Sagnir - 01.06.1997, Page 4
Forslðumyndin er af Skafta Jósefssytii (Í839—Í905), siðar rit-
stjóra á Seyðisfirði, og Sigríði Þorsteinsdóttur (Í84Í-Í924).
Athygli vekur hversu frjálslcgtfas þcirra er ólíkt þeim stifu upp-
stillingum, sem algengar cru á myndum frá þessum tíma.
Mytiditia tók Tryggvi Gunnarsson á Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal árið Í865.1 blaðitiu eru birt brot úr ástarbréfum
Skafta og Sigríðar.
Leiðrétting: I 17. árgangi Sagna urðu þau leiðu mistök við vinnslu
blaðsins að konan á forsíðumyndinni var sögð íslensk. Hún mun
hins vegar eiga að vera bresk.
Sagnir
Tímarit um söguleg efni
Pósthólf 7182
127 Reykjavík
Ritstjórar: Kristrún Halla Helgadóttir ogViggó Asgeirsson.
Abyrgðarmaðttr: Viggó Asgeirsson.
Ritnefnd: Agúst Hauksson, Jón Jónsson, Pétur Hrafn
Arnason, Sigrún Sigurðardóttir og Þórmundur
Jónatansson.
Umbrot: Ingibjörg Sigurðardóttir ogViggó Asgeirsson.
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafik hf.
Þakkir: Kristján Þór Arnason, Myndadeild Þjóðminja-
safns Islands og Örn Hrafnkelsson.
Upplag: 1000.
Sagnir ©1997
Sagnir koma út einu sinni á ári. Greinar sem birtast í
tímaritinu má ekki afrita með neinum hætti, svo sem
ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambæri-
legan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis
viðkomandi höfundar.
ISSN 0258-3755
Bréf til lesenda
Arið 1997 liefur verið viðburðaríkt hjá sagn-
fræðinemum. Þar ber hæst hið glæsilega Sögu-
þing og nú í haust héldu sagnfræðinemar við
Háskóla Islands í fyrsta sinn norrænt þing
sagnfræðinema, Nordsaga. Hvort tveggja tókst
með miklum ágætum og er óskandi að framhald
verði á. Slíkir viðburðir veita sagnfræðinemum
ómetanlega innsýn í þau viðfangsefni sem staf-
andi sagnfræðingar og lengra komnir nemendur
fást við hverju sinni.
A Islenska söguþinginu, sem Sagnfræði-
stofnun Háskóla Islands og Sagnfræðingafélag
Islands stóðu að, endurspeglaðist sú fjölbreytni
sem orðin er innan sagnfræðinttar bæði hvað
snertir aðferðir og efnisval. Sagnfræðiskor virðist
fylga þessari þróun en framboð á nýstárlegum
námskeiðum hefur aukist til muna. Þessu blaði
erfyrst ogfremst ætlað að endurspegla þá breidd
sem gœtir um þessar mundir.
A liðnum vetri var Imldið umfangsmikið mál-
þing um svartadauða þar sem fræðimenn úr
ólíkum greinum báru saman bækur stnar.
Sagnfræðinemarnir Pétur Hrafn Arnason og
Agúst Hauksson tóku saman veglegan afrakstur
þess, sem birtist hér í blaðinu.Að öðru lcyti er
víða leitað fanga í efnisvali og þá aðallega meðal
nemenda. Borið hefur á gagnrýni vegna skorts á
efni tengdu mannkynssögu og er tveimur grein-
um ætlað að bæta þar úr. I fyrri greininni er
spurt livort yfirlitsrit um mannkynssögu greim
rétt frá aðdraganda fyrri heimsstyijaldarinnar. I
þeirri síðari er sagt frá því hvernig írska frelsis-
hetjan Michael Collins birtist í samnefndri
kvikmynd, með hliðsjón af sögu Irlands á öld-
inni. Tími þótti til kominn að gera listasögu skil
og birtist hérgrein um myndlistarmanninn Jón
Axel Björnsson. Þá ertt í blaðintt greinar um
þjóðernisvitund Islettdinga sem greind er út frá
kvikmyndum, hugleiðingar um sögukennslu
barna og unglinga, notkun þjóðsagna og ann-
arra alþýðuheimilda í sagnfrœði, viðhald kirkna
fyrir og eftir siðbreytingu, deilttr Arna Magnúts-
sonar við danska kaupmenn í upphafi átjándu
aldar og að loktini nýtt innlegg í umræðuna um
brjósteldisleysi ungbarna fyrr á tímum.Að þessu
sinni var leitað umsagnar Helga Þorlákssonar
um siðasta árgang blaðsins og veltir Itann vöng-
um um ritstjórnarstefnu Itans.
Það er von okkar að allirfinni eitthvað við
sitt hæft íJjölbreyttu blaði Sagna t ár og njóti
vel.
Ritstjórar
2 SAGNIR