Sagnir - 01.06.1994, Page 22
semin ætti sínar takmarkanir sem afleið-
ingar byltingarinnar sýndu glögglega.
I andsvari rómantískra hugsuða kemur
fram annað höfuðeinkenni rómantísku
stefnunnar; áherslan á tilfmningar og
innblástur i stað kaldrar rökhyggju og
vísindalegra skilgreininga. Undirstaða
þessarar nýju áherslu var útlistun þýska
heimspekingsins Immanuels Kants á því
hvernig skynsemi mannsins og hugsun
störfuðu. Kant telst reyndar til upplýs-
ingarmanna, en hann freistaði þess að
finna leið út úr ógöngum þeim sem trúin
á rökhyggju og reynslu var komin í.
Samkvæmt kenningu Locke er hugur
manna óskrifað blað við fæðingu og öll
hugsun byggð á reynslu manna og skynj-
un. Ut frá þessari kenningu dró skoski
heimspekingurinn Hume þá ályktun, að
maðurinn gæti ekki náð tökum á veru-
leikanum með skynjun einni saman.
Veruleikinn byggðist óhjákvæmilega á
skoðun (opinion) hvers einstaklings og
því væri vísindaleg úttekt á veruleikan-
um ómöguleg. Kant andmælti Hume til
varnar rökhugsuninni, en lagði um leið
grunninn að megineinkenni rómantíkur-
innar. Samkvæmt niðurstöðum Kants er
hugurinn skapandi, en ekki hlutlaus, og
kemur skipulagi á reynslu manna. Skyn-
semin kæmi ekki til vegna reynslu, held-
ur væri til staðar frá upphafi.4 Af þessu
leiddu rómantískir hugsuðir þá ályktun
að tilfmningarnar væru í nánasta sam-
bandinu við skynsemina. Því væri til-
finningalegt innsæi mikilvægara en rök-
hyggja.
Af þessum megineinkennum róman-
tísku stefnunnar eru önnur einkenni
sprottin. Frelsi einstaklingsins, áherslan á
fortíðina og tilfmningarnar voru efnin
sem rómantíkin byggði á. Rómantíkin
var að ýmsu leyti afturhvarf, sérstaklega
hvað varðar fortíðarhyggjuna. Aðdáun á
miðöldum náði fótfestu en miðaldirnar
voru jafnan forsmáðar af upplýsingar-
mönnum sem niðurlægjandi tímabil, þar
sem rökhugsun og skynsemi hafi verið
úthýst. Einnig bar á afturhvarfi til náttúr-
unnar og má þar nefna hugmyndina um
hinn „náttúrulega mann“ sem Rousseau
gerði vinsæla. Maðurinn væri í eðli sínu
góður og dyggðugur ef hann losnaði
undan fjötrum siðmenningarinnar. Sam-
kvæmt því var bóndinn hinn sanni mað-
ur vegna tengsla sinna við náttúruna og
fjarlægðar frá borgarmenningunni. Vert
er að hafa þessa hugmyndafræði í huga,
því hún varð ekki einungis bakgrunnur
rómantíkurinnar, heldur einn mest áber-
andi hleypidómur nítjándu og tuttugustu
aldar.5
Frelsið var sem fyrr segir fýrirferðar-
ntikið í rómantísku stefnunni. I Englandi
og Frakklandi hlaut hugmyndin um ein-
staklingsfrelsið hljómgrunn en i Þýska-
landi varð til annars konar hugmynd um
frelsi; þjóðfrelsi byggt á þjóðernishyggju.
Rómantíska stefnan með áherslu sína á
fortíðina hafði mikil áhrif á þjóðernis-
hyggjuna, því hún var fýrst og fremst
grundvölluð á fortíðinni. Þjóðveijar leit-
uðu aftur í söguna til að finna eitthvað
sem sameinaði þýsku þjóðina, því þeir
voru ekki samstæð heild líkt og Frakkar
og Englendingar. Þvert á móti hafði
stjórnmálasaga sundraðs Þýskalands skilið
lítið eftir nema vonbrigði sem þýskir
rómantíkursinnar voru meðvitaðir um,
auk þess sem landið var vanþróað í iðn-
aði.6 A þessu dökka skeiði í sögu landsins
var helsta úrræðið að leita að einhveiju
því haldreipi í fortíðinni sem leitt gæti
þjóðina til sameiningar og sóknar í fram-
tíðinni.
Hér er eftir að minnast á enn eitt ein-
kenni rómantísku stefnunnar, en það er
tjáningarmáti rómantískra hugsuða. I
verkum sínum í listum og bókmenntum
létu menn gamminn geysa og reyndu á
engan hátt að halda aftur af tilfinningum
sinum. Stílbrögð rithöfunda urðu mjög
hátíðleg, iburðarmikil og leikræn. Atti
það einkum við á blómaárum rómantík-
urinnar á fýrstu þremur áratugum 19.
aldar, en þessi einkenni dofnuðu þó
fljótlega eftir það. Rómantískir hugsuðir
á fimmta og sjötta áratug 19. aldar álitu
frumherja rómantíkur full tilgerðarlega
og gættu meira hófs í sínum framsetn-
ingamiáta.7
Sagnaritun í anda rómantíkur
Áhrif rómantísku stefnunnar á sagna-
ritun voru mörg og margvísleg eins og
gefur að skilja. Rómantískir hugsuðir
vom ákaflega uppteknir af fortíðinni og
því hlaut endurskoðun sögunnar að vera
mikilvæg í augum þeirra. Rómantisk
söguritun var að mörgu leyti andsvar eða
andóf gegn kenningum og áherslum
upplýsingarmanna. Áherslan á ntiðaldir
var sérstaklega áberandi, en upplýstir
söguritarar höfðu jafnan óbeit á því tíma-
bili. Aftur á móti hófu rómantískir sagn-
fræðingar miðaldirnar til skýjanna.
Ástæðunnar fýrir því er að leita í áhersl-
unni á þjóðarsögu sem aftur tengist þjóð-
ernishyggjunni. Þeir töldu að á miðöld-
um hafi sá jarðvegur myndast sem ev-
rópskar þjóðir og menning þeirra væru
sprottnar úr. Þjóðernið hafi náð fótfestu á
miðöldum og alla menningu sé hægt að
rekja til þeirra tíma. Tungumálið var
samkvæmt þessari kenningu talið sérlega
mikilvægt, því tungan ákvarðaði og
undirstrikaði séreinkenni hverrar þjóðar.
Þessi kenning náði mestri hylli í Þýska-
landi þar sem tungumálið var helsta sam-
einingartáknið.s
Nýjar áherslur á tímabil voru ekki það
eina sem fýlgdi rómantískri söguritun.
Eðli sagnfræðinnar breyttist og ný sögu-
speki ruddi sér til rúms. Upphaf þessara
breytinga er að finna í Þýskalandi en
þýskir heimspekingar og sagnaritarar
höfðu veruleg áhrif á framþróun sagn-
fræðinnar. Þeirra á meðal var Georg
Wilhelm Friedrich Hegel, sem kom fram
með þá byltingarkenndu söguspekilegu
kenningu að líta bæri á söguna sem þró-
un mannsandans í átt til sjálfsvitundar og
frelsis. Þessi þróun skiptist í þijú megin-
skeið, þar sem Andinn, „The Spirit",
færðist sífellt nær sjálfsvitund og frelsi
manna. Þessi framrás gengi líkt og sólin
frá austri til vesturs þar sem hún næði
takmarki sínu. Þýskir þjóðernissinnar
gripu þessa kenningu á lofti og töldu
hana fela í sér að eftir siðaskiftin bæru
þýskir menn hin guðdómlegu klæði
frelsara mannkynsins.7 Hegel breytti
hinni aldagömlu trú að sagan væri ekki
hæf til að fást við kjarna tilverunnar,
hinn varanlegasta og dýpsta sannleik al-
heimsins.10 Samkvæmt kenningu hans
var sagan og Andinn eitt hið sama og því
væri skilningur á sögunni æðri heim-
spekinni, í henni fælist sannleikurinn.
Jón J. Aðils og áhrifa-
valdar hans
Jón fæddist þann 25. apríl 1869. Hann
missti foreldra sína snemma og ólst þvi
upp hjá ættingjum sinum. Þrettán ára hóf
hann nám til undirbúnings fýrir 1. bekk
Lærða skólans i Reykjavík, sem hann
gekk í ári seinna. Stúdentsprófi lauk
hann 1889 með aðra einkunn, en lagði
20 SAGNIR