Sagnir - 01.06.1997, Síða 38
gangslitlar í því tómi sem á endanum
mun ná okkur öllunr. En þegar grannt er
skoðað er hún ekki ein frekar en mann-
eskjan á mynd númer eitt.Aftur eru þrír
diskar staðsettir i kringum hana og það
sem meira er að til hægri við hana eru
lóðréttar línur sem miðla tilfmningu festu
og stöðugleika. Þetta virðist vera fortjald
við fyrstu athugun, tjald sem hylur áhorf-
andann einhverju, einhverju sem skiptir
máli. Kannski manneskju eða einhverju
leyndarmáli sem manneskjan á ein.
Leyndarmál sem enginn veit, ekki einu
sinni málarinn sjálfur. Ef hugsað er til
Mondrians gætu þessar lóðréttu línur sem
fortjaldið myndar táknað karlmann. Lóð-
rétta tjaldsins myndar of skipulagða and-
stæðu við láréttu kvenmannsins til að
maður geti komist undan þeim vangavelt-
unr. Það er síðan varla tilviljun að litli
glugginn sem veitir birtu og von inní
myndina er staðsettur í fortjaldinu. I for-
tjaldinu sem hylur leyndardóminn eða er
tákn karlmannsins, annarrar manneskju, er
leiðin til handanheimsins fólgin. Það er
eitthvað annað en þetta tóm, það hlýtur
að vera, það verður að vera, öðruvísi er
baráttan og bægslagangurinn í þessu tómi
of stór harmleikur til
að geta umborið
hann.
A mynd númer
fimm hefur Jón mál-
að tvær manneskjur
á dökkbrúnan bak-
grunn. Það er jarðar-
litur og lárétt bakvið
manneskjurnar hefur
hann málað tré sem
ekki sést hvort hafi
rætur í bakgrunnin-
um eða sé í lausu
lofti einsog mann-
eskjurnar sem mynda lóðréttu í mynd-
inni. Þær halla á móts við hvora aðra
einsog þær eigi erfitt nreð að ná jafnvægi
í dinnnu umhverfmu. Því þó brúnt sé
jarðarlitur, stafar ekki mikilli hlýju eða ör-
yggi frá honum. Ekki frekar en þessari
jörð sem við stöndum á sem virðist vera
föst undir fótum okkar, en ef trúa má eðl-
isfræðingunum er hún það alls ekki. Samt
er enginn ótti sem
skín úr augum
þeirra, þau eru vön
óstöðugleikanum,
jafnvel litla stúlkan
á myndinni horfir
frekar öruggum
augum franr á við.
Kannski ekki furða
því rétt einsog
Heidegger talaði
um, lærum við að
lifa áður en við lær-
um að efast og velta
fyrir okkur hvern
fjandann við erurn að gera hérna.16
Fyrir kunnuga eru andlitin þekkjanleg,
því þau virðast vera Jón Axel sjálfur og
dóttir hans, Brynja. Jón Axel sagði magn-
aða sögu af þessu tréi, sem var á þá leið að
„Ef hugsað er til Mondrians
gætu þessar lóðréttu línur
sem fortjaldið myndar
táknað karlmann. Lóðrétta
tjaldsins myndar of skipu-
lagða andstæðu við láréttu
kvenmannsins til að maður
geti komist undan þeim
vangaveltum."
36 SAGNIR