Sagnir - 01.06.1994, Síða 40

Sagnir - 01.06.1994, Síða 40
Þessi tegund seglskipa var nefnd ,Jlautan “ og var eitt algengasta farið á milli vestari- og norðlœgari landa Evrópu á 17. öld. og kvörtunarbréfum íslendinga gegn þessum bönnum. I konungsbréfi frá 16. desember 1631, sem síðan var ítrekað 16. apríl 1636, var Det islandske Kompagni gefið einkaleyfi til hvalveiða við ísland „og dersom de nogen fremmede enten Hvalfangere eller Duggere; Engelske inden fire Veg Söes eller andre Nationer inden sex Mile ner Landet kunde bet- rede, da skal det vere dennom frit fore at tage paa dennom. . Athygli vekur að sérákvæði eru hér um enska duggara og má leiða að því getum að það sé vegna þess að þeir voru fjölmennasti hópur út- lendinga hér við land. A sama tíma var það gert að skilyrði fyrir undanþágu Is- lendinga frá áætlaðri hækkun kauptaxta að þeir stunduðu ekki verslun við er- lendar þjóðir og eru einkum til nefndir Englendingar og Hollendingar.12 Senni- lega eru það þessar tilskipanir sem vitnað er til í Skarðsárannál 1632 þegar sagt er frá því er íslendingum var bannað að eiga viðskipti við aðrar þjóðir en „danska reiðara. Item bannað Engelskum að liggja við Island, svo þeir keyptu ekki við landsmenn."13 En þrátt fyrir að starfsemi Englendinga á Islandi væri bönnuð voru gerðar undantekningar frá þeirri reglu. Arið 1623 er sagt frá því að í „þann tíma leitudu enskir menn híngad fálkafángs, oc tóku þar til leifi konungs."14 Annan dag júlímánaðar árið 1627 gaf Dana- kóngur „Martino, enskum manni, út leyfisbréf að taka fálka í Þorskafjarðar- og Þórsnessþingunr til jagtar og brúkunar kóngi í Stóru Britannien i 13 ár þar frá að reikna. Skyldi Nicolaus Martinus gjalda til höfuðsmannsins hér sem hans forntað- ur hafði goldið fyrir þessa fálkaveiði.“l:' Reynt var að koma reglu á starfsemi fálkafangara hér á landi með ýmsum hætti. I konungsbréfi því sem Pros Mundt kom með til Islands árið 1636 var „boðið fálkaföngurum, það þeir skyldu ekki sigla nema á dönskum skipum frá og til Islands."16 Þó að konungurinn leyfði þessar veiðar vildi hann ekki að þær yrðu til þess að auka siglingar Eng- lendinga hingað. Bann við launverslun kom ekki síður niður á Islendingum en Englendingum enda var því lítt sinnt. A fjórða áratugn- um ferðaðist um sveitir landsins Eiríkur Grímsson, er „börn átti hér, enn fór til Englands oc qvæntist þar þremsinnum, oc var afburdamadr at afli. . .“I7 Rak hann varningssölu i samvinnu við Eng- lendinga.1” Arið 1633 rituðu Vestmanna- eyingar klögunarbréf til alþingis þar sem þeir kvörtuðu yfir því kaupmaður þeirra hafi ekki getað selt þeim færi og þá þrengir oss vor áliggjandi nauðsyn annara meðala að leita, oss með vorum fátækum kvinn- um og börnum til uppheldis og lífsbjargar, svo vér hans majestets fátækar skepnur og vesalir undir- sátar eigi með öllu eyðileggjunst, sem er að útvega oss færin (sér- deilis) hjá hverri kristinni þjóð vér hitta kunnum. . . Sama ár kvarta Borgfirðingar eystri til Arna lögmanns yfir því „að íslenzkir megi hvorki veiðarfæri, sem er strengi og línur eður neitt annað, við Engelska víxla eða neina höndlun við þá hafa.“ Bentu Austfirðingar á að þeir þyrftu stöðugt að endurnýja sín veiðarfæri, sem væri erfitt þegar kaupskipin kæmu bara einu sinni á ári ogjafnvel sú ferð ætti til að bregðast. Fátækir menn ættu, vegna hestafæðar, erfitt með að fara i kaupstað til að versla við danska kaupmenn sent ættu svo ekki réttu veiðarfærin.19 Einnig er kvartað undan þessu banni í bréfi Gísla Oddssonar biskups til Jóns Magnússonar 18. október 1636.20 Umkvartanir Islendinga höfðu lítil áhrif á hið danska yfirvald. Arið 1636 kom danski hirðstjórinn, stríðshetjan Pros Mundt, til Islands „á varnarskipi. Þeir tóku af enskum mönnum, ef nærri Islandi lágu, og svo af fálkafongurum, allt, hvað höfðu. Kom og út kóngsbréf, að í engan máta skyldi við þá kaupa. . .“21 Þann 3. júlí 1637 var lesin upp á alþingi „ein supplikatía í lögréttu Isfirðinga um höndlan við Engelska" þar sem „almúginn biður vægðar á sektum um það, þeir neyðist til að kaupa í lifs 38 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.