Sagnir - 01.06.1996, Page 44
BMMUa.SYEJMJfifiNSSM
Þýska hugmyndafræðin, sem Marx ritaði fyrst, á árunum 1845-6. Hún er grundvallarrit meö tilliti til
sögulegrar efnishyggju. Þar hafnar Marx því að sagan sé þroskasaga huglægs anda og leggur áherslu á
raunverulega einstaklinga og markmið þeirra.
hugtakanna“ niður til hinna einstöku og
skynjanlegu hluta, breyta heimsanda
Hegels í mannsandann og guðfræði i
mannfræði. Manneðlið er sá fasti punkt-
ur sem allt gengur út frá og í stað hinnar
algeru hughyggju skyldi koma díalektísk
efnishyggja, þar sem vitundin er ekki
lengur grundvöllur veruleikans heldur
ekki siður afurð og afsprengi ytri aðst-
æðna. Þá að efninu.
Fyrir daga Marx voru kjör verka-
manna rannsökuð af hagfræðingum, t.d.
Jean Bapitiste Say og David Ricardo en
sá síðarnefndi stóð í þeirri trú að eymd-
in myndi óhjákvæmilega fylgja kapítal-
ismanum. Marx dró fram þá siðferðilegu
grimmd sem einkenndi þetta skipulag og
lagði áherslu á hreinleika mannssálar-
innar, sem hann greindi frá peningasál
kapítalismans. Firringin er þungamiðjan:
afurðir mannsins taka á sig mynd annar-
legra afla, sem stjórna athöfnum hans.
Maðurinn úthverfir sjálfan sig i vinnu-
ferlinu og sér sjálfan sig ekki í niður-
stöðunni, verður afurð afurðar sinnar.
Agnarsmátt tannhjól í vítisvél markaðar-
ins. Einstaklingseðli mannsins og sið-
ferði eru vörur á markaði líkt og annað
sem litur ægivaldi peninganna. Maðurinn
Hann vill beina sjónum frá „draugheimi
hugtakanna “ niður til hinna einstöku og
skynjanlegu hluta, breyta heimsanda
Hegels í mannsandann og guðfræði í
mannfræði.
selur sjálfan sig og er firrtur eðli sínu.7
Kenning Marx er viðbragð við þeim
veruleika sem hann lýsir svo nöturlega.
Hann leit á söguþróunina sem keðju-
verkun þar sem hver kynslóð stendur á
öxlum hinnar fyrri. I rás þróunarinnar
myndast hlekkir firrtra framleiðsluhátta,
en efsta stig þeirra, kapitalisminn, veitir
sýn á raunveruleika verkaskiptingar og
firringar, en skapar um leið efnisleg
skilyrði fyrir afnámi þessara meinsemda.
Marx var ekki sá einfeldningur að gefa
forskrift um það hvernig þetta muni
gerast. Söguskilningur hans byggist
vissulega á framtíðarsýn; þeirri hugmynd
að einungis sé hægt að öðlast skilning á
fortíðinni í ljósi framtíðarríkis mann-
legrar einingar.8 En samfélagsgreining
marxismans skírskotar hins vegar, eðli
málsins samkvæmt, til fortiðar. Spádóm-
urinn um framtíðina er ekki að ófyrir-
synju.
Hið mikilvæga er að sagan er sköpun
mannsins sem sjálfur er ábyrgur gerða
sinna. Hér liggur fínn þráður í merkingu
orðanna. Þau standa á skjön við það sem
fyrr er sagt um mann sem, í krafti
firringar, er leiksoppur afurða eigin at-
hafna. Svo virðist sem Marx sé að
bregðast við þessari mótsögn. Markmið-
ið er að eyða henni. Binda enda á firr-
inguna þannig að maðurinn geti sann-
arlega talist eigin örlagavaldur. I barátt-
unni fyrir endurvakningu einstaklings-
eðlisins lagði Marx áherslu á öreigana
sem hina miklu stétt, ‘the universal
class’. Um þetta leyti var engin stéttar-
vitund meðal verkamanna. Þeir báru ekki
skyn á það vald sem bjó í hinum mikla
fjölda eða á það kerfi sem yfirbugaði þá.
Vonleysið var algjört, engin von um að
málum gæti verið öðruvísi fyrirkomið.
Það var jafnvel ekki viðurkennt að fát-
ækt væri nokkuð sem hægt væri að br-
egðast við.9 Markmið Marx var ekki ein-
ungis að þróa kenningu, heldur einnig að
upplýsa verkamennina um eigin hag og
möguleika. Þeir gera iðnþjóðfélagið
mögulegt. Hvers vegna skyldu þeir ekki
deila eða jafnvel stjórna auðnum? Gagn-
stætt vonleysinu færði Marx rök að því
að bylting verkamanna væri ekki
einungis möguleg heldur óhjákvæmileg.
— Hughyggju skyldi
hrundið, þeirri grunn-
hyggni að meðvitund
mannsins eigi rót í
einhverju öðru en
efnislegum veruleika.
Helginni svipt af
mannlegum stofnun-
um, þverstæður kapital-
ismans afhjúpaðar og hamrað á nauðsyn
þess að hann hyrfi í skugga sósíalismans.
Þetta skýrist af þeim kjarna kenn-
ingarinnar að þjóðfélagsbreytingar eigi
rætur i framleiðsluferlinu en þær hug-
myndir og þau hugtök, stjórnmálaleg,
heimspekileg og trúarleg, sem túlka og
koma skipan á framleiðslu hins efnislega
lífs séu einungis rammi. Við ferli
Sagnir 1996 - 44