Sagnir - 01.06.1994, Síða 25

Sagnir - 01.06.1994, Síða 25
Það uar eimmgis gófugt og glœsilegt'fálk scm settist aá á Islandi. Fegursta og tilkomumesta tímabilið í sögunni telur Jón vera fornöldina. Bygg- mgarsaga landsins sé ekki aðeins sönn og areiðanleg heldur einnig fogur, „því það er um leið saga um frelsisást og karl- niannlegt sjálfstæði“. Forfeður vorir hafi tignað og tilbeðið frelsið í hjarta sínu og það sýndu þeir „með því að leggja í söl- urnar fyrir það alt, sem hjartanu er talið helgast og dýrmætast: óðul, ffændur og fóstuijörð, eftir að þeir voru búnir að fóma því blóði sínu á vígvellinum".19 Þannig hafi Island orðið síðasti griðastað- ur þjóðfrelsis á Norðurlöndum. Nú er umdeilanlegt að hvaða marki frelsisbarátta er rómantískt fýrirbæri og hvort ekki eigi frekar að rekja hana til frjálslyndisstefnunnar. í þessum tveimur stefnum liggur þó grundvallarmismunur í aherslum á frelsið ef að er gáð. Frjáls- lyndisstefnan boðar nýjar hugmyndir og nýtt þjóðfélag byggt á þeim hugmynd- um. Rómantíkin heldur á lofti hug- myndum af gömlum merg og að þjóðfé- lag framtíðarinnar eigi að byggjast á rót- um fortíðar. Þær áherslur ráða alfarið nkjum í fýrirlestrum Jóns Aðils. Athyglisvert er að skoða hve víða Jón telur frelsið hafa sett mark sitt á íslenskt þjóðfélag í fornöld. Þetta má meðal ann- ars lesa í lýsingu hans á íslensku kirkjunni í elstu tíð: Þetta fýrirkomulag, sem var á kirkju- skipuninni á Islandi í elstu tíð, er svo gjörólíkt því, sem var í öðrum lönd- um, að heita má að kirkjan hefði hér alveg sérstakan blæ og sérstakt snið. Flún varð í alla staði frjálsleg og þjóð- leg og svaraði í sínu insta eðli ná- kvæmlega til þjóðlífsins í heild sinni. . .Þetta snið á íslensku kirkjunni er auðsjáanlega runnið af sömu rótum og stjórnarskipunin. Sjálfstæðistilfinn- ing einstaklingsins nýtur sín til fulls innan vébanda kirkjunnar engu síður en innan vébanda allsheijarstjómar- 20 ínnar. Reyndar taldi Jón þetta frelsi hafa sína annmarka, kirkjuna hafi skort vald gegn taumlausu sjálfræði, en hrifning hans er engu að síður fölskvalaus. Og það er ekki einungis í kirkjunni sem frelsi og sjálf- stæði einstaklinga setti mark sitt á mann- lífið. Börnin voru bráðþroska og „mjög snemma fullorðinsleg í orðunt sínum og athöfnum, og bryddir stundum á þroska og skilningi langt um aldur fram“. Þessu til sönnunar greinir Jón frá afrekum Egils Skallagrímssonar í bernsku og telur ástæðuna einfalda: „Þessi þroski barn- anna stendur óefað í sambandi við sjálf- ræði þeirra i uppvextinum. Engin tilraun er gerð til að hefta frelsi barnanna, ekkert óttablandið eftirlit með hverju skrefi, eins og nú tíðkast.“21 Það voru ekki ein- ungis börnin sem nutu sjálfræðisins, heldur einnig kvikfénaður manna sem fjölgaði sér ört vegna þess að hann gekk frjáls og sjálfala vetur og sumar. „Er það segin saga, að lífsfjör og þróttur bæði manna og dýra eykst um allan helming þar er frelsi drotnar og sjálfræði."22 En frelsið átti sín endimörk. Þrátt fýrir að vera undirstaða allrar velmegunar taldi Jón frelsið vera vandmeðfarið „tvíeggjað sverð“. Þetta sverð átti eftir að reynast þjóðinni örlagaríkt í baráttunni fýrir frelsi sínu og sjálfstæði. Sundrungin, erfða- fýlgjan frá keltneska þættinum, reyndist Islendingum þung i skauti. Eftir glæsta fomöld tók að halla undan fæti vegna of ríkrar áherslu Islendinga á einstaklings- frelsið, sem hallaði á rétt þjóðfélagsins: íslendingar létu sér mest ant um að tryggja frelsi og sjálfstæði einstaklings- ins, og það varð eigi gert nema með því að halla rétti þjóðfélagsins. Þeir létu hjá líða að skipa öflugt fram- kvæmdarvald í landinu. Afleiðingin varð sú, að einstaklingarnir uxu þjóð- félaginu yfir höfuð og virtu lög og rétt að vettugi. Alt lenti í óstjórn og aga- leysi, og svo fór að lokum, að þetta þjóðfélag, sem í upphafi vega sinna stóð með svo miklum blóma, varð út- lendum þjóðhöfðingjum að bráð, þegar frant liðu stundir.2’ Þarna bendir Jón á víti til varnaðar. Lær- dómurinn sem Islendingar gætu dregið af sögunni væri sá að þeir verði að standa saman, bæði til verndar hagsmunum hvers einstaklings og þjóðarinnar í heild. I rómantískri sagnaritun var lögð rik áhersla á að sagan gæti leiðbeint mönn- um við byggingu framtíðar og hér ætlaði Jón fortíðinni að vera leiðarljós í sjálf- stæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar. Merkilegt er að skoða hver þáttur SAGNIR 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.