Sagnir - 01.06.1994, Side 60

Sagnir - 01.06.1994, Side 60
Fonnaður stúdentaráðs hetdur ávarp af svölum alþingishússins 18. júní 1944. Greinarhófundur telur íslendinga meta meelskuna meira en „borgaralegar dyggðir eins og skilvísi, stunduísi, iðjusemi, sparseini, hagsýni ogfyrirltyggju". með líkingu sinni af hinni ósýnilegu hendi? Islendingar verða að einkavæða stærstu ríkisfyrirtækin og nota andvirði þeirra til að leysa vanda þeirra hópa, sem bíða tímabundinn hnekki vegna aðlög- unar landsins að alþjóðlegum markaði. Annað er ógert. Fyrir 1914 var íslensk króna jafngild danskri og báðar á gull- fæti. Það merkti, að í raun var ekkert seðlaprentunarvald í landinu; seðlaprent- un réðst af föstum reglurn. Við þyrftum að koma á svipuðu kerfi, og það gætunr við gert með því að leggja niður Seðla- bankann og binda íslenska krónu við þýskt mark, sem er traustasti gjaldmiðill Norðurálfunnar. Þá hefðum við snríðað traustan ramma utan um frjáls viðskipti. Það er erfitt að mæla verðmæti, ef mæli- kvarðinn er á fleygiferð, en mæling á verðmætum er nauðsynleg, til þess að fleiri verðmæti verði sköpuð! Hið þriðja, sem er að nokkru leyti ógert, er að festa kvótakerfið i sessi, gera veiðiheimildir útgerðarfýrirtækjanna að fullri eign þeirra, eins og vera ber um slík atvinnuréttindi. I raun og samkvæmt sögulegri hefð Islendinga eru veiðiheim- ildirnar eða kvótarnir ekkert annað en atvinnurétdndi i almenningum, eins konar hlunnindi, sambærileg við réttinn til dún- og fiðurtekju eða til þess að veiða lax í árn eða hreindýr á fjöllum eða hirða hvalreka. Að lokum þetta: Vegna hinnar röngu söguskoðunar, sem Islendingar konru sér upp til að réttlæta kröfu sína um að fá að stofna sérstakt ríki og til þess að bæta sér upp vanmátt sinn, höfurn við borið allt of mikla virðingu fýrir hinu talaða orði og of litla fýrir vel unnu verki. Islensk menning hefur verið retórísk frernur en praktísk. Islendingar hafa tekið það, sem hljómaði vel, fram yfir hitt, sem gekk vel. Þeir hafa hlustað með aðdáun á menn eins og Þórberg Þórðarson, en látið sér fátt finnast um hagsýna, dug- lega, jarðbundna togaraskipstjóra, vélsmiði og verkfræðinga. Mælskan hef- ur verið meira metin en borgaralegar dyggðir eins og skilvísi, stundvísi, iðju- semi, sparsemi, hagsýni og fýrirhyggja. Faðir íslenskrar félagshyggju, Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum, sem hafði rnikil áhrif á þá Jónas Jónsson frá Hriflu og Olaf Friðriksson, skrifaði einu sinni vini sínum, Sigurði Nordal, bréf, þar sem hann óskapaðist yfir því, að ís- lensk alþýða byggi við myrkur og kulda. En hann og aðrir menntamenn félags- hyggjunnar, allir barnakennararnir, gerðu ekkert til að útrýma myrkrinu og kuldanum. Þeir sátu á kaffihúsum. A sama tíma sat faðir íslenskrar frjáls- hyggju, Jón Þorláksson, á skrifstofu sinni, reiknaði út og gerði raunhæfar áætlanir um það, hvernig unnt væri að útrýma myrkrinu með þvi að framleiða rafmagnsljós í vatnsaflsvirkjunum, og kuldanum með því að leiða heitt vatn inn í ofna í húsum. Hann breytti karl- mennsku orðsins í manndóm verksins. Það ættu fleiri að gera. 58 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.