Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 58

Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 58
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Karlmennska orðsins í manndóm verksins egar öllu er á botninn hvolft, lit- ið til annarra landa og aftur í ald- ir, verður ekki annað sagt en vel hafi tekist til á Islandi á tuttugustu öld. Þótt skuldasöfnun sé meiri en góðu hófi gegni, stefnum við ekki óðfluga í þjóðar- gjaldþrot, eins og tvær þjóðir með svip- uð skilyrði frá náttúrunnar hendi hafa fengið að reyna, ibúar Nýfundnalands annars vegar og Færeyingar hins vegar. Verstu vágestir tuttugustu aldar hafa líka farið hjá garði: A sömu öld og íbúar Lúxemborgar, - annars ríkis, þar sem hlutföll eru svipuð og á Islandi, — þurftu að þola Þjóðverjum innrás og harð- neskjulega yfirstjórn og íbúar Eistlands, Lettlands og Litháens urðu fýrir barðinu á Kremlverjum, höfum við tryggt varn- arhagsmuni okkar og greið viðskipti með samningum við Bandaríkjamenn og Breta. Bandaríkjamenn hafa komið miklu betur fram við okkur en við ýmsar aðrar þjóðir á nálægum slóðum , eins og Panama, Púertó Rikó og Kúbu, þótt á móti rnegi segja, að við höfum haldið betur á okkar málum en íbúar þessara landa. Bretar hafa líka komið miklu bet- ur fram við okkur en þeir gerðu við Ira. Þegar síðustu bresku togararnir sigldu út úr íslenskri fiskveiðilögsögu 1. desember 1976, áttum við ekki að hrósa sigri, held- ur hrósa góðum granna, svipað og við gerðum gagnvart Dönum, er þeir skil- uðu okkur handritunum íslensku árið 1971. Við höfum náð góðurn árangri i þeim skilningi, að hann er betri en margra, jafnvel flestra, annarra smáþjóða. Það er síðan laukrétt, að þessi góði árangur er ekki að öllu leyti okkur sjálfum að þakka, heldur einskær heppni. Við Is- lendingar búum í landi, sem Bretar og Bandaríkjamenn sjá sér af hernaðarlegum ástæðum hag í að halda góðu sambandi við, og við höfum aðgang að auðlindum, sem ekki þarf að beita þessar þjóðir for- tölunt til að kaupa. Eg get orðað niður- stöðu mína svo: Okkur Islendingum hef- ur mistekist margt, en okkur hefur ekki mistekist eins margt og ýmsum öðrum sambærilegum þjóðum. Hér hefur eng- inn látist í götuóeirðum eða öðrum stjórnmálaátökum, og hefur þó breyting- in úr forneskjulegu bændaveldi í nútíma- legt útgerðar- og viðskiptaskipulag verið miklu skyndilegri hér en víðast annars staðar á byggðu bóli. Og nú búa Islend- ingar við skynsamlegra og hyggilegra fýr- irkomulag fiskveiða - kerfi hinna varan- legu, framseljanlegu veiðiheimilda, kvótakerfið — en aðrar fiskveiðiþjóðir. Sjálfsánægjan er hins vegar hættuleg. Hæfileg togstreita, díalektísk spenna, þarf að vera til á milli ánægju og óánægju í þjóðarsálinni, á milli heilbrigðs stolts vegna unninna afreka annars vegar og óþreyju til umbóta hins vegar. Okkur á að verða tíðrætt urn það, sem rniður fer, til þess að við getum einbeitt okkur að umbótum. Hvað getum við einkunt betrumbætt hér á landi í ljósi reynslu síðustu fimmtíu ára? Þá er þess að geta, að Islendingar eru á valdi rangrar söguskoðunar. I þúsund ár gat þetta land aðeins framfleytt um 50 þúsund einstaklingum; um aldamótin síðustu voru Islendingar ein fátækasta þjóð í Norðurálfunni; hér voru varia aðr- ir vegir en troðningar; dýrara var að flytja vörur á milli tveggja sveita en til Kaup- mannahafnar; togaraútgerð hafði mis- heppnast; örfá steinhús og öll köld stóðu í landinu, en að öðru leyti hnipruðu torfbæirnir sig upp að fjallshlíðum í hljóðlátri uppgjöf fýrir óblíðri náttúru. Og Islendingar brugðust við eins og ný- frjálsar þjóðir í suðri gera á okkar dög- um: Þeir kenndu öðrum um. Það var Dönum að kenna eða óblíðum náttúru- öflum, sögðu íslenskir fræðimenn, hvert hlutskipti þjóðarinnar hafði orðið. Is- lendingar, sem voru ef til vill um þriðj- ungur (eða, sem líklegra er, um fjórð- ungur) Norðmanna fýrir þúsund árum, voru nú einn tuttugasti hluti þeirra. En hlutskipti okkar var ekki nema að nokkru leyti Dönurn að kenna. Einok- unarverslunin danska var í raun ekki til- raun Dana til að kúga Islendinga, heldur tilraun hinna þröngsýnu, íslensku stór- bænda, presta og sýslumanna til þess að fella allt þjóðlífið í fastar skorður, koma í veg fýrir framþróun, breytingar, grósku, tilraunir. Þegar að er gáð, var tilgangur einokunarverslunarinnar og ýmissa laga, sem framfýlgt var á sama tíma, tvíþættur, að koma í veg fýrir þéttbýlismyndun og að flytja fé frá sjávarútvegi til landbúnað- ar. Bændur vildu ekki sjávarþorp, því að þangað hefði fátækt fólk flykkst og þeir ekki getað notað það sem vinnufólk. Og með opinberum verðlagsskránr var verð á sjávarafurðum keyrt niður, en verð á landbúnaðarafurðum upp. Einokunar- verslunin danska var með öðrum orðum innheimtustofnun fýrir auðlindaskatt. A sama hátt og hrokafullir menntamenn í Háskóla Islands vilja á okkar dögum inn- heimta auðlindaskatt af sjávarútveginum í því skyni að hækka fjárveitingar til skóla- mála (það er: til sin sjálffa) vildu hroka- fullir stórbændur á sautjándu og átjándu öld innheimta auðlindaskatt af sjávarút- veginum í því skyni að bæta kjör sjálfra sín. Munurinn var sá, að bændunum tókst þetta, en menntamönnunum mun mistakast ætlun sin. Hvenær tók að birta? Það var ekki, þegar mælskumenn og skáld tóku að 56 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.