Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 63

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 63
I Evrópu eru mikilvægustu fiskmarkaðir Islendinga, þaðan koma flestir túristarnir hingað, ófriður þar færði okkur velsæld og fullveldi, síðar lýðveldi. Þar eru rætur menningar okkar — við erum Evrópu- þjóð. Samt láta margir Islendingar eins og Evrópa komi þeim ekkert við, og Evrópusamfélagið sé fýrst og fremst ógn- un við allt íslenskt á meðan þeir mæna sem löngum fýrr til Bandaríkjanna um lijálpræði og markaði. Vissulega hefur saga Islands oft lotið öðrum lögmálum en ríkt hafa á megin- landinu. Stundum hefur böl Evrópu virst vera okkar lán - í stríðum hefur aukist eftirspurn eftir fiski og rneira að segja kjöti héðan - og við höfum líka fengið okkar skerf af ásælni og yfirgangi enskra og þýskra ribbalda hér við strendur, manna sem töldu sig hafa „rétt“ til að veiða á „alþjóðlegu hafsvæði". En lýð- veldisbarni eins og mér reynist erfitt að skilja og hvað þá lifa sig inn í þá þver- móðskufullu tortryggni í garð Evrópu sem einkennir málflutning ntargra, þessa eilífu ræðusnilld hins stolta þræls sem dynur á manni, þessa sjálfvirku stellingu fórnarlambsins sem blasir við manni. Einangrunarhyggjan virðist allsráðandi í umræðunr um stöðu Islands í samfélagi þjóðanna, eymennska — trénuð þjóðern- ishyggja þar sem orðin eru löngu viðskila við inntakið. „Heyra nrá eg erkibiskups boðskap en ráðinn er eg í að hafa hann að engu“, virðist vera leiðarljósið; i is- lenskum hugmyndaheimi eru alltaf ein- hveijir þeir sem við er að kljást og vilja hafa allt af manni. Og nú eru þeir í Brussel. Það er engu líkara en að rnenn séu að hamast á rnóti Stöðulögunum eða Rikisréttarákvæðinu eða einhverri smán af því tagi að á öllu ríði að sýna nú stað- festu staðfestunnar vegna: aldrei að víkja. Getur hugsast að það hafi enn ekki síast alveg inn i íslenska hugsun að hér sé full- valda lýðveldi? ★ I svipinn nran ég aðeins eftir einu landi þar sem einni stjóm tókst næstum því að koma á algem fullveldi. Það var í Kampútseu þegar ríkti þar stjórn rauðra kmera. Sú stjórn stefndi að algerum sjálfsþurftarbúskap. Hún stefndi að þvi að þjóðin yrði svo sjálfri sér nóg að hún þyrfti ekki að eiga neitt undir öðrum þjóðum - fullveldi. Stjórnin þurfti að vísu að byrja á því að leggja niður þjóð- ina og útvega sér aðra í staðinn en knier- arnir töldu það ekki eftir sér og voru vel á veg komnir þegar nágrannar þeirra í Víetnam skárust i leikinn. Hvað táknar annars fullveldi? Við lif- um á tímum alnæmis og gervihnatta, tölvuneta, faxtækja og yfirþjóðlegra fýr- irtækja þar sem ekki er hægt að finna neinn sem er „Sony sjálfur" eða „El- ectrolux sjálfúr", eða ef út í það er farið „Michael Jackson sjálfur" því popp- stjörnur eru fremur vörumerki en ein- staklingar. Við lifum á tímuni heims- þorpsins þar sem landamæri eru ekki til. Það er ekki aðeins að jarðskjálfti verði hér á hnettinum þegar fiðrildi blakar sér þar á hnettinum heldur virðist kaoskenn- ingin ekki síður eiga við um efnahagslíf heimsins þar sem kauphallarhrun verður þar á hnettinum þegar einhver silkihúfan hnerrar hér á hnettinum. Fullveldi einnar þjóðar á slikum tímurn felst í því einu að vera höfð með í ráðum um eigin hags- munamál, að vera með á þingum þar sem fulltrúar þjóðanna reyna að setja fjármagninu leikreglur, að vera með — að vera nógu viss um sjálfan sig, styrk sinn og verðleika til að treysta sér til að vera með þar sem ráðurn er ráðið. Þegar Is- land undirritar mannréttindasáttmála táknar það „afsal landsréttinda" og „framsal á fullveldi", líka þegar undirrit- aður er hafréttarsáttmáli — allar alþjóðleg- ar skuldbindingar fela slíkt í sér. Fullveldi er hugtak, ekki áþreifanlegt fýrirbæri úr efnisheiminum. Og hugtök ráðast af samhengi sínu hveiju sinni. Hvers vegna er þá umræðan hér á Islandi um ESB öll í samhengi 19. aldarinnar, hvers vegna láta allir eins og verið sé að ræða það að gerast aftur nýlenda Dana? Eymennska getur niaður sagt, einangrun, útúrboru- háttur — ég veit það ekki. Mér dettur í hug að tengja það við herinn. ★ Eitt verð ég að taka fram: þótt ég til- greini það sem mér virðast vera slærnar afleiðingar af hersetunni fýrir íslenska umræðu, íslenskt hugarfar og íslenskt efnahagslíf, þá er ekki þar með sagt að ég líti svo á að þeir ráðamenn þjóðarinnar sem greiddu honum hingað götu hafi verið landráðamenn, þjóðníðingar eða „fólar sem ffelsi vort svíkja". Oðru nær. Þeir óttuðust umsvif Sovétmanna, þeir aðhylltust lýðræði að vestrænum hætti, þeir sáu fýrir sér tvær fýlkingar og voru ekki í vafa um hvar Islendingum bæri að skipa sér. Þeir vom að bjarga okkur und- an gúlaginu. Eg efast reyndar um að við hefðum nokkuð lent þar þótt herinn hefði ekki komið - en um það þýðir ekki að fást úr þessu. Og telji einhver að ég sé með þessari umfjöllun að ganga er- inda heimskommúnismans - þá þýðir ekki heldur um það að fást. Þessi her í Keflavík er í Reykjavíkur- bréfum Morgunblaðsins einatt talinn „framlag Islendinga til varnarsamstarfs og friðar í Evrópu“ og var i blaðinu þann 7. 8. ’94 talinn jafngilda og koma í staðinn fýrir aðild að ESB, sem óneitanlega eru frumleg mótrök gegn aðild. Hitt mun þó rnála sannast að flestir Islendingar líta svo á að setulið þetta komi Evrópu næsta lít- ið við og sé fremur framlag Bandaríkja- nranna til lífskjara á Islandi og eiga erfitt með að sjá annan tilgang með því. Þeir bjarga okkur úr sjávarháska, hvers vegna skyldu þeir ekki leggja vegi líka? Og byggja hús? Og sprengja jarðgöng? Og sjá bara um þetta? Olafur Thors og aðrir ráðamenn reyndu að vísu af framsýni sinni að búa svo um hnútana á sínum tíma að hermangið hefði sem minnst áhrif á íslenskt efnahagslíf - reynt var að sjá til þess að gróðinn af starfsemi Aðal- verktaka síaðist ekki út í þjóðlífið nema með mikilli hægð og tregðu og útvöld- um fulltrúum Framsóknar og Sjálfstæðis- manna var fengið hlutverk Fáfnis á Gnitaheiði, veitt einokunaraðstaða til hennangs gegn því að geyma fjárins vit- urlega, sem sé að liggja á því. En allt kom fýrir ekki. Atvinnulíf á Suðurnesj- um er nú gersamlega háð hernum og þjóðarbúið má illa við því að missa hann úr landi, meðan meiri áhöld eru hins vegar urn það hversu mikið framlag Bandaríkjamenn telja þessa herstöð vera til heimsfriðarins nú um stundir. Og er þá ógetið þess að Islendingum opnuðust dýrmætir markaðir í Bandaríkjunum fýr- ir fisk og flug sem ella hefðu verið iokað- ir. Og þeim skapaðist ómetanleg vígstaða í landhelgisstríðunum fýrir vikið. Og síðast en ekki síst töldu Rússar ýmislegt á sig leggjandi til að eiga í óhallkvæmum viðskiptum við Islendinga og máttu því leggja sér til munns gulnaða ufsa sem gengu undir nafninu gaffalbitar og klóra sér í hausnum yfir þvi hvað þeir ættu SAGNIR 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.