Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 100
ÞINGRÆÐI OG RAÐHERRAABYRGÐ
þótt ráöherra vilji ekki vera áfram í
embætti skiptir dómur kjósenda
máli því flokkur hans líöur fyrir verk
hans eöa nýtur þeirra eftir atvikum.
Það má því einnig tala um flokks-
lega ábyrgd ráðherra. Loks má
nefna þinglega ábyrgö ráöherra
þar sem þingræöi er í heiðri haft.12
Ráðherrar veröa aö standa þinginu
reikningsskil ráðsmennsku sinnar
og verja stefnu sína og fram-
kvæmdir.13 Þar eö þingið ræöur í
raun og veru hverjir sitja í ráðherra-
stólunum verða þeirsem í þeim sitja
hverju sinni að gæta þess að haga
hvorki orðum sínum né gerðum á
þann veg að þeir glati trausti meiri-
hluta þingsins.
Við sem lifum í rótgrónu þingræð-
isskipulagi eigum ef til vill erfitt með
að átta okkur á því hvernig annars
konar stjórnarhættir eru. í Banda-
ríkjunum er ekki þingræði. Fram-
kvæmdavald og löggjafarvald eru
alveg aðskilin og fulltrúar hvors um
sig kjörnir hvorir í sínum kosning-
um, annars vegar í forsetakosning-
um og hins vegar kosningum til full-
trúadeildar og öldungadeildar
þingsins. Forsetinn velur ráðherra í
stjórnina án nokkurs tillits til hvort
þeir njóta trausts þingdeildanna.
Stjórnmálalega ábyrgðin kemur því
ekki fram í þinginu heldur við for-
setakosningar. Þar sem einvaldur
konungur ríkir eru ráðgjafar hans
eða ráðherrar ekki ábyrgir fyrir öðr-
um en honum. Einvaldurinn skipar
ráðgjafa sína og setur af eftir eigin
höfði. Þessi dæmi ættu að varpa
Ijósi á að stjómmálaleg ráðherra-
ábyrgð getur verið með ýmsu móti.
Tilvísanir
1 Grurmloven vár. 1814 til i dag.
Oslo-Bergen-Tromso 1966,
23.
2 Sjá Andenæs, Johs.: Statsfor-
fatningen i Norge. Tredje revi-
derte udgave. Oslo 1962, 96-
104.
3 Þórleifur Bjarnason: íslands-
saga. Síðara hefti. Rv. án árt.,
59-60.
4 Heimir Þorleifsson: Frá ein-
veldi til lýöveldis. íslandssaga
eftir 1830.3. útg. Rv. 1977,64-
65.
5 Lýður Björnsson: Jón Sigurös-
son og sjálfstæöisbaráttan.
Kennsluleiöbeiningar. Sam-
félagsfræði, 8. námsár. Náms-
gagnastofnun 1981,13.
6 Gunnar Karlsson: ,,Endurnýj->
un íslandssögunnar“ (Ritd.).
Tímarit Máls og menningar.
44. árg., 4. hefti (Rv. 1983),
459.
7 Ólafur Jóhannesson: Stjórn-
skipun íslands. 2. útg. Gunnar
G. Schram sá um útgáfuna. Rv.
1978,95.
8 Sjá um túlkun þingræðisregl-
unnar: Andenæs, Johs.: Stats-
forfatningen i Norge, 96-104;
Jón Sigurgeirsson: Pingræöis-
reglan. Ópr. kandidatsritgerð
við lagadeild, varðveitt á Há-
skólabókasafni. Háskóli íslands
1978, 52-55; Steingrímur
Gautur Kristjánsson: „Þing-
ræði“. Úlfljótur 15. árg., 2. tbl.
(Rv. 1962), 60-61; Ólafur Jó-
hannesson: Stjórnskipun ís-
lands, 94-96.
9 Sjá um beitingu þingræðisregl-
unnar á íslandi: Bjarni Bene-
diktsson: „Þingræði á íslandi."
Niðurlag
Niðurstaða þessara vangaveltna er
sú að ráðherraábyrgð og þingræði
eru mjög tengd hugtök. Þó ætti að
vera auðvelt að halda lagalegu ráð-
herraábyrgðinni aðgreindri frá þing-
ræðishugtakinu. Öðru máli gegnir
hins vegar um stjórnmálalegu
ábyrgðina. Þingræði og þingleg
ráðherraábyrgð merkja það sama,
þe. vald þingsins til að hafa áhrif á
setu ríkisstjórna. Þingræðið er með
öðrum orðum hluti af stjórnmála-
legu ábyrgðinni. Þingbundin stjórn
er óljósast þessara þriggja hugtaka
en samt er ástæðulaust að vera að
rugla því saman við hin. Það felur
hvorki í sér ráðherraábyrgð eða
þingræði heldur einungis að þingið
hefur rétt til að hafa einhver áhrif á
stjórnarstefnuna auk þess að hafa
löggjafarvald.
Tímarit lögfræöinga. 6. ár, 1.
hefti (Rv. 1956), 4-22; Jón Sig-
urgeirsson: Þingræöisregtam,
Steingrímur Gautur Kristjáns-
son: „Þingræði", 61-65.
10 Ólafur Jóhannesson: Stjórn-
skipun íslands, 92.
11 Sjá um ráðherraábyrgð: Ólafur
Jóhannesson: Stjórnskipun
íslands, 167-176; Salmon-
sens konversations leksikon
17. Anden udgave. Kh. 1924,
90-92.
12 Sjá um flokkun stjórnmálalegu
ábyrgðarinnar: Jón Sigurgeirs-
son: Þingræöisreglan, 70-71.
13 Sjá um tengsl Alþingis og fram-
kvæmdavaldsins: Ólafur Jó-
hannesson: „Alþingi og fram-
kvæmdavaldið.“ Tímarit lög-
fræöinga 4. ár, 1. hefti (Rv.
1954), 4-27.
98 SAGNIR