Sagnir - 01.04.1985, Side 100

Sagnir - 01.04.1985, Side 100
ÞINGRÆÐI OG RAÐHERRAABYRGÐ þótt ráöherra vilji ekki vera áfram í embætti skiptir dómur kjósenda máli því flokkur hans líöur fyrir verk hans eöa nýtur þeirra eftir atvikum. Það má því einnig tala um flokks- lega ábyrgd ráðherra. Loks má nefna þinglega ábyrgö ráöherra þar sem þingræöi er í heiðri haft.12 Ráðherrar veröa aö standa þinginu reikningsskil ráðsmennsku sinnar og verja stefnu sína og fram- kvæmdir.13 Þar eö þingið ræöur í raun og veru hverjir sitja í ráðherra- stólunum verða þeirsem í þeim sitja hverju sinni að gæta þess að haga hvorki orðum sínum né gerðum á þann veg að þeir glati trausti meiri- hluta þingsins. Við sem lifum í rótgrónu þingræð- isskipulagi eigum ef til vill erfitt með að átta okkur á því hvernig annars konar stjórnarhættir eru. í Banda- ríkjunum er ekki þingræði. Fram- kvæmdavald og löggjafarvald eru alveg aðskilin og fulltrúar hvors um sig kjörnir hvorir í sínum kosning- um, annars vegar í forsetakosning- um og hins vegar kosningum til full- trúadeildar og öldungadeildar þingsins. Forsetinn velur ráðherra í stjórnina án nokkurs tillits til hvort þeir njóta trausts þingdeildanna. Stjórnmálalega ábyrgðin kemur því ekki fram í þinginu heldur við for- setakosningar. Þar sem einvaldur konungur ríkir eru ráðgjafar hans eða ráðherrar ekki ábyrgir fyrir öðr- um en honum. Einvaldurinn skipar ráðgjafa sína og setur af eftir eigin höfði. Þessi dæmi ættu að varpa Ijósi á að stjómmálaleg ráðherra- ábyrgð getur verið með ýmsu móti. Tilvísanir 1 Grurmloven vár. 1814 til i dag. Oslo-Bergen-Tromso 1966, 23. 2 Sjá Andenæs, Johs.: Statsfor- fatningen i Norge. Tredje revi- derte udgave. Oslo 1962, 96- 104. 3 Þórleifur Bjarnason: íslands- saga. Síðara hefti. Rv. án árt., 59-60. 4 Heimir Þorleifsson: Frá ein- veldi til lýöveldis. íslandssaga eftir 1830.3. útg. Rv. 1977,64- 65. 5 Lýður Björnsson: Jón Sigurös- son og sjálfstæöisbaráttan. Kennsluleiöbeiningar. Sam- félagsfræði, 8. námsár. Náms- gagnastofnun 1981,13. 6 Gunnar Karlsson: ,,Endurnýj-> un íslandssögunnar“ (Ritd.). Tímarit Máls og menningar. 44. árg., 4. hefti (Rv. 1983), 459. 7 Ólafur Jóhannesson: Stjórn- skipun íslands. 2. útg. Gunnar G. Schram sá um útgáfuna. Rv. 1978,95. 8 Sjá um túlkun þingræðisregl- unnar: Andenæs, Johs.: Stats- forfatningen i Norge, 96-104; Jón Sigurgeirsson: Pingræöis- reglan. Ópr. kandidatsritgerð við lagadeild, varðveitt á Há- skólabókasafni. Háskóli íslands 1978, 52-55; Steingrímur Gautur Kristjánsson: „Þing- ræði“. Úlfljótur 15. árg., 2. tbl. (Rv. 1962), 60-61; Ólafur Jó- hannesson: Stjórnskipun ís- lands, 94-96. 9 Sjá um beitingu þingræðisregl- unnar á íslandi: Bjarni Bene- diktsson: „Þingræði á íslandi." Niðurlag Niðurstaða þessara vangaveltna er sú að ráðherraábyrgð og þingræði eru mjög tengd hugtök. Þó ætti að vera auðvelt að halda lagalegu ráð- herraábyrgðinni aðgreindri frá þing- ræðishugtakinu. Öðru máli gegnir hins vegar um stjórnmálalegu ábyrgðina. Þingræði og þingleg ráðherraábyrgð merkja það sama, þe. vald þingsins til að hafa áhrif á setu ríkisstjórna. Þingræðið er með öðrum orðum hluti af stjórnmála- legu ábyrgðinni. Þingbundin stjórn er óljósast þessara þriggja hugtaka en samt er ástæðulaust að vera að rugla því saman við hin. Það felur hvorki í sér ráðherraábyrgð eða þingræði heldur einungis að þingið hefur rétt til að hafa einhver áhrif á stjórnarstefnuna auk þess að hafa löggjafarvald. Tímarit lögfræöinga. 6. ár, 1. hefti (Rv. 1956), 4-22; Jón Sig- urgeirsson: Þingræöisregtam, Steingrímur Gautur Kristjáns- son: „Þingræði", 61-65. 10 Ólafur Jóhannesson: Stjórn- skipun íslands, 92. 11 Sjá um ráðherraábyrgð: Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, 167-176; Salmon- sens konversations leksikon 17. Anden udgave. Kh. 1924, 90-92. 12 Sjá um flokkun stjórnmálalegu ábyrgðarinnar: Jón Sigurgeirs- son: Þingræöisreglan, 70-71. 13 Sjá um tengsl Alþingis og fram- kvæmdavaldsins: Ólafur Jó- hannesson: „Alþingi og fram- kvæmdavaldið.“ Tímarit lög- fræöinga 4. ár, 1. hefti (Rv. 1954), 4-27. 98 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.