Sagnir - 01.06.1994, Side 46

Sagnir - 01.06.1994, Side 46
snúið heim frá Englandi „til Austfjarða, dvalizt þar og eð syðra naer X sumur ept- ir sínum eigin vilja. . .“,03 Urslit málsins urðu þau að „í nafni heilagrar þrenningar var þar svo um ályktað, að hann straffiist [sic] á lífinu eptir Recess og Stóra- dónai."104 Arið 1649 strauk danskur pör- upiltur úr járnum á Bessastöðum og komst í enska duggu undir Jökli."15 Þó er að sjá að Englendingar hafi ekki ávallt verið ginkeyptir fyrir íslenskum vand- ræðamönnunt. Arið 1671 var brenndur á alþingi ísfirskur galdramaður, sent hafði strokið til DýraQarðar „og vildi koma sér í skip með Engelskum, en fékk ei. . ,“106 Vandræðamaður að nafni Jón Jónsson er af annálunr sagður hafa lokið ævi sinni í Englandi, „gekk þar í hóruhús og var af þeim geltur.“107 Ekki er loku fyrir það skotið að Jón þessi hafi komist utan nteð ensku skipi þó að þess sé ekki getið. Arið 1667 kom heim frá Englandi Bjarni Bjarnason frá Hesti í Önundarfirði108 og má ætla að hann hafi notað enskt skip a.m.k. aðra hvora leiðina. Einnig gerðist það oftsinnis að ensk skip strönduðu við Island og þeir skip- verjar sem komust af þurftu þá að leita á náðir íslenskra bænda. Arið 1616 strand- aði enskt skip í Þingeyjarsýslu og komust níu menn af109 en árið 1618 strönduðu tvö skip austur við Eyjasand og ein dugga fýrir Vestfjörðum.110 Nokkrir rnenn kom- ust lífs af þessum skipum og vistuðust í landi. Arið 1632 „forgengu 8 enskar duggur fýrir austan unr haustið í stór- stormum, týndust menn og allt annað af fjórum, en mannbjörg á hinum.“nl Það er táknrænt að Englendingar þurftu unt leið að þola náttúruhamfarir og hertar aðgerðir Dana gegn verslun þeirra við landið. A alþingi 1633 „var álitið i lög- réttu, að svo framt sem þessir Engelskir menn væru frí menn ad liggja undir landinu og ekki í forboði kong nrajestets, þá virðist oss nauðsynlegt og kristilegt þeint að hjálpa, sem öðrunr skipbrots- mönnum og þeirra gózi fýrir tilbærileg bjarglaun, eptir kong majestets bréfi.“"2 Islendingar vildu a.m.k. fá eitthvað fýrir sinn snúð fýrst þeir máttu ekki versla við Englendingana. Einnig er hugsanlegt að undir yfirskyni bjarglauna hafi farið fram launverslun þvi að ekkert lát varð á henni þrátt fýrir bann konungsins. Hinn 10. maí 1650 fær Hallur Jónsson, senr bjargað hafði enskum skipbrotsmönnum úr sjávarháska, leyfi til að halda flakinu í bjarglaun.113 Hinn 9. ágúst 1660 „drukknaði maður í Loðmundarfirði á engelskum bát, en tveir Engelskir komust af. . .“ Annað strand átti sér stað ári síðar við Vestmannaeyjar, „fórust átta menn, en fjórir konrust af.“lu Arið 1664 brotn- aði enskt fiskiskip á utanverðunr Tálkna- firði og konrust sjónrenn af því lífs af.lb 44 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.