Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 67

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 67
Heimdraganum hleypt • . . Og unga kynslóðin kveður firði og heimahaga og heldur í bæinn.- . . . (Tómas Guðmundsson, 1933) Reykjavík Baldvins Einarssonar, 1829 I verinu vandist eg á margt óþarfligt, tel eg þaránteðal sérílagi yðjuleysi . . . hér vandist eg einnig á brennuvíns- dryckjur, kafFeþamb og tóbaksbrúk- un . . .3 Aður en lengra er haldið er gott að skoða litla mynd: A þessum tíma er Rcykjavík ckki amiað en dálítið þorp. Hi'm er varla nema Jfjórar moldargötur, Aðalstrœti, Austurstræti, Hafn- arstræti og Túngata. Suðurgatan er þó byrjuð að myndast, á liorninu við Túngötu stendur liús madamc Ottesen, ástkonu Dillons lá- varðar. Húsin cru fest úr timbri og steini og við livert þeirra cr stór afgirtur kálgarður. Enn er engin stytta á grasi grónuttt Austurvellinum og við hann stendur aðeins apótek monsieur Mollers og dómkirkjan.4 I húsunum búa einkum danskir kaup- menn og embættismenn, en niðri við sjóinn eru þurrabúðimar. Þar hokrar vinnufólkið sem yfirgaf sveitirnar til þess að draga fram lífið á sjósókn. Það er þetta fólk sem er bændunum þyrnir í auga og því em það þurrabúðirnar sem bændurn- ir eiga við þegar þeir formæla spillingu þéttbýlisins. Eftir Baldvin Einarsson liggja fjögur ársrit af Armanni á Alþingi, sem hann gaf út á stúdentsárum sínum í Kaupmanna- höfn. I fýrsta heftinu, líkt og hinum síð- ari, bregður Baldvin sér í líki sögu- mannsins Ármanns, sem segir þjóðinni uppbyggilega dæmisögu af mönnum sem eru til fýrirmyndar og mönnum sem eru það ekki. Því að Baldvin var sannur upp- lýsingarsinni og vildi umfram allt fræða íslenska alþýðu, hjálpa henni að hjálpa sér sjálf. Með íslenskri alþýðu átti Bald- vin einkum við bændur og bændafólk; lausafólk taldist ekki með, því að lausa- mennska var bönnuð með lögum, enda átti hún að vera ákaflega mannskemm- andi. Duglegir og hyggnir bændur voru til fýrirmyndar en lausamenn og þurra- búðarmenn voru það ekki. Sagan sem Baldvin segir í fýrsta árgangi Armanns er fýrst og fremst siðferðisleg dæmisaga, sem sett er fram í samræðu- formi. Baldvin lætur Ármann ræða við þrjá menn, þá Sighvat, Önund og Þjóðólf, sem hver um sig er fulltrúi ákveðinnar manngerðar í íslensku samfé- lagi. Sighvatur er efnilegur Islendingur en hinir tveir eru hálfgerðir gallagripir. Fyrir Ármanni liggur að gera þá að betri mönnum og takist honum það, er hann búinn að ryðja burtu þeirn hindrunum sem standa í vegi fýrir nýjum og fram- farasinnuðum Islendingum. I upphafi eru mennirnir þrír staddir á Al- þingi á Þingvöllum, þar sem þeir bíða eftir Ánnanni. Hans er von með nýjar fréttir af því hvernig best sé að haga rekstri bús. Þjóðólfur er ákaflega fornleg- ur í hugsunarhætti og skemmst er frá því að segja að hann er fulltrúi stöðnunar í þjóðfélaginu, tákn kyrrstöðu eða jafnvel afturfara.3 Þegar Sighvatur leggur til að notað sé sauðatað sem áburður auk kúa- mykjunnar, neitar Þjóðólfur því algjör- lega og segir, „ecki get eg verið að bera sauðataðið á völlinn, hvorki gerði hann faðir minn sálugi það, og ecki heldur hann afi minn“.6 Þessi afstaða er vitan- lega eitur í beinum Ármanns, sem brýnir fýrir mönnunum að leita þekkingar og nota skynsemina til þess að fara hag- kvæmustu leið í hverju efni. Onund má hins vegar sjá sem samnefnara þéttbýlisins og er honuni teflt fram gegn hinum sanna, íslenska bónda. Hann er lausamaður, sem hefúr spillst mjög af því að búa í Reykjavík. Hann talar dönsku- skotna íslensku og milli þess sem hann rær til fiskjar gerir hann ekki neitt. Iðju- leysið er því orðið Önundi tamt, sem sést glögglega á þeim vonum sem hann gerir sér um að Ármann hafi fundið upp einhveija kraftaverkamaskínu, sem láti „orfin slá, og hrífurnar raka, af sig sjálf- um, og uppá einhvoiju meðali til að láta grasið spretta, og fiskana hlaupa á land.“7 Ekki er heldur vafi á því að hann brúki tóbakið og þyki brennivínssopinn góður. Reykjavíkurbúinn fær því heldur slæma einkunn hjá Baldvini en viðhorf hans til þéttbýlisins birtist einkum i gegnum lýs- ingar á því holla lífi sem sveitin býður upp á. Því lætur Baldvin sögumanninn Ármann setjast með þeim félögum, til að vanda um fýrir þeim með dæmisögu af bónda sem afvegaleiðist í lífmu. Sá heitir Þorlákur, og sýnir lífshlaup hans glöggt hvaða gildi skyldu í hávegum höfð i heil- brigðu samfélagi. Þorlákur missti foreldra sína ungur og var settur niður hjá bónda þeim, „er bestur var maður og ráðvandastur í allri sveitinni."8 Þar leið Þorláki vel, höfð var fýrir honum hin kristilegasta hegðun, auk þess sem hann lærði að lesa og draga til stafs. Mikilvægustu lexíuna hlaut Láki þó þegar bóndinn lá banaleguna. Hann kallaði drenginn til sín og sagði við hann: Elskaðu guð og óttastu, sem hefir skap- að þig, og giort þér svo mikið gott; kappkostaðu að uppfýlla þær skyldur, sem hans orð uppáleggur þér . . . láttu þér einkum vera annt um að ná full- komnun i því kalli, sem þú þá gétur fýrirséð að muni falla i þitt skaut; en umfram allt ætla eg nú að leggja þér það uppá hjartað . . . að láta eckért það tækifæri hjálíða, sem þér býðst, til að gjora þínum meðbræðrum gott.' Hér er kominn kjarninn í því góða siðferði, sem Baldvin Einarsson rak áróð- ur fýrir. Elskan til guðs skyldi móta hvert verk og skyldur hvers ntanns ræktar eftir bestu getu. Hvaða stöðu sein menn kynnu að bljóta, ætti ætíð að vinna að fullkomnun innan verkahrings hennar. Hið síðasta sem bóndinn sagði var þó ekki síst mikilvægt, því að með lijálp við meðbræður átti hann einkum við að „leiðbeina einum, sem villur fer, greiða vandræði, og vísa oðrum veg til vel- gengni og gleði."1" Hvað er það sem Baldvin reynir ef ekki það? Þannig ætl- aðist hann til þess að allir ynnu að betrun landsmanna. Þessar hfsreglur dugðu þó ekki einar sér, sem sést þegar lengra er komið í ævi- sögu Þorláks. Því að samkvæmt kenn- ingunni um eðlislægt ístöðuleysi manns- ins, þurfti strangan aga til þess að halda hveijum og einum á þröngri braut dyggðanna. Þegar Þorlákur hafði verið niðursetningur hjá bændum sem minna hugsuðu um heill heimilisfólksins, bænd- um sem héldu ekki að hjúurn sínum mikilvægi góðrar og stöðugrar vinnu, leiddist hann til leti og ómennsku og endaði sem lausamaður. Lausamennskan var þannig hæsta stig siðferðilegrar spill- ingar, þar sem vinnumaðurinn hafði SAGNIR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.