Sagnir - 01.06.1997, Page 26

Sagnir - 01.06.1997, Page 26
kirkjan og aðrar kirkjur í biskupsdæminu séu í mikilli hrörnunarhættu því ekki sé hægt að halda þeim í skikkanlegu ástandi.” Svar við bænaskjali þessu fékkst strax árið 1593 og er á þá leið að kon- ungur bað umboðsmann sinn hér á landi (væntanlega hirðstjóra) að deila út (líklega að hafa umsjón með dreifingu á) því timbri sem til var í landinu. Auk þess sagðist konungur ætla að sjá til þess að meira timbur yrði flutt til landsins, sér- staklega til klausturjarðanna og þvi svo deilt út eftir nauðsyn.391 bréfi konungs til TageThott árið 1560 þar sem hann bað um timbur í skip sín við Island, kemur fram að skortur virðist hafa verið á timbri í grennd við Kaupmannahöfn sjálfa. Þetta gæti verið einn hluti af skýringunni á dræmum timbursendingum til landsins.® Ur Skálholtsbiskupsdænri, nánar tiltek- ið sunnlendingafjórðungi, kom svo kæru- skjal til konungs frá Oddi Einarssyni superintendent árið 1592 þar sem kvartað var yfir því að brestur hafi verið svo mik- ill á rekum og skógum að menn gátu ekki haldið kirkjum og jörðum við á sómasamlegan hátt og innan skamms myndu bæirnir eyðast og kirkjurnar falla ef ekkert yrði að gert. Þar með var kon- ungur beðinn að senda eitt skip þriðja eða fjórða hvert ár til Eyrarbakka sem hlaðið væri timburborðum sem kaupa mætti fyrir sanngjarnt verð og fyrir timbrið væri hægt að greiða með vöru sem gjaldgeng teldist i landinu.4' Tillaga konungs í bréfi frá árinu 1608 bendir til þess að ekki hafi hans hátign lagt sig sérstaklega vel fram um að fylgja úrbótabeiðnum Islendinga eftir. Hann bendir á að á jörðum krúnu og kirkju víða um land standi þýsk verslunarhús og þau megi nú bijóta niður og nota timbrið úr þeim í kirkjur og býli þeirra.42 Því miður virðast klögumálin um ónógan við koma að litlu gagni þar sem enn var kvartað, nú árið 1631 yfir því að skipviður sá senr fluttur er til landsins hafi verið lélegur og gagnslítill. Þá hafi færin verið styttri en dýrleikanum hæfði og svipað átti við um léttavöru, greniborð og timbur hafi verið almennt rýrara en taxt- inn bauð.43 Einokunarverslunin hefur því augljóslega farið jafn illa með Islendinga í timburmálum eins og öðrum. Landsmenn virðast samkvæmt þessu hafa verið háðir innfluttum viði 1631 þrátt fýrir að ársins 1630 sé í annálum getið sem mikils trjárekaárs fýrir Suðurlandi.44 I þessu sam- bandi má benda á að þegar Skálholtsstað- ur hætti að reka skútu sina hljóta allir viðarflutningar af fjarlægum rekafjörum stólsins að hafa orðið mun þyngri í vöf- um en áður var. Hvað varðar timburaðfong til viðhalds kirkna sem annarra bygginga eftir sið- breytinguna virðist allt hafa stefnt til verri vegar. Auk þess sem skipum með timbur innanborðs fækkaði og gæði þess viðar sem hingað kom minnkuðu virðist jafn- framt hafa orðið alvarlegur brestur á reka a.m.k. kringum 1592 hver sem skýringin á því kann að vera.Vegna rofinna verslun- artengsla við Noreg þar sem ávallt var góðan við að fa, má hugsa sér að sveiflur i viðarreki við Islandsstrendur hafi haft af- drifaríkari afleiðingar fýrir landsmenn eft- ir siðbreytingu en áður var. Dæmi um breytingar: Skálholt Vald miðaldabiskups var samkvæmt kirkjulögum og kristinrétti forna mjög viðamikið, nrun meira en vald superint- endenta eftir siðbreytingu og voru undir konung settir. I kafla í kristinrétti Arna Þorlákssonar um forræði biskups á kirkj- um og eignum þeirra kemur hið algera vald hans yfir bæði kirkjustofnuninni og byggingum hennar vel fram: Biskup vor skal kirkjum ráða. Og svo öllum eignum þeirra og svo öllum kristnum dómi. ... Ef kirkja brennur eða lestist, svo að aðra þarf að gera, þá skal kirkju þar gera sem biskup lofar, og svo nrikla sem hann vill, og þar kirkju kalla sem hann vill.45 „Áratugurinn sem fór í byggingu kirkju Ögmundar fór sem sé nær allur í skrif- finnsku og stapp við kon- ungsvaldið í tíð Gísla ..." Nærtækt er að taka Skálholt sem dæmi um þær breytingar sem urðu á bolmagni manna til að byggja og halda við kirkjum þar sem heimildum um kirkjur staðarins hefur nú verið safnað í eitt rit.4<’ I heim- ildum um Skálholtskirkjur endurspeglast jafnframt sú umbreyting sem varð á sjálfu biskupsembættinu við breytinguna frá rómverskum yfir til Lúthersks siðar. I biskupaannálum sínum frá 1605 segir Jón Egilsson frá umsvifum Ogmundar biskups við kirkjusmíðina í kjölfar brun- ans um 1530. Samkvæmt frásögn Jóns hafði biskup yfirumsjón með smíði dóm- kirkjunnar og er það i fullu samrænti við kristinrétt Arna. Ogmundi tókst að visu ekki að gera kirkjuna fokhelda á tólf mánuðum eins og æskilegt hefði verið samkvæmt kristinréttarákvæðunum en gerði aftur á móti aðrar ráðstafanir, þ.e. byggði búðina þar sem hægt var að við- hafa helgihald staðarins meðan á bygg- ingu kirkjunnar stóð. Ut frá orðalaginu mætti einnig lesa út úr frásögninni að forkirkjan hafi, þegar hún var tilbúin, tek- ið við hlutverki búðarinnar sem umgjörð um helgihaldið. Leikir jafnt sem lærðir lögðu til við til kirkjusmíðarinnar og kot- ungar um allan Flóa og í Grímsnesi sáu um að flytja dmbrið frá Eyrarbakka til Skálholts. Ekki væri fráleitt að ætla að menn hafi þegið eitthvert aflát fýrir flutn- inginn og dllögin miðað við hvað var í boði í sumum máldögum kirkna i lok 15. aldar. Það mætti einnig búast við því að aflátsárafjöldinn hafi verið í réttu hlutfalli við magn timbursins sem gefið var og það að hér var um dómkirkju að ræða. Þá er einnig athyglisvert við frásögn Jóns Egils- sonar að hann segir að biskup hafi ríkt í tíu ár eftir kirkjusmíðina og gæti þetta verið vísbending um hina miklu valda- stöðu Ögmundar biskups, þ.e. um hann er talað eins og konung.47 Þrátt fyrir þessi stórmannlegu umsvif Ogmundar við aðtektir var kirkjan heil 10 ár í byggingu og fljótlega kom í ljós að hún þarfnaðist verulegra viðgerða við. Hluti af skýringunni á því hversu fljótt kirkjan hrörnaði hlýtur að liggja í hinum langa byggingartíma hennar þar sem óvarið timbur getur ekki hafa haft sérlega gott af því að veðurberjast i sunnlensku slagviðri um margra ára skeið áður en það komst undir þak eða var tjöruborið. Eftir siðbreytinguna má segja að skylda biskupa til að líta eftir kirkjubyggingum hafi haldist. A.m.k. er skýrt kveðið á um það í kirkjuskipan Kristjáns III. Aftur á móti hefur sú breyting orðið á að super- intendentinn þurfd nú að senda afrit af vísitasíuúttektum kirkna, annars vegar til konungs og hins vegar umboðsmanns hans þ.e.a.s. hirðstjóra.48 Þarna hafði því afgerandi breyting átt sér stað þar sem biskup virðist í þessum efnum bæði settur undir konung og hirðstjóra sem óbreyttur embætdsmaður krúnunnar. Þegar kaþ- ólskur biskup tók við embætti gaf hann út svokallaða skipan þar sem hann setti t.d. fram ákveðin helgisiðaboð sem gilda áttu í biskupsdæmi hans. Það var því tím- anna tákn að árið 1563 skuli það vera hirðstjóri sem skrifar skipunarbréf um kirkjusiði og kirkjusókn.49 24 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.