Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 61

Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 61
ÁSTMÖGUR ÞJÓÐARINNAR? bænarskrám heima í héraði var pólitísk hernaðarlist sem Jón hafði dálæti á.) Einnig má gera ráð fyrir að menn hafi ekki viljað ganga í ber- högg við skoðanir Jóns eftir að hafa þegið af honum vinargreiða. í orði og verki Hinn próflausi pólitíkus frá íslandi átti ekki í mörg hús að venda með atvinnu í borginni við sundið. Jón Sigurðsson vildi aðeins þann starfa sem gaf honum möguleika á að sækja þing annað hvert sumar. En tveggja til þriggja mánaða sumar- leyfi var fáheyrt á þessum tíma. Þó má segja að Danir hafi reynst Jóni vel alla jafnan og lítt látið hann gjalda forystu í sjálfstæðisbaráttu (slendinga. í raun er ekki annað að sjá en Jón hafi átt góða að meðal háskóla- og stjórnmálamanna í Danmörku sem greiddu götu hans við mörg tækifæri. Ýmis atvik höguðu því þannig að Jón átti örðugt með að fá fasta at- vinnu á árunum 1853-1855. Um tíma stóðu á honum öll spjót og sá hann ekki fram á annað en þurfa að hætta stjórnmálaafskiptum, a. m. k. um sinn. Jón kom ekki til þings árið 1855 og skrifast það, að hluta til, á reikning fátæktar. Vinum og kunn- ingjum Jóns var ástand hans kunn- ugt og lögðu þeir sig fram við að reyna að aðstoða hann. Það hefði hvergi nærri dugað Jóni til fram- færslu þótt nokkrir nákomnir hefðu veitt fjárstuðning og varð því ráð að leita almennra samskota. Fordæmi var fyrir slíkum samskotum frá 1851-52, í kjölfar Þjóðfundarins, þegar safnað var fyrir Jónana Guð- mundsson ritstjóra og Sigurðsson. Þá hafði sá fyrrnefndi verið sviptur embætti en Jón Sigurðsson stóð ekki tæpt í það sinnið. Samskotin 1851 -52 urðu ekki mikil og kannski ekki sótt mjög fast.13 Árið 1855 var annað uppi á ten- ingunum og reið á að hlúa að efna- hag Jóns Sigurðssonar. En gætni þurfti að hafa við því stoltum manni eins og Jóni tók það þungt að leita ásjár annarra og geta ekki sjálfur allskostar framfleytt sér og sínum. Nokkru fyrir þingið 1855 var haldinn Þingvallafundur. Vinur og baráttu- félagi Jóns, Jón Guðmundsson rit- stjóri, setti fundinn og kom að þessu viðkvæma máli á eftirfarandi hátt: Við eigum ekki nema einn, þó máske nokkrir hafi góðan vilja - ekki nema einn mann, sem vér getum kallað öflugan, óbilugan leiðtoga, sem hefur lagt hin beztu ár sín og krafta og atvinnu í söl- urnar fyrir yður... Eða því skyldi slíkur maður vinna yöur og slíta kröftum sínum fyrir alls ekki neitt, þegar honum bjóðast beztu kjör og heiðarleg staða fyrir aðra atvinnu. Ég vona yður skiljist það af þessari samlíkingu, hvað það sé, sem með fram máske veldur því, að tryggðreyndur vinur vor allra, herra Jón Sigurðsson, kem- urhér ekki til þings í ár.14 Á undan þessu ákalli höfðu farið fram, eftir kunningjaleiðum, þreif- ingar um fjárstyrk og héldu áfram eftir Þingvallafund. Venjulega höfðu menn góð orð um en minna fór fyrir framkvæmdunum. Þingvallafund- urinn var upptekinn við að velta fyrir sér hvernig mætti gera vel við fjóra danska þingmenn, sem stutt höfðu kröfur íslendinga um verslunar- frelsi, en gerði lítið til þess að styðja þann mann sem verslunarfrelsið var mest að þakka. Þó var um það rætt að senda Jóni einhverja heið- ursgjöf en jafnvel það varð aldrei nema orðin tóm. í Reykhólasveit við Breiðafjörð gerðist það að prestsdóttir gifti sig 7. júní 1855. Brúðkaupið varhaldið að Stað á Reykjanesi. Þegar gestir höfðu neytt matar síns og „orðnir SAGNIR 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.