Sagnir - 01.06.1994, Side 9

Sagnir - 01.06.1994, Side 9
Holger Rosenkrantz. — Fjölþjódadcihir vom ekki lians stcrka lilið. Skjaldarbjarnarvík sumarið 1677 fóru landar þeirra fransmanna ránshendi um bæi í Siglufirði, Eyjafirði og Hrísey.311 En íslenskir hafa ætíð getað gert sér mat úr reka af frönsku góssi eins og raunin var árið 1678 er franskir steyttu á Söndum.31 Lítið virðist hafa verið unt að saka- míéfan hafi stungið af héðan með frönsk- um duggurum. Þó bar svo við árið 1683 er Magnús Benediktsson tók þann kost- inn.32 Litlum sögunt fer ennfremur af launverslun við Frakka. Að minnsta kosti virðist aðeins einu sinni vera dómtekið mál á alþingi í þá veru en árið 1684 voru sakborningarnir, þrír rnenn úr Snæfells- nessýslu, tveir Jónar og einn Guðmund- ur, allir Nikulássynir, sýknaðir af áburð- inum.33 Annars var árið 1683 ekki ntjög happadrjúgt fyrir franska Islandssjómenn. Vallaannáll getur þess að það ár hafi mörg frönsk skip brotnað hér i ís sem og árið 1685 þegar þeir fengu af ís bæði skips- skaða og manntjón.34 Eyrarannáll hefur það eftir þeim frönsku að við Spitsberg hefbi þetta sumar bezta árferði og íslaust verið, og stórt hundrað skip hefðu þar til hvalaveiðar við verið og þessum hingað undir landið fýllt, hvar af 52 skip hafi verið hér undir landi i hafís tapazt, og hefðu hin önnur skipin fólkinu hjálp- að. . . ,35 Ekki hafa þó Frakkarnir verið einir um að hjálpa því í Fitjaannál er þess getið að „fjöldi Franskra. . . var hér um vetur- inn fýrir norðan og vestan, sem skilið höfðu við skipin brotin eður lest í haf- ísnum.“Wl Gerðu íslendingar sér gott úr rekanum og náðu meðal annars jullu, 190 föðmum kaðals, hvalavopnum, árum og borðviði.3' Ófriðlegt á íslandsmiðum Frakkar virðast hafa mætt hér mjög öfl- ugir til leiks hér við land er líða tók á ni- unda áratuginn. Arið 1688 er bæði getið um skipsskaða þeirra og vetursetu og eins geta annálar um árásir þeirra á skip annarra þjóða.3s Eyrarannáll getur þess að franskir hafi það ár tekið 20 skip af Tyrkjum og á þeim 1400 manns og virð- ist uppistaðan í þeiin flota hafa verið dönsk, þýsk og hollensk skip ásamt einu Islandsfari.3' A sama tíma segir Sjávar- borgarannáll frá skærum Grænlendinga og Frakka og árið 1689 snéru þeir síðar- nefndu sér að Spánverjum og hertekið eitt skip þeirra hér við land.4" Þessir at- burðir voru auðvitað ekkert annað en angi af stríði Spánverja og Frakka sent hófst 1688.41 Ári síðar hélt ófriðurinn áfram en þá herja Hollendingar á Frakka hér við land sem þess í stað héldu uppi fýrri iðju og réðust á spænskt skip i ísa- fjarðardjúpi.42 Þegar hér var komið við sögu hafði heldur þyngst róðurinn hjá frönskunt eftir að Vilhjálmur af Oraníu hafði farið með ófriði þeim á hendur enda gat hann beitt fýrir sig bæði her enskra og hollenskra.43 Dúnkarkerar sem telja má franska virðast einnig hafa stundað hér upphlaup meðal annars í Norðfirði.44 Árið 1691 hallar heldur á Frakka i þessari orrahríð en þá taka hollenskir 14 skip þeirra hér við land. Ári síðar virðast Frakkar svo hafa haldið að sér höndum en þá var þess getið að ekkert fransk skip hefði sést hér við land.4'’ Sumarið 1694 siglir svo franskt herskip inn til Vatneyrar með tvö Vestur- Indía kaupför i eftir- dragi og hittir þar tvær enskar duggur, rænir þær og brennir til kaldra kola. Það lítur út fýrir að annálshöfundurinn, Magnús Magnússon sýslumaður og starfsbróðir Þorleifs Kortssonar í galdra- málum, hafi kynnt sér þessa atburði vel, nteðal annars nafngreinir hann franska skipstjórann, Jóhann Disipar, er hafði verið hvalveiðimaður hér við land.4" Árið 1695 virðist mikill hafís hafa ver- ið um landið. I þá tíð lítur út fýrir að Frakkar hafi haldið uppteknum hætti og herjað ntjög á skip annarra þjóða hér við land. I annálum er fjölyrt um þetta og má af þeim ráða að Frakkar hafi nteðal annars ætlað sér að ráðast á hollenska skútu úti fýrir Keykjanesi. Þeirri liol- lensku tókst að hleypa undan inn í hafís- inn en þegar þeir frönsku fýlgdu á eftir brutu þeir skip sitt i ísnum og komust við illan leik til lands.47 Mun hér hafa verið á ferðinni nokkur fjöldi skipbrotsmanna en flestir reyndu þeir að komast vestur á firði, annað hvort sjó- eða landleiðina og getur Eyrarannáll að þeir hafi haft ,Jóns Eyjólfssonar SAGNIR 7

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.