Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 28
Reykjavík. Breytingin var lítil í sjálfu sér,
en „þótt eigi væri annað en nafnið eftir,
var þó alþingi í sjálfu sér eins konar sjálf-
stæðisvottur og sameiginleg miðstöð
þjóðernisins, auk þess sem það hafði
nokkurs konar fornhelgi á sér“. Fyrir
þessu telur Jón að Magnús hafi enga til-
finningu haft og einungis litið á „nytsemi
málsins" og látið það ráða. Bendir Jón
síðan á að Magnús og bræður hans hafi
borið „vænan hlut frá borði í byltingum
þessum, því Magnús var skipaður háyfir-
dónrari, Stefán bróðir hans fyrsti dómari
og dómstjóri í forföllum hans, og Björn
bróðir þeirra yflrdómari“.2',
Það er ekki laust við að örlítillar vand-
lætingar gæti í þessum orðurn Jóns, en
annað er uppi á teningnum þegar Jón
Sigurðsson berst fyrir að halda alþingi í
Reykjavík í stað þess að færa það aftur til
Þingvalla. Þá átelur Jón Aðils Fjölnis-
menn, sem töldu að alþingi væri ekkert
alþingi nema á Þingvöllum, fyrir að halda
um of tilfinningasemi rómantíkur á lofti.
Hann tekur undir orð Jóns Sigurðssonar
þegar hann rökstyður að „aðsetursstaður
landstjórnarinnar væri sjálfkjörinn fund-
arstaður alþingis . . . hið forna skipulag
gæti eigi átt við lengur . . . enda [hnígi]
þar öll skynsamleg rök að. . ,“30 Það er
líkt og að örlitil „skynsemi" læðist inn í
þjóðernisrómantík Jóns þegar hann fjallar
um nafna sinn og sjálfstæðisbaráttu hans.
Jón Aðils kemst í raun í inótsögn við
sjálfan sig. Ekki það að rómantik sé í eðli
sínu „óskynsamleg", en því verður ekki
neitað að aðalsmerki hennar var upp-
hafning tilfmninga á kostnað kaldrar rök-
hygg)u-
Með tilkomu Jóns Sigurðssonar taldi
Jón þjóðernisvitund og sjálfstæðisþrá is-
lensku þjóðarinnar að fullu vaknaða.
Einnig hafi sundrungin verið kveðin nið-
ur á þjóðfundinum 1851 og því gæti fátt
komið í veg fyrir áframhaldandi sókn ís-
lendinga til blómlegra lífs í framtíðinni.
Jón lýkur riti sínu Dagrenningu á eftirfar-
andi orðum til hvatningar landsmönnum
í sjálfstæðisbaráttunni og ræktun þjóð-
ernisvitundar:
Þeir Eggert Olafsson, Skúli fógeti,
Magnús Stephensen, Baldvin Einars-
son, Fjölnismenn allir ogjón Sigurðs-
son eru dánir og horfnir fyrir löngu,
en þó lifa þeir enn og starfa mitt á
meðal vor. Upp af starfi þeirra hefir
þegar sprottið andlegur vorgróður
með íslensku þjóðinni. Alt ber svip af
þeim og ættarmót. Hugsjónir þeirra,
ósérplægni og ættjarðarást eru enn lif-
andi fyrirmynd þjóðarinnar. Og sé jafn
einhuga á eftir fylgt, eins og þeir hafa
markað sporið, þá mun uppskeran
verða auður og gnótt á allar lundir.31
Rómantísk stílbrögð og
tilfmningar
Eitt af einkennum rómantíkur eru há-
fleyg stílbrögð, þar sem orðgnótt og
myndræn framsetning eru óspart notaðar
til að auka þungann í textanum. Þessi
einkenni eru mjög rikjandi í skrifum
Jóns, sérstaklega þegar fyallað er um
þjóðernishyggju og það sem henni teng-
ist. Af nægu slíku er að taka, enda eru
fyrirlestrar Jóns fyrst og fremst tileinkaðir
þjóðernishyggjunni. Skýrt dæmi um
þetta er umfjöllun hans um skáldin og
hlutverk þeirra í þjóðarvakningunni:
Þau eru eins og eldstólpinn, sem lýsir
þjóðinni og vísar henni veg. Þau laða
og teygja með blíðmælum, þau vekja
og örfa með snjallróma sigursöngvum,
þau hrópa og hvetja til framsóknar
með karlmannlegum djörfungarorð-
um, — og þá er vel, ef þjóðin lætur á
endanunr skipast við orð þeirra og
festir þau sér í rninni. Skáldin „af guðs
náð“ eru því einhver hin mesta happa-
sending, sem þjóðunum getur hlotnast
af forsjónarinnar hendi.32
Náttúran skipar jafnan stóran sess í lýs-
ingunr Jóns á hinunr ýnrsu fyrirbærum.
Þegar hann dregur upp nrynd af ættjarð-
arást þeirra Eggerts Olafssonar og Hann-
esar biskups Finnssonar farast honum svo
orð:
Ættjarðarást Hannesar biskups efar
enginn, en hún var alt annars eðlis, en
ættjarðarást Eggerts. Ast Eggerts er ást
elskhugans, heit og brennandi,
óþreyjufull og afbrýðissönr, eins konar
ofurást, senr ryður öllunr tálmunum úr
vegi eins og straumhörð á í vorleys-
ingunr. Ast Hannesar er aftur á móti
róleg og hægfara eins og lygn straum-
ur, sem leitar fyrir sér að öruggum far-
vegi og sneiðir hjá torfærunum.33
Viða nrá fmna dænri unr rónrantísk
stílbrögð í verkunr Jóns og skal eitt til-
tekið enn. Þetta dænri er úr Njálu, sem
Jón vitnar óspart í þegar fjallað er um
fomöld, og er lýsing á deilum Marðar
Valgarðssonar og Eyjólfs Bölverkssonar á
þinginu 1012. Er engu líkara en hér eigi
sér stað lýsing á íþróttakappleik:
Þeir hafa strangar gætur hvor á öðrum,
því hér er um inikið að tefla. Hin
minsta yfirsjón getur haft áhrif á úrslit
málsins. . . En á bak við er eins og sjá-
ist iðandi mannQöldinn, sem stendur á
öndinni af spenningi, því aldrei hefir
stærra mál verið til meðferðar á al-
þingi. Það er svipað eins og að horfa á
háskalegt einvígi. Eftir því sem lengra
dregur í sókninni og vörninni, eftir
því eykst glímuskjálftinn og æsingur-
inn. Áheyrendurnir ráða eigi lengur
við sig. Þeir fara að taka þátt í málun-
um og láta tilfinningar sínar í ljósi.
Þegar öðrum hvorum málsaðilanna
þykir vel mælast, er gerður að því
góður rómur. Þegar annarhvor er sleg-
inn af laginu, verður óp mikið og kall,
og þegar eitthvað þykir athugavert, er
kallað að farið sé með lögleysur og
rangindi.34
Nátengd þessum háfleygu stílbrögðum
er áhersla rómantíkur á vægi tilfinning-
anna. Með viðlika orðgnótt og leikrænni
framsetningu hefur Jón eflaust leitast við
að hræra upp í tilfinningum áheyrenda
og síðar lesenda. Með því að höfða til til-
finninga og tengja þær þjóðernisræktinni
var mikill sigur unninn, því að mati Jóns
voru tilfinningarnar sterkasta aflið í
gjörvallri sögu mannkyns: „Þegar þær
rísa í almætti sínu og knýja fram bylting-
ar í lífi þjóðanna, þá eru þær í verkum
sínum þúsund sinnum sterkari en bæði
rafmagnið og gufan í sameiningu."35 Og
sterkust allra er þjóðernistilfinningin:
Lífskjör þjóðarinnar hafa staðið og
standa enn í órjúfanlegu sambandi við
þjóðernis tilfmninguna. Og sem betur
fer, hefur þessi tilfinning aldrei dáið út
með öllu, þótt stundum hafi verið
hætt komið. Annars stæðurn vér ekki
uppi enn í dag og stærðum oss af voru
einkennilega íslenzka þjóðemi og
vorri fornu og fögru tungu. Það hefur
stöðugt lifað einhver neisti af henni
inst í hjarta þjóðarinnar. Það er hún,
sem hefur haldið við lífskrafti þjóðar-
26 SAGNIR