Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 41

Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 41
nauðsyn." Úrskurður alþingis var að „hver einn sýslumaður í sinni sýslu sé skyldugur eptir sektum að ganga, þar lögunum er í móti brotið" en „hvar lífsnauð liggur við, mun nauðsyn þiggja leyfi, og hlýtur því að gegna, heldur en fólkið falli.“22 nauðsyn var túlkað ansi fijálslega af Islendingum næstu áratugi. Yfirstjórn Islands í Kaup- mannahöfn var ekki ánægð með að íslendingar virtu ítrekuð bönn hennar við launverslun að vett- ugi. Árið 1641 var „fýrirboðið í Danmörk, að engin skip úr Eng- landi mætti sigla [í neinar hajfnir íslenzkar og ekki til Eyrar- sunds.“23 En sem fýrr var þessi boðskapur hunsaður. Þegar árið 1642 lenti teinæringur úr Vest- mannaeyjum í hrakningum er hann var á leið til fundar við Englendinga.24 Eflaust hefur til- gangur skips þessa verið að stunda kaupskap við hina ensku menn. Árið 1645 leitaði Lauritz Nielsen, umboðsmaður í Gull- bringusýslu, álits alþingis á því hvort hann ætti að sekta þá bændur sent verslað hefðu við útlenska menn á móti boði konungs.25 (Það mun vart hafa ver- ið efunarmál en ef til vill hefur sú við- leitni alþingis að túlka öll vafaatriði laun- höndlurum í hag ruglað hinn danska lénsmann i ríminu.) Árið 1646 komjens Söfrensson, settur hirðstjóri, „út með kongsbréf um fýrirboðning kaupskapar við Enska, Hollenzka, eður hversháttar framandi þjóðir, sem að landinu kæmi;“2<’ og þurfti Lauritz nú ekki leng- ur að velkjast í vafa um að verslunin væri bönnuð. En ekki er að sjá að konungs- bréf þetta hafi á nokkurn hátt dregið úr siglingum Englendinga til Islands. Árið 1649 voru 60 duggur við landið27 en ári síðar voru þær 140.2B Árið 1653 þótti hins vegar í frásögur færandi að engir Englendingar skyldu koma fýrir vestan >,utan 12 duggarar, sem hleyptfu út upp á] líf og dauða.“29 Það sama ár kom enn „hart forboð að höndla ekki við annar- [lega]“31 ' en sem fýrr voru íslendingar alls ekki reiðubúnir að fýlgja því út í ystu ®sar og versla einungis við hina dönsku kaupmenn því að hugsast gæti ef „þeir goðu menn komast ei í réttan tíma til vor, svo þar fýrir neyðunst vér við að- komandi kristnar þjóðir að höndla, hvað vér í engan máta gjörum í óhlýðni mót yfirvaldinu, heldur þrengjandi nanðsynj- ar [sic] vegna. . .“3I Svo mikil voru sam- skipti Englendinga við landsmenn að til tals kom að láta þá greiða gjald til spít- alagerðar árið 1653. Islendingar virðast lítið hafa amast við þeim á meðan sigl- ingar voru dræmar frá Danmörku. Árið 1651 ritaði Friðrik III. Danakon- ungur höfuðsmanni sínum á íslandi bréf og leitaði ráða hvernig koma mætti í veg fýrir launverslun. Henrik Bjelke höfuðs- maður áleit vænlegast að herða eftirlit með því að Det Islandske Kompagni hefði á boðstólum nægan og góðan varning. Einnig vildi hann eingöngu hafa sjó- menn frá Kaupmannahöfn á skipum fé- lagsins því að útlenskir menn á skipunum ættu það til að stunda launverslun.32 Að sögn Jóns Espólíns var á sjöunda áratug 17. aldar „siglíng mikil af fiski- duggunr híngad undir land frá Englandi" og komu með þeim nokkrir menn til verslunar med enska vöru, gód klædi, kersu, alún, ábreidur, knífa, skæri ok annad, lágu helzt vid Neshrepp á sumrum, seldu fýrir ullar vöru ok krónur, laungum med gódu verdi; sumir fóru upp til sveita, nordr til Hóla, edr ok til alþíngis, enn voru komnir med allt sitt i Beruvík, er duggurn- ar komu vestan, ok fóru med þeim aptr.33 Síðan segir Espólín nánari deili á þessum mönnum sem voru komnir hingað til verslunar: Þetta voru enskir menn, mörgum gódum ntönnum vel kunnugir hér á landi, ok gáfust margir íslenzkir rnenn í kaupferd med þeim, ok fóru med þeim til Englands, helzt til Járnamódu (Yarmouth); voru þar á vetrum, enn sigldu híngad á vorum, ok fóru á sumrum nred vöru sína um allar sveitir, höfdu þeir þat sumt út híngad, er kaupinenn fluttu ekki, ok græddu svo allmikit fé; enn þat er nú kallad landpráng, hefir ok jafnan verit fýrirmunad.34 Einn þessara manna var kallaður Harrison en hét í raun Bjarni Hallgríms- son35 og kemur fýrst við sögu erlendra samskipta árið 1642 þegar alþingi vildi ekki láta sekta hann fýrir að sigla utan með Englendingum, „nema vér sjáum það kongs bréf, sem fýrirbjóði fijálsum mönnum að sigla út af landinu, þangað sem vilja í kristin lönd. . .“3Í1 Bjarni mun hafa gifst í Englandi en hann lést árið 1664 og er grafinn í Skotlandi.37 Annar sem hefur augsýnilega stundað launversl- un var Þórarinn Oddsson. Er hann sættist við Evert Reckel á alþingi 1651 fékk hann góss það til baka er Evert hafði tek- ið af honum, „þó með því móti, að hann aldrei hjer eptir hafi nokkra höndlun [eður umgengni] með Engelskum, Holl- enzkum eður öðrum framandi þjóðum, undir hæsta straff eptir kong majest. mandati.“3íi Brynjólfur Sveinsson bisk- SAGNIIL 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.