Sagnir - 01.06.1994, Page 82

Sagnir - 01.06.1994, Page 82
Jón Geir Þormar Ritun sögu í eigin mynd Forsendur umfjöllunar um liðna tíð Að hve miklu leyti byggja söguleg gagmýni og viðbrögð við slt'kri gagnrýni á forsendum þess tíma, sem um er rœtt, og að hve miklu leyti er byggt á forsendum og ríkjandi hugmyndum okkar tíma? Þessi spurning vaknar óhjákvœmiíega þegar skoðuð eru viðhof til gagnrýni á löngu liðna atburði hér á landi, eins og þau hafa birst á síðustu árum. Frá ofangreindu sjónarhorni verða at- hugaðar þær umræður og túlkanir, sem fylgdu í kjölfar íslenskrar útgáfu doktors- ritgerðar Gísla Gunnarssonar, Upp er boð- ið Isaland, árið 1987. í bók sinni setti Gísli fram nýjar kenningar um einokun- arverslunina á Islandi árin 1602-1787 og tengsl hennar og samspil við íslenska santfélagsgerð fyrir meira en tvö hundruð árum. Hafa ber í huga, að i grundvallar- atriðum er hér um að ræða flóknar sögu- spekilegar vangaveltur, sem engin tök eru á að gera fullkomin skil í stuttri grein. Spurningin varðar að hluta til það vanda- mál hvort og þá hversu vel sagnffæðingar nútímans geta skýrt liðna tíð i verkum sínum. Að auki er mikilvægt að gera sér strax grein fyrir því, að fræðimenn dags- ins í dag geta aldrei (jafnvel þrátt fyrir að þeir reyni) losað sig fullkomlega undan siðferðis- og frumspekihugmyndum sinnar samtiðar. Sagan er skrifuð fyrir lif- andi fólk, ekki gengnar kynslóðir, og hver kynslóð skrifar eðlilega sína eigin sögu út frá eigin forsendum, í ljósi betri vitneskju og nýrri hugmynda. Því geta skrif urn fortíðina sagt okkur talsvert um nútímann.1 Spurningin um óþjóðlegheit eða 80 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.