Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 58

Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 58
ÁSTMÖGUR ÞJÓÐARINNAR? Vorskipin 1841 fluttu til landsins tímarit. Prentaö var þaö í Kaupmannahöfn og með dönskum skipum kom þaö yfir hafið. Fáir íslendingar vissu af þessari sendingu. Landsmenn sinntu sínu daglega amstri og hafa ekki tekið eftir neinu sérstöku ööru en nýrri árstíö. Veturinn lá aö baki og meö honum baðstofuvinnan þar sem fólk sat í hnapp, í óupplýstum og óvistlegum kytrum, dofiö og dáðlaust. Tíminn var mældur í árstíöum sem endurtóku sig með slævandi takti. Vorið meö nýmeti á borðum og von um aö þrauka annan vetur var einungis fjörkippur sem treindi líftóruna í þjóö sem hafði ekki trú á eigin framtíð. Sá sem stóö fyrir sendingunni voriö 1841 átti sér framtíðarsýn. Hann var sannfærður um aö breyt- ingar væru í nánd og því til staðfest- ingar hóf hann útgáfu á tímariti sem skyldi fjalla um stjórnmál og bætta landshagi. Jón Sigurösson hét maðurinn og var próflaus prests- sonur aö vestan. Tímaritinu hafði hann valið nafnið Ný Félagsrit. Þeg- ar þau koma út stendur Jón á þrí- tugu og hefur undangengin sjö ár unniö hljóðlát fræðimannsstörf við handritarannsóknir í skjala- söfnum Kaupmannahafnar og aflað sér dæmafárrar þekkingar á sögu landsins, högum þess og atvinnuvegum. Hann er án efa lærðasti stjórnmálamaður ís- lands.1 „Þau elska ég mest bóka“ Jón Sigurðsson nýtti sér til fulls þá afburða þekkingu á sögu lands og þjóðar sem hann haf'ði aflað sér með störfum sínum í Kaupmanna- höfn. Skrif hans í Félagsritin skír- skotuðu hvort tveggja til íslenskrar sögu og þeirra nýju stjórnmálahug- mynda sem gagntóku hugi mennta- manna í Evrópu. En Jón hefur þekkt sitt heimafólk og slær einnig á strengi búmannshjartans með rit- gerðum um verslunarmál og önnur hagnýt efni. Fleira þurfti þó að koma til en tímaritsútgáfa ef lognmollan átti að víkja. Endurreisn Alþingis 1845 átti vafalaust drýgstan þátt í því að maður eins og Jón Sigurðsson fékk hljómgrunn hjá þjóð sinni. Vissu- lega var þingið valdlítið og kom að- eins saman á tveggja ára fresti. En með því var komin inn í landið stofn- un þar sem kjörnir þingmenn komu saman og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Það má líta á hið end- urreista Alþingi sem málstofu þar sem fulltrúar hvaðanæva af landinu hittust og töluðu um landið og þjóð- ina í einni heild. Hér skiptir ekki máli þótt hrepparígur og ágreiningur milli landshluta hafi sett sinn svip á þing- störfin. Heldur hitt að í hugum flestra íslendinga sem á annað borð leiddu hugann að Alþingi þá var það sameiningartákn með sterkri skír- skotun til glæstrar fortíðar og von um betri framtíð. Frá öndverðu var Jón Sigurðsson í forystu á Alþingi. Það þýddi þó ekki að hann yrði sjálfkrafa sá maður sem þjóðin leit á sem leiðtoga sinn. Útgáfa Félagsritanna hefur hér haft sitt að segja. En nú var það ekki próflaus fræðimaður í Höfn sem reit þau heldur framámaður á Alþingi og á tíðum sjálfur Alþingisforsetinn. Gömul Félagsrit hafa verið tekin upp úr kistubotninum og lesin með endurvöktum áhuga og eftirvænting beðið nýrra árganga. Skemmtilegur vitnisburður er til um almúgamann sem fékk vitrun sína úr Félagsritun- um: Ég hef verið gefinn fyrir að lesa bækur en biblían og íslendinga- sögur vóru þær einu sem ég hafði, allt þangað til blessuð Fé- lagsritin yðar komu sem ég hef keypt árliga. Síðan ég fór að lesa þau þá hefir hugur minn snúist í allt annað horf en hann áður var. Þau elska ég mest allra bóka sem ég þekki, þeim á ég að þakka dá- lítinn áhuga sem kominn er í mig til að hugsa um hag fósturjarðar- innar.2 Þessi ákafi ungs alþýðumanns kann að þykja of barnslega einlæg- ur til að geta verið marktækt dæmi um viðhorf almennings. En annað bréf er til, skrifað ári fyrr, eða 1845, þar sem ráðsettur maður, séra Þor- steinn Pálsson, skrifar Jóni Sig- urðssyni um álit sveitunga sinna í S-Þingeyjarsýslu á Jóni. Ég sagði yður eitthvað dálítið um ást þá sem þér hefðuð þegar áunnið yður hjá norðlingunum hérna, en nú segi eg yður aftur að ekki hefir sú ást minnkað síðan Alþingistíðindin komu. Mér hefir nærri því leiðst að segja nú þess- um nú hinum frá yður svo ná- kvæmlega sem því hvað hand- eða fótstór þér séuð .. 3 Þórður Jónasson, háyfirdómari, var stundum tekinn í misgripum fyrir Jón Sigurðsson, líklega vegna þess að þeir notuðu áþekka hatta. í bréfi sem Þórður skrifar Jóni 1848 segir hann að þegar ókunnugir fara mannavillt gefi þeir þessa umsögn. Hann er sálin Alþingis, sem án hans væri hálfdautt. Þeir hneigja sig fyrir mér og segja mér margt fallegt, sem ég kæri mig ekki um að segja þér.4 Þessi dæmi sem hér hafa verið tilfærð og önnur af sama toga er að finna í einkabréfum manna víðs- vegar af landinu. Einkabréf eru mik- ilsverðar heimildir en engan veginn án annmarka. Um líf og starf manna - einkum stjórnmálamanna - á síð- ustu öld eru einkabréf þó iðulega aðalheimildirnar. Blaðakostur og öll útgáfustarfsemi var með næsta fá- breyttu sniði. En samtíð Jóns Sig- urðssonar gerði óvenju vel við hann og skilur eftir sig fjölbreyttari heim- 56 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.