Sagnir - 01.06.1994, Síða 90

Sagnir - 01.06.1994, Síða 90
lega sagnfræði og nefnir Teflir hver um tvo kosti að tapa cða vinna. LJm Einar Brands- son og afrek hans. Fylgir hún alþýðlegri frásagnarhefð, skrifar góða frásögn og tekur fyrir afrek hversdagshetju 19. aldar úr Mýrdal, en óvenjulegt er að sjá grein af þessu tagi í Sögnum. Sverrir Jakobsson á einu greinina sem fjallar um miðaldir og fer hann í saumana á valdabaráttu 15. aldar í greininni Heim- sókn hirðstjórans. Um Reykhólareið Einars og Bjarnar Þorleifssona 1445; baksvið henn- ar, ajleiðingar og sögulega þýðingu. Varpar hann þar fram mörgum áhugaverðum spurningum um völd íslenskra höfðingja gagnvart konungsvaldinu og Englend- ingum. Fimmhundruð árum eftir að Guð- mundur ríki og Björn ríki riðu um hér- uð settu rauðsokkur upp hnefann. Ragn- hildur Helgadóttir fjallar á greinargóðan hátt um sögu rauðsokkahreyfingarinnar á Islandi í greininni „Selur þú þig í kvöld?" LJr sögu Rauðsokkahreyfmgarinnar á Islandi. Hefst sagan um 1970 og setur hún störf og stefnumál hreyfingarinnar í samhengi við það sem var að gerast í þjóðfélaginu á þessum tíma. Hreyfingin var formlega lögð niður árið 1982. Að lokum er að nefna fýrstu grein rits- ins sem er eftir Sigríði Matthíasdóttur og heitir Hvað er þjóð? Nokkur orð um islenska þjóðarimynd. Er þetta grípandi bygun á ritinu og snertir efni sem á mikið erindi í samtímanum. Tengir hún efnið við sam- tímaviðburði og nær að skapa gott sam- spil milli textans og myndefnisins sem er mjög áhugavert og nánar verður fjallaö um hér aftar. I heild má segja að í greinum sagn- fræðinemanna sé víða reynt að velta upp nýjum liliðum á gömlum sannindum og tekið á sögunni á greinandi og gagnrýn- inn hátt. Flestar greinanna byggja á frumheimildum og er verulegur fengur að mörgum þeirra. Flestar eru unnar sem námskeiðsritgerðir, en nokkrar tengjast einnig BA-ritgerðum höfunda. Gera þær því flestar fleira en að miðla þegar þekktu efni til almennings, heldur fleyta fræðunum einnig skrefi lengra á sinu sviði og varpa fram nýjum spurningum. Greinilegt er að höfundar hafa gert sér far um að vanda textann og reyna að leiða inn í efnið með frumlegum hætti. Tekst það oft með ágætum, eins og t.d. í grein Nikulásar Ægissonar þar sem hann talar um hve mikil bókaþjóð íslendingar hafi alltaf verið, ekki látið sér nægja að skrifa bækurnar heldur einnig nýtt þær í fæði og klæði. Myndnotkun og útlit Myndaval og útlit er að mörgu leyti nýstárlegt og hressandi. Myndir skipa veglegan sess í ritinu að vanda og er hér farið inn á nokkuð nýjar brautir í þeim efnum. Mikið af myndefninu er sérstak- lega unnið fyrir þetta hefti Sagna. Þótt það hafi verið gert áður felst munurinn i að það er meira áberandi og er eitt helsta einkenni í myndanotkun þessa árgangs Sagna. Þannig eru frumteiknaðar myndir við efni sem er innan „ljósmyndaaldar", þar sem möguleiki hefði verið á ýmsum öðrum lausnum. Þetta er athyglisverð til- raun í mörgu, en tekst ekki alltaf jafnvel. Lítum nánar á myndnotkunina í heild. Forsíðan er það sem flestir taka eftir fyrst. Hún hefði getað verið betri. Þama eru settar saman níu annars ágætar myndir og sumar þeirra eru verulega góðar. Hönnun forsiðunnar hefði þurft að vera vandaðri til að þær fengju notið sín til fulls og kápan orðið meira aðlað- andi. Það er líka álitamál hvað fólki fmnst um hlutverk forsíða yfirleitt. Eiga þær að gefa mynd af umijöllunarefni ár- gangsins, vekja forvitni, vera sölukápur eða þutfa þær kannski ekkert að tengjast þeim sögulega veruleika sem fjallað er urn í ritinu? Þessi kápa gefur hugmynd um að ritið sé helgað sögu kvenna af ýmsum stéttum, hópum og aldri, hugs- Skúli tynrðsson Höfu m VjV3 gengið til Róðs g’ nUbmak]oðIelagos ... , ° & °g truin á fnirifarir 'ÍÍÍ'J . lu*eynd að er *ð h,J°»»*«runn hu .]„, fim1Ur Wcit» svo ° '1S,"<1» oe f,L ■ W. , ■'« «u~J. “*» I Wcna svo ° 1I,"‘Í» oe f,L ■ ihtnir siiic B‘cuu cm ckl , i uinMo / í? " "** ■« J)«- rZZ""01 Fitt l t. *iopllcr '"Kuin 'i!!!^ bc,Uf Þci"> pfurlctn, k ‘c"1 onMó Jua ** brcYt- "I "UnnfrJ ^ ^n^gn- Voundj inn, níf*ð*"'ur. j\ „ö 9 -r tSSL4*-'«2£? r*6** °S nunnfrj tfe .tJh mlbu,,, <■ Hn» ho os SS'UmUi^ sacnih m 88 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.