvarar og kórar“, svo ekki sé talað um „síðasta lag fyrir fréttir". Þessi erlendu dægurlög voru vel á veg komin með að útrýma íslensku þjóðlagatónlistinni sem nú var óðum að gleymast. Og hin „æðri tónlist'1 komst hvergi að, bæði vegna þess að stökkva þurfti yfir rúmlega hundrað ára tónlistar- þróun og ekki síst vegna skorts á hæfum hljóðfæraleikurum. Hvað var til ráða? Þó að Jón Leifs stefndi á frægðar- feril erlendis, var hann staðráðinn í að lyfta íslensku tónlistarlífi á hærra plan. Skömmu eftir að námi lauk, leit hann við hér heima og virðist helst hafa ætlað að gera einhverskonar menningarbyltingu. Það átti að stofna Tónlistarskóla íslands sem síðan átti að verða Tónlistarháskóli íslands. Til að byrja með átti að fá kennara frá Þýskalandi, þar var nóg af fyrsta flokks hljóðfæraleikurum sem voru atvinnulausir í kreppunni eftir fyrri heimsstyrjöldina. Utan um skólann átti að stofna tónlistarfélag sem skyldi reka hann og standafyrir tónleikum. Jón hafði lítið álit á ís- lenskum tónlistarmönnum. Ef nota ætti þá íslendinga sem fyrir voru „væri allt betur óframkvæmt".2 Þessi tónlistarskóli myndi svo í fyll- ingu tímans leggja til mannskap í sinfóníuhljómsveit sem átti að flytja landsmönnum heimsins bestu tón- list. En harður dómur Jóns um ís- lenska tónlistarmenn og tónlistar- unnendur virðist hafa fælt þá frá þátttöku í öllu sem tengdist nafni hans. Tillögur Jóns voru því þagðar í hel. Þó ekki til eilífðar, því níu árum seinna, árið 1930, var stofnað Tón- listarfélagið í Reykjavík sem fram til þessa dags hefur staðið fyrir tón- leikahaldi heimsfrægra listamanna og rekið Tónlistarskólann í Reykja- vík. Jón Leifs, tvítugur námsmaður í Leipzig. Myndin er tekin áriö 1919, um það ieyti sem hann var að byrja að láta að sér kveða i tónlistarmálum íslend- inga. 44 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.