Sagnir - 01.06.1994, Page 77

Sagnir - 01.06.1994, Page 77
land og þjóð41 og þetta staðfestir Henry Holland þegar hann segir: Hvorki fbðurlandsást né ættrækni virðist eiga djúpar rætur i brjósti Olafs. Siðan við komum til Islands hefir hann ekkert tækifæri látið ónotað til að níða ættland sitt. . ,42 Einhveija vini átti Olafur þó á Islandi því þegar leiðangurinn dvaldi hjá Magnúsi Þorleifssyni á Rauðamel í lok júní kom þangað gamall vinur Olafs sem ferðast hafði langa leið til að hitta hann.43 Mackenzie-leiðangurinn hélt nú á Snæfellsnes og á Búðum þyrptist fólk heldur að Olafi en að Englendingunum „. . .sem þuldi fyrir þá um furður Skot- lands, en það umræðuefni virtist aldrei þijóta í munni hans“.44 Þeir gengu á Snæfellsjökul 3. júlí en voru daginn eftir um kyrrt í Olafsvík vegna þreytu. Olafi líkaði það illa að enginn í Olafsvík virtist trúa jökulgöngusögum þeirra. „Mann- auminginn [Olafur], sem er frernur mál- gefinn, en góðlyndur, var sýnilega hreyk- inn af þessu afreki og skreytti vafalítið frásögn sína með einhveijum ýkjum."43 Sjálfsagt vöktu útlendingarnir hvar- vetna athygli heimamanna, enda ekki á hveijum degi sem slíkur mannskapur ferðaðist um landið. Fregnir af leiðangr- inum rötuðu þess vegna um síðir inn i sendibréf samtíðarinnar. Ingibjörg Jóns- dóttir skrifaði Grími bróður sínum 8. ágúst 1810: Þú hefur frétt, að enskur barón reisir nú um eyju vora og með honum tveir aðrir göfugir höfðingsmenn og með þeirn reisir sem túlkur doktor Olafur Loftsson. Mikið segir hann af sínum hreystiverkum. Eg þegi um Olaf, því ég get ekki skildrað hann af sem mér líkar . . . Oft kemur Olafur hér í klaustrið. Mikill glanni er sá strákur.46 Bretarnir voru einmitt í þann rnund að uupgötva „hreystiverk“ Olafs. Fjórða ágúst komu þeir á æskuslóðir Olafs í Fljótshlíð. Með Olafi og foreldrum hans urðu þó engir fagnaðarfundir þrátt fyrir að hann hefði ekki sést þar í þijú ár, reyndar verið talinn af. Henry Holland undraðist þetta og segir: Þegar þessa er gætt var fundur hans og foreldranna svo leiðinlegur og óástúð- legur, að engu tali tók ... oft hefir okkur furðað á því, hversu litla löngun hann hefir látið í ljós til að heimsækja foreldra sína. Vissulega hefir hann haft sínar eigin ástæður til þess að leggja ekki kapp á að hitta foreldra sína, en um þær vissum við ekki fyrr en nú. Olafur hafði nefnilega oft látið „drjúg- lega“ yfir stöðu föður síns, að sögn Hol- lands, og því áliti er hann nyti.47 Hafði Olafur talið Holland trú urn að faðir hans ætti umtalsverðar eignir á Geysis- svæðinu. Blekkingar Olafs urðu nú öll- um ljósar því faðir hans var í rauninni einungis kotkarl, a.rn.k. hreifst heims- maðurinn Holland lítið af honum. Þó var karlinn „. . . fullkomlega jafnoki son- ar síns að heilbrigðri skynsemi og heiðar- leik, en hversu mjög stendur hann ekki honum að baki að yndisþokka!“4S Sennilega var Olafur að reyna að ganga í augun á vinum sínum og sýna þeim hve mjög hann hefði forframast í Skotlandsdvöl sinni. Þessi viðleitni hafði hins vegar þveröfug áhrif á Mackenzie sem hafði fengið sig fullsaddan á Olafi: Ég komst fljótt að raun urn að hann var jafn undirförull og hann var kjáni því hann sagði lygar sem hann gat vel vitað að kæmust upp. . . Framkoma hans varð síðan hneykslanleg, sérstak- lega með tilliti til foreldra hans. . . Ég hitti föður hans, sem var að sögn Olafs mikils metinn bóndi sem myndi með ánægju sjá mér fyrir húsnæði gegn vinsemd þeirri er ég hafði sýnt Olafi. En í raun var hann fátækur járnsmiður í þjónustu Jósúa Þórarinsson [Vigfús Þórarinsson] og átti ekki til hús í þess- ari veröld. Hann fór þess á leit við mig að ég færi með Olaf burt, og bauð mér, grátklökkur, handfylli af silfur- peningum fyrir greiðann. Viðmót Olafs og sá mikli mótþrói sem hann sýndi því að heimsækja hús föður sins, Faðir Ólafs þrábað Englcndingana að taka Ólaf með sér aftur, og bauð þeim handfylli silfurpeninga fyrir vikið. SAGNIR 75

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.