Sagnir - 01.06.1994, Page 52

Sagnir - 01.06.1994, Page 52
Guðmundur Hálfdanarson Ferð til fullveldis Lýðvcldisliátiðiii í Rcykjavík 18. júní 1944 Iávarpi sem Ólafur Thors flutti frá tröppum stjórnarráðshússins í Reykjavík 18. júní 1944, á fjcfl- mennum útifundi í tilefni stofnunar lýð- veldisins, líkti hann sögu þjóðarinnar við ferðalag: „Islendingar, vér erum komnir heim. Vér erum fijáls þjóð“, sagði hann löndurn sínum.1 I augum hans var hið nýstofnaða lýðveldi íýrirheitna landið sem þjóðin hafði stefnt að í nær 700 ára eyðimerkurgöngu undir erlendri stjórn. Ólafur var ekki einn um þessar tilfinn- ingar, því að fýrir kynslóðinni sem sleit sambandinu við Dani var hið sjálfstæða lýðveldi ekki fýrst og fremst stjórnarform heldur heimili, þar sem þjóðin gat loks- ins fundið friðinn í eigin húsnæði — nú var þjóðin „loks komin heim með allt sitt, fullvalda og óháð“, eins og Gísli Sveinsson alþingisforseti orðaði það á Þingvöllum við stofnun lýðveldisins.2 ís- lendingar höfðu byggt þetta heimili áður, töldu stjórnmálamennirnir, af því að í þeirra augum var lýðveldið alls ekki ný stofnun: „Vér höfurn endurreist lýðveld- ið i landi voru“, sagði Einar Olgeirsson á útifundinum við stjórnarráðið, og Ölafur Thors var hjartanlega sammála formanni Sósíalistaflokksins í ræðu sinni.3 Það var því eðlilegt að þjóðin Ieitaði táknræns uppruna lýðveldisins á Þingvöllum þar sem hið forna þjóðveldi og hið nýja runnu í eitt í rigningunni. Orð stjórnmálamannanna birta mjög ákveðin viðhorf til stofnunar íslenska 50 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.