Sagnir - 01.04.1985, Síða 82

Sagnir - 01.04.1985, Síða 82
FRELSI OG FRAMSÓKN líklegra er, aö til þess séu fleiri ástæöur, þá mynduðu bændur í tveim hreppum í Suður-Þingeyjar- sýslu verðkröfufélög (samkaupafé- lög) árið 1844. Tókst þeim að bæta sér verslunina nokkuð, en róðurinn var erfiður því að við öfluga kaup- menn var að etja. Lausakaupmenn voru þá helsta vonin, en þeir brugð- ust þegar síst skyldi. Lögðust sam- tök þessi því af um 1850. Næsta áratuginn voru slík samtök um verslun reynd á Norðurlandi og víð- ar, en þau voru öll sama marki brennd.23 Innlend verslunarfélög Það var fyrst um 1870 að upp risu innlend verslunarfélög með góðum árangri. Það voru félög með áhættufjármagni, hlutafélög, sem réðu yfir eigin skipum og fylgdu verslun sinni á erlendar hafnir. Gránufélagið og Félagsverslun við Húnaflóa náðu mestum þroska og aldri af þessum félögum. Ekki verður þess vart að Jón Sig- urðsson ætti beinan þátt í stofnun þessara félaga, en hann gerðist málsvari þeirra. Um sama leyti verður viðhorfsbreyting hjá Jóni varðandi verslunarmálin. í ritinu ,,Lítil varningsbók handa bændum og búmönnum á íslandi“ fjallar Jón um ástand og framtíð atvinnuvega landsmanna, og kem- ur þar að versluninni. Hann telur verslunarfrelsið mikils um vert, og vill í engu hvika frá því. Með tíman- um muni það verða til þess að íslendingar nái versluninni í sínar hendur. Áfram vill hann að bændur taki sig saman um verslun, en nú leggur hann áherslu á fastan félagsskap sem nái yfir fleiri en eina sveit og stuðli þannig að traustari grunni þeirra. Hann vill að slík sam- tök reisi sér jafnvel vöruskemmur til að geyma afurðir félagsmanna, og að þau beini versluninni til kaup- manna sem tryggi bestan hag til lengri tíma litið. Best telur hann Jón Sigurðsson. Á yngri árum var hann kiassískur frjáishyggjumaöur. henta, að slík félög skipti við inn- lenda kaupmenn og efli þannig inn- lenda verslunarstétt.24 Áherslan er enn á innlenda borgarastétt, en hún átti eftir að breytast. / Nýjum félagsritum árið 1872 hafnar Jón Sigurðsson hinni gömlu leið verðkröfufélaganna og telur hana algerlega ófullnægjandi. Nú þurfi allar sveitir að skipuleggja sig í verslunarfélög á borð við Gránufé- lagið og Húnvetninga, en þessum félögum lýsir hann rækilega. Þessi félög bænda muni flytja verslunar- þekkingu til landsmanna, efla versl- unarstétt í landinu og kaupstaði. En mestu varði að þessi félög hafi sjálfsforræði í verslunarefnum öll- um, og hann kveðst sjá, að ,,í versl- unarfélögunum og góðri stjórn þeirra er fenginn einn hinn bezti og vissasti vísirtil sjálfsforræðis."25 Af þessu má sjá að áherslubreyt- ing verður hjá Jóni. Hin færandi verslun, þar sem útlendingar koma siglandi yfir hafið og bjóða í afurðir landsmanna, varónóg. Landsmenn urðu að taka verslunina í eigin hendur. En innlend verslunarstétt var vanmegnug og ráð Jóns er félög bænda um verslunina sem fylgi vör- unni alla leið á markað og sæki sér þar nauðsynjar sem flytja þarf inn. Jón telur ekki hættu á að þessi félög verði einokunarfyrirtæki þar sem þau byggi á hag félagsmanna. Séu þau lifandi og þátttaka almenn telur hann einsýnt, að ,,þau gætu engan einokað nema sjálf sig“.26 Af þessum orðum verður ekki annað séð, en að Jón sé kominn inn á einhvers konar kaupfélagsbrautir, og að hann hafi fjarlægst hina fremstu hugsuði frjálshyggjunnar, sem höfnuðu hugmyndum sem þessum. Mat Jóns á íslenskum þjóðfélagsaðstæðum beindi honum þessa leið. Á íslandi byggðist enn allt á sveitunum, og uppgangur kaupstaða var hægur. Því varð inn- lend verslun að byggja á innlendum framleiðendum, bændunum. í samhengi Skoðanir Jóns Sigurðssonar á verslunar- og atvinnumálum eru dæmigerðar fyrir þann hugmynda- straum sem ráðandi var á Vestur- löndum um hans daga. Frjálshyggj- an vildi auka framfarir einstaklinga og þjóðfélaga með auknum hag- vexti. Leiðin til aukinna framfara var sú að láta afskipti hins opinbera af atvinnumálum vera sem minnst. Þannig mundi hið óhefta, náttúrlega eðli viðskipta og annarra mannlegra athafna tryggja bestan ávöxt fyrir einstaklingana og þjóðíélögin í heild. Lykillinn að öllu saman var samkeppni; virk samkeppni rataði hagkvæmustu leiðina.27 Þarna má sjá undirtóninn í skrifum Jóns Sig- urðssonar um verslunarmál íslend- inga og kröfunnar um frjálsa verslun allra þjóða. Annað var sameiginlegt. hinum klassísku frjálshyggjumönnum síð- ustu aldar. Þeir töldu að efnahags- málum væri stjórnað af æðri lög- málum, sem menn gætu aðeins reynt að gera sér grein fyrir, en aldrei breytt. Þar var komin hin ósýnilega hönd, sem stýrði ákvörð- unum einstaklinganna á rétta braut.28 Sífellt tal Jóns um hið nátt- úrlega eðli verslunar er af sama toga spunnið. 80 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.