Sagnir - 01.06.1994, Page 27

Sagnir - 01.06.1994, Page 27
Víkingaskip. unsólarinnar íjúfa skýin og dreifa myrkrinu. En það er samt eins og ein- hver annar svipur eða annar blær yfir nýju öldinni undir eins frá upphafi. Vonleysis- og volæðissöngurinn er ekki út af eins hjáróma og örvænting- arfullur, og i svefnrofununt tekur þjóðin að brjótast um, til að kasta af sér mesta farginu. Hún gerir það sem sagt ekki afþví, að hún sé vöknuð til meðvitundar um sjálfa sig, heldur að- eins ósjálfrátt, af þvi það fer illa uni hana. En þessi umbrot eru þó samt sem áður nokkurs konar lifsmerki og um leið merki þess, að þjóðin sé farin að losa svefninn.2' Lýsing Jóns á þjóðinni sem lifandi veru er mjög í anda rómantíkur og hér er þjóðernishyggjan allsráðandi. Eftir að dögunar fer að gæta stígur íslenska þjóð- m hvert framfarasporið af öðru. Þar telur Jón Innréttingar Skúla Magnússonar mikilvægar, sent og upplýsingarstefnuna er miðaði að aukinni alþýðufræðslu. Veigameiri er þáttur Eggerts Ólafssonar að mati Jóns; hann vekur þjóðernis- kenndina að nýju meðal íslensku þjóðar- innar. Baldvin Einarsson og Fjölnismenn halda síðan áfram að vekja þjóðina and- lega, en það er síðan Jón Sigurðsson sem kveikir sjálfstæðisþrána i brjóstum allra Islendinga. Eins og fram hefur komið var róman- tíkin að mörgu leyti andóf gegn áhersl- um upplýsingarinnar, sem greinilega sést þegar borið er santan mat Jóns á verkum Magnúsar Stephensens, helsta leiðtoga upplýsingar hér á landi, og t.d. Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna sem voru áberandi hallir undir rómantísk viðhorf. Jón Aðils metur reyndar viðleitni Magn- úsar til eflingar alþýðufræðslu mikils, sem og baráttu hans fyrir bættum verslunar- háttum. Öll umfjöllun Jóns um Magnús er þó mun lágstemmdari en lofið um þá sem voru rómantískari í þjóðernisvið- horfum sinum. Má nefna sem dærni mat Jóns á Klausturpóstinum sem Magnús gaf út, og svo Armanns á alþingi er Baldvin samdi að mestu. Hann segir að Baldvin haldi að mörgu leyti stefnu og starfi Magnúsar, en þó sé nýr bragur á, þjóð- ernislegur bragur. Magnús hafi staðið með báða fætur úti í Evrópu en Baldvin sé öllu þjóðhollari í sínum skrifum. Bæði eru ritin byggð upp á samtalsforminu en persónur Magnúsar eru „auðsjáanlega Grikkir í íslensku dulargerfi, og þeir tal- ast við inni i »stofu«“. Hjá Baldvin eru það íslenskir alþýðu- menn og heita Sighvatur, Þjóðólfur og Önundur, og þeir eiga tal saman á Þingvelli, þessum forna helgistað þjóðarinnar, og umhverfis þá blasir við alt það sem fegurst og tignarlegast og íslenzkast er í íslenzkri náttúru: áin og fossinn, hraunin og hamraveggirnir, vatnið og bláfjöllin og jöklarnir. Mis- munurinn er auðsær. Tilgangurinn og efnið er að mestu hið sama, en blær- inn allur annar. Röddin er Jakobs, en hendurnar Esaús.28 Annað dæmi um að Magnúsi sé brigslað um skort á þjóðernishyggju er deilan um alþingi; hvort það skyldi stað- sett á Þingvöllum eða i Reykjavík. Jón álítur það nánast landráð þegar Magnús lét leggja niður hið forna alþingi á Þing- völlum og setja í þess stað landsyfirrétt i SAGNIR 25

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.