Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 69

Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 69
og hrekkleysi hinnar hjartahreinu Sigrið- ar bauð henni að trúa því. I R.eykjavík komst Sigríður í vist til kaupmannshjóna, sent reyndust henni vel. Kaupmaðurinn var vitaskuld danskur en Þóra kona hans var íslensk. I þá daga var slíkt alvanalegt, en verra var ef konan var ekki af finum ættum. Kaupmenn skyldu helst ekki taka niður fýrir sig því að „Reykjavík samdi sig mjög um þær rnundir að siðum Dana og „annarra stór- makta“.“13 Bærinn sótti hins vegar ekki aðeins stéttaskiptingu til Dana, tungumál bæjarbúa var ýmist hrein danska eða sambland íslensku og dönsku. Sigríður ásetti sér því strax í upphafi að varðveita tvennt, málið og „klæðabúninginn", en búningur reykvískra kvenna var þá einnig orðinn að nokkru eða öhu leyti danskur. Þó að Sigríður væri staðráðin í að varð- veita íslendinginn í sér, voru aðrir yfirleitt fljótir að tileinka sér allt hið danska í bæn- um, enda var það mun fínna en íslensk sveitamennska. Guðrún Gísladóttir var ung stúlka sem bjó hjá sömu hjónum og Sigríður. Hún var af Kjalamesinu, en þótti vera „tilhaldsrófa" og undi hvergi nema í kaupstað. Þar vann hún við saumaskap og leitaði þess á milli að vænlegunr eigin- manni, einkum kaupmanni. Þær Sigríður urðu kunningjakonur og komu þar saman hin hjartahreina, íslenska sveitastúlka og ístöðulítið kaupstaðarfiðrildið, sem vildi fyrir alla muni venja Sigríði af sveita- mennskunni. I augum Guðrúnar var hin mesta sæla fólgin í að eignast kaupmann og geta lifað „maddömulífi". Þreyttist hún aldrei á að dásama það hlutskipti, einkurn það að „þurfa ekki að taka hendinni til neins nema þess, sem manni má bezt líka.“14 Hér verður ekki betur séð en kaupstaðarstúlkan sé búin sama lesti og lausafólk Baldvins Einarssonar, þránni eftir iðjuleysi, enda hefur vegsömun vinnusem- innar verið ákaflega lífseig í íslensku þjóðfélagi. Þessi draumsýn Guðrúnar freistar Sigríðar hins vegar lítið. Þegar Guðrún imprar á því að kaupmaður Moller hafi gefið Sigríði hýrt auga og nú sé lag, segir Sigríður aðeins: „Æ, það hæfir okkur best, held ég, bóndadætrun- unr, að eiga bónda.“15 Þrátt fyrir ást Sigríðar á sveitinni, tekur hún að þreytast í staðfestu sinni þegar líður á dvöl hennar í bænum. Þegar dansleikur er auglýstur og Sigríður tekur fram faldbúninginn sinn, lætur hún und- an þrábeiðni Guðrúnar um að gera sér það ekki „til raunar og armæðu að hafa óhræsis íslenska búninginn í kvöld.“16 Slíkt verði þeim einungis til hneykslis og aðhláturs. Sigríður fór því á dönskum búningi. Sama kvöld lét hún undan at- lotum kaupmanns Moller, þó aðeins sak- lausum kossum, en hún var farin að mildast nrjög í afstööu sinni til hans, enda var hún úrkula vonar urn ást Indriða. Hreinlyndi og hrekkleysi Sigríðar kom enn í veg fyrir að hana grunaði undirferli, í þetta sinn kaupmanns Moller. Indriði var samt ekki úr sögunni, þó að einnig hafi verið logið að honum urn hug Sigríðar, því að um síðir ákvað hann að freista þess að elta Sigríði til Reykja- víkur. Þar mætti honum fláræði Mollers, sem reyndi í fyrstu að stía parinu í sund- ur. Indriði lét enn blekkjast og það var ekki fyrr en með aðstoð annars dansks kaupmanns í Hafnarfirði, að upp komst um sviksemi Mollers og unga parið náði loks saman. Það voru því ekki aðeins slæmir kaupmenn á meðal hinna dönsku, þó það gæti freistað einhvers að túlka persónu Mollers sem fulltrúa hinna illa innrættu og arðrænandi Dana! I raun er kaupmönnunum yfirleitt borin vel sagan og sem fýrr virðast það einungis vera Is- lendingarnir sjálfir sem skapa spillingu bæjarins. Séu þeir ekki staðfastir í trú sinni á íslensk gildi, séu þeir ístöðulitlir og hneigðir til þægindalífs og munaðar, eru þeir teymdir á asnaeyrunum inn í danskan veruleika kaupstaðarins og glata jafnvel móðurmáli sínu. Enda hafa sannir Islendingar litið að sækja til bæjarins, þeirra staður er í sveitinni, þar sem fogur náttúran nærir líkanra og sál. Reykjavík Gests Pálssonar, 1888 Hér sitja allir æðstu embættismenn landsins í einni hvirfingu, nærri því eins og goðin í Valhöll; hér búa þeir sér til nokkurs konar Hliðskjálf úr öll- um þessum aragrúa af skýrslum, skjöl- unr og skilríkjum . . .'7 Nú eru tæp sextíu ár liðin frá þvi Baldvin Einarsson skrifaði urn Reykja- vík. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og margir hafa flust á mölina á þessum ár- um. Fjöldi bæjarbúa hefur rúmlega §ór- faldast, nú búa þar yfir þrjár þúsundir.18 A Reykjavíkina er loks að komast reglulcgur bœjarbragur. Húsunum hefur jjölgað mikið, byggðin hefur teygt sigfrá miðbœnum út Vest- urgötuna, upp Laugaveginn og Skólavörðu- stíginn og niður í Skuggahveifið. I Þingholts- strætinu stendur hús við hús og í brekkunni fyrir neðan er búið að reisa Lœrða skólann. Við Suðurgötuna er kominn nýr kirkjugarður og við enda hennar er lítill glímuvöllur. Al- þingishúsið veitir nú dómkirkjunni félagsskap við Austurvöllinn og á honum miðjum er stytta Bertels Thorvaldsens. 19 Þetta ár flutti Gestur Pálsson fýrirlestur í höfuðstaðnum, sem hann nefndi Lífið í Reykjavík. Orðugt er að ímynda sér að nokkur Reykvíkingur hafi setið rólegur undir þeim lestri, þvílík er hæðnin og spottið. Raunsæi hans er nístandi kalt og jafnvel svo, að mynd hans af bænum verður skrípamynd. Einar H. Kvaran hefur sagt að í erindinu birtist Reykjavík eins og hún speglast í sálu Gests2" en sú spegilmynd hefur verið ærið svört. Af- staða Gests er þó öll önnur en fýrirrenn- ara hans, því hann hefur sleppt tvíhyggj- unni sveit-bær, þar sem annað er gott en hitt er slæmt. Sveitahugsjónin er honurn víðs fjarri, Reykjavík er orðin sjálfsagður hluti af þjóðlífinu og hún er jafn íslensk og landsbyggðin. Sjálfur yfirgaf hann bemskusveit sína snemma og fór til náms, en seinna bjó hann í Reykjavík. Af þessu leiðir að viðrnið hans er allt annað þegar hann agnúast út i bæinn, Reykjavík er slæm miðað við aðra bæi, ekki miðað við sveitina. Gestur kveður sér hljóðs og slengir framan í áheyrendur ofurrómantískri lýs- ingu á embættis- og menntamönnum Reykjavíkur. Ofurrómantískri vegna þess hve fallið er hátt af tindi hins rómantíska orðskrúðs - ofan í dal hæðninnar. Hver setning hefur eitraða rúsínu í pylsuend- anum, svo að áheyrendum svelgist á: Hér er líka læknaskólinn, senr sendir þjóðinni sína heilbrigðispostula, lækna og auka-lækna, til þess að lengja æfi- daga nranna og létta sjúkdómsþrautum af lýðnum — annað hvort með lífi eða dauða.21 Vegna þess hve fagurlega, en þó ekki, Gestur lýsir bænum er oft erfitt að átta sig á því hvenær lýsingin er öfugmæli og hvenær ekki. Eftir fýrsta hæðniskastið segir Gestur, að miðað við dýrðina í SAGNIR 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.