Sagnir - 01.06.1997, Page 27

Sagnir - 01.06.1997, Page 27
Snúum okkur þá að Gisla superint- endent Jónssyni og endurbótum þeim sem hann varð að gera á kirkju Ogmund- ar. Því nriður er ekki til lýsing á því ferli eins og hjá Ogmundi en nægilegt magn heimilda þó til sem sýnir að staða Gísla var öll önnur en Ogmundar. Fyrst er að nefna timburbeiðnina frá 1559 sem áður var minnst á. Þessi kvörtun var ítrekuð 1563 í bréfi hirðstjóra til konungs þar senr þess var einnig beiðst að superintendent- inn fengi að nota nokkrar jarðeignir stóls- ins til að fjármagna uppbyggingu kirkj- unnar í smærri mynd en úr sama timbri og hún var gerð af áður.5" Svar konungs kom strax og var á þá leið að jarðir stóls- ins megi superintendent Gísli ekki nýta til að reisa kirkjuna við, heldur verði hann að notast við tekjur stólsins í því skyni.51 Lausnin virðist svo hafa orðið sú að dóm- kirkjusmíðin var styrkt af kirkjum í bisk- upsdæminu sjálfu eins og farið var fram á i bréfi hirðstjóra frá 1570 sem virðist vera ritað skömmu eftir að hafist var handa um framkvæmdir á kirkjunni.52 Þó þetta dæmi sé tekið af annarri stóls- kirkjunni ætti það að segja nokkuð um þær afgerandi breytingar sem urðu á við- haldi kirkna hér á landi eftir siðbreyting- una. Sem hver annar embættismaður konungs varð superintendent Gísli að fá leyfi hjá krúnunni fyrir hverju eina sem hann hugðist gera í sambandi við upp- gerð dómkirkjunnar meðan Ögmundur réð kirkjusmíð sinni alveg sjálfur. I stað þess að geta hafist handa um leið og nauðsyn krafði eins og Ögmundur gat gert liðu um 10 ár frá því að Gísli impraði á málinu við konung og þar til hægt var að hefjast handa við verkið. Ara- tugurinn sem fór i byggingu kirkju Ög- mundar fór sem sé nær allur í skriíEnnsku og stapp við konungsvaldið í tíð Gísla og á þeim tíma sem þannig leið hefúr ástandi kirkjunnar hrakað enn frekar. Niðurlag Að lokum er nú ráð að reyna að meta hversu miklar breytingar urðu raunveru- lega á viðhaldi kirkna eftir siðbreytingu. Þörfin fyrir viðhald á kirkjuhúsinu sjálfu breyttist ekki beinlínis heldur urðu breyt- ingarnar fýrst og fremst innanhúss með því að einungis var þörf fyrir eitt altari í hverri kirkju með hinum breytta sið og þar með minni viðhaldsþörf á slíkum skrúða. Hin nýja kirkjuskipan Kristjáns III. gerir ráð fyrir jafn miklu eftirliti biskupa með kirkjuhúsum eins og áður var, vandinn var bara sá að þeir þurftu nú að senda afrit af úttektum til yfirmanna sinna á Bessastöð- um og í Kaupmannahöfn og hafa samráð við þá varðandi kostnaðarsamar endurbæt- ur eins og t.d. í Skálholti. Þetta samráð við yfirvöldin gat haft dýrkeypta töf í för með sér ef kirkjur voru illa haldnar. Viðhald kirkjubygginga var fjármagnað með kirkjutíund eftir siðbreytingu eins og fyrir hana. Aftur á móti brast guðfræðilega forsendan fyrir því að menn gæfu til kirkju fýrir messum sér til sáluhjálpar þeg- ar kenningin um hreinsunareldinn féll úr gildi með breyttum sið. Eflaust hefur orðið nokkur skerðing á fjármagni til viðhalds kirkna með því að aflát lögðust af. Alvarlegustu breytingarnar sem urðu við siðbreytinguna og vörðuðu viðhald kirkna tengdust aðföngum á timbri. Fjöl- breytt verslunarsambönd við aðrar þjóðir en Dani rofnuðu og færri skip gengu til landsins með timbur frá Noregi eftir því. sem hneig í átt til einokunarverslunar. Rofin verslunartengsl við hinn timbur- auðuga Noreg hafa að öllum líkindum verið afdrifaríkust. Skálholtsstóll tapaði skógaritaki sínu í Noregi sem og verslun- arskútu sinni og alvarlegur skortur á reka- viði virðist í ofanálag hafa dunið yfir í lok 16. aldar. Það mætti þvi ætla að samspil margra þátta hafi lagst á eitt um að gera ís- lendingum erfiðara fyrir um viðhald kirkjubygginga eftir siðbreytingu en fýrir hana. Tilvísanir Grein þessi er unnin upp úr ritgerð skrifaöri í námskeiði Vilborgar Auðar Isleifs- dóttur um siðbreytinguna á haustönn 1996. Árna Svani Daníelssyni og Herði Agústssyni eru færðar þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. 1 Magnús Stefansson, „Kirkjuvald eflist.“ Saga íslands II (Reykjavík, 1975), bls. 61-62. 2 Einar Laxness, íslandssaga a-k. 2. útgáfa, aukin og endurskoðuð (Reykjavík, 1987), bls. 182. 3 Norges Ganile Love itidíil Í387 V. Útg. Gustaf Storm og Ebbe Herzberg (Christi- ania, 1895), bls. 35. Allar beinar tilvitnanir úr gömlum heimildum eru færðar til nú- tímastafsetningar af höfundi til hagræðingar fyrir lesendur. 4 íslensktfornbréfasafn IV (Kaupmannahöfn, 1897), bls. 41-42. 5 íslensktfornbréfasaftt IV, bls. 76. 6 íslensktfornbréfasafnV (Kaupmannahöfn, 1899), bls. 93-94. 7 íslenskt fornbréfasafn V, bls. 580. 8 íslensktfortibréfasafnVU (Reykjavík, 1903—1907), bls. 133. 9 íslensktfornbréfasafn'VII, bls. 669. 10 Labande E. R., „Pilgrimages. Medieval and modern.“ New Catholic Encyclopcdia XI (NevvYork, 1967), bls. 368. 11 íslensktfornbréfasafn III (Kaupmannahöfn, 1891), bls. 710. 12 íslenskt fornbréfasafn II (Kaupmannahöfn, 1893), bls. 621-623. 13 íslensktfornbréfasafnVU, bls. 339. 14 íslensktfornbréfasafnVl (Reykjavík, 1900-1904), bls. 177. 15 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhœttir I (Reykjavík, 1980), bls. 265. 16 íslensktfornbréfasafnVl, bls. 127. 17 íslensktfornbréfasafnVU, bls. 74. 18 íslensktfornbréfasaftiV, bls. 306. 19 íslensktfornbréfasafn IX (Reykjavík, 1909), bls. 314. 20 Lúðvík Kristjánsson, íslenskir sjávarhœttir I, bls. 265. 21 íslenskt fornbréfasafnV, bls. 405. 22jón Egilsson, „Biskupa-annálar.“ Með formála, athugagreinum og fylgiskjölum e. Jón Sigurðsson. Safti til sögu íslands I (Kaupmannahöfn, 1856), bls. 65. 23 íslenskt fornbréfasafn X (Reykjavík, 1911-1921), bls. 181. 24 íslensktfornbréfasafn IX, bls. 305-6. 25 Guðrún Harðardóttir, Munkaþverárklaustur - vitnisburður ritheitnilda um húsakost þess og kirkju. Ritgerð til B.A.-prófs í sagnfræði við Háskóla íslands 1995, bls. 43. 26 íslenskt fornbréfasafn X, bls. 181. 27 Islenskur söguatlas I. Frá öndverðu til 18. aldar. Ritstj. Árni Daníel Júlíusson.Jón Ólaf- ur ísberg og Helgi Skúli Kjartansson (Reykjavík, 1989), bls. 154. 28 íslensktfornbréfasafn XIII (Reykjavík, 1933), bls. 480-1. 29 íslenskt fornbréfasafn XIV (Reykjavík, 1944-1949), bls. 64. 30 Björn Teitsson, íslandssögukajlar 1551-1630. Fjölritað sem handrit (Reykjavík, 1976), bls. 26. 31 íslensktfornbréfasafn XV (Reykjavík, 1947-1950), bls. 131. 32 íslenskt fornbréfasafn X, bls. 119-120. 33 íslensktfornbréfasafti XIV, bls. 172-173. 34 Lúðvík Kristjánsson, Islenskir sjávarhœttir I, bls. 222. 35 Lúðvík Kristjánsson, Islenskir sjávarhœttir I, bls. 249. 36Jón Halldórsson, Biskupasögur I (Reykjavík, 1903-1910), bls. 109-110. 37 íslensktfornbréfasafn XIII, bls. 424—425. 38 Alþingisbækur íslands I (Reykjavík, 1912), bls. 275. 39 Alþingisbækur íslands II (Reykjavík, 1915), bls. 359. 40 íslensktfornbréfasafn XIII, bls. 541-542. 41 Alþingisbækur íslands II, bls. 285. 42 Alþingisbækur íslands IV(Reykjavík, 1919), bls. 68-69. 43 Alþingisbækur íslandsV (Reykjavík, 1922,1925-1932), bls. 216-217. 44 Lúðvík Kristjánsson, Islenskir sjávarhættir I, bls. 249. 45 Norges gatnlc LoveV, bls. 23. 46 Hörður Ágústsson, Skálholt. Kirkjur (Reykjavík, 1990). 47Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls. 65-66. 48 íslenskt fornbréfasafn X, bls. 233. 49 íslensktfornbréfasafn XIV, bls. 403-408. 50 íslensktforttbréfasafn XIV, bls. 70. 51 íslenskt fornbréfasafn XIV, bls. 64. 52 Alþitigisbækur íslands I, bls. 49-50. SAGNIR 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.