Sagnir - 01.06.1994, Page 92

Sagnir - 01.06.1994, Page 92
I grein Arnar Hrafnkelssonar er svið- sett mynd notuð á annan hátt og sagn- fræðilegri ef svo má að orði komast. Grein hans fjallar um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og breytingarnar sem urðu á réttarfari við stofnun þess. Margs konar myndefni frá síðustu öld er prent- að með greininni, en auk þess sviðsett ein mynd af „fanga“ við spólurokk, en rokkurinn fannst á háalofti Hegningar- hússins. Tilgangur myndarinnar er að sýna verkfæri sem notað var í Hegning- arhúsinu og tengist beinlínis efni greinar- innar, því hvað fangarnir gerðu meðan þeir sátu inni. Hugsanlegt hefði verið að birta mynd af rokknum i geymslu eða úti á tröppum, en með því að sviðsetja myndina með höfundi á sauðskinnsskóm með steinhlaðinn vegg í baksýn eru les- endur færðir nær fangavinnunni. Það er einnig skýrt tekið fram í myndatextanum að myndin sé sviðsett. Þetta tel ég vel heppnaða tilraun til að sviðsetja fortið- ina, sérstaklega þar sem þetta er aðeins ein af mörgum annars mjög góðurn sam- tímamyndun frá 19. öld sem fýlgja grein- inni. Aðferðin ber ekki efnið ofurliði. Hér hefur mest verið staðnæmst við þær greinar sem að mestu eða öllu leyti eru prýddar nýju myndefni sem sérstak- lega hefur verið gert fyrir Sagnir, en það er rúmlega helmingur allra greinanna. Myndir af öðru tagi og hefðbundnara er við hinar átta greinarnar sem eftir standa. Þar ber af myndaval Sigríðar Matthías- dóttur við greinina Hvað er þjóð? Tekst þar að nota myndirnar sem verulega við- bót við textann og varpa ljósi á marga þætti í íslenskri þjóðarsál, m.a. fjallajepp- ana, fjallkonuna og strákana okkar. Myndefni við grein Ragnhildar Helga- dóttur „Selur þú þig I kvöld?“ er líka gott með tilliti til efnis greinarinnar. Tekst vel að varpa ljósi á tíðarandann og þá hreyf- ingu kvenna sem fór af stað um 1970, bæði með ljósmyndum, auglýsingum og teikningum. Myndir og skýringarmyndir hafa einnig tekist með ágætum í grein Agústu Bárðardóttur um Einar Brandsson og af- rek hans í Reynisdröngum og grein Sverris Jakobssonar Heimsókn hirðstjórans. Myndir tengjast vel efni greinanna og skýringarmyndir sem Landkostir hafa ver- ið fengnir til að teikna eru látlausar og vel unnar. Leikhúsmyndir prýða grein Einars Hreinssonar Skraddarinn og seiðmennirnir sem fjallar urn Þorleif Kortsson og galdramál 17. aldar. Allar myndirnar við greinina eru úr sýningu Alþýðuleikhúss- ins á Skollaleik eftir Böðvar Guðmunds- son árið 1976, níu myndir alls. Höfundi tekst vel að tengja myndirnar eða leiksýninguna við þá söguskoðun sem verið hefur á Þorleifi og greinin fjallar um. Þannig verða myndirnar af hinum grimmúðlega Þorleifi hluti af viðfangs- efninu í stað þess að verða ódýr lausn á myndefni af einni af persónum fortiðar- innar. Spurning er þó hvort þörf hefði verið á þeim öllum. Grein Láru Magnúsardóttur Hvers vegna var þrælaliald afnumið í Bandarikjun- um? hefur sérstöðu hvað myndefni varð- ar þar sem hún fjallar um erlent efni. Flestar myndirnar eru teknar upp úr bókurn og kemur það sums staðar niður á myndgæðunum. Myndefnið er hins vegar ágætt og sýnir ýmsar hliðar á vinnu og aðstæðum blökkumanna í Ameríku, 90 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.