Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 39
afi Brynju felldi tré sem hún tók i sína
vörslu og kom því í mold annarsstaðar.
Þar laufgaðist það á nýjan leik. Þetta tré er
nú staðsett á leiði móður hennar, fýrrver-
andi konu Jóns. Einsog von um að það
sem Guð fellir í þessu lífi, geti verið sett i
aðra mold þarsem það laufgar sínum
hlátrum og sinni gleði. Dauðinn sé eng-
inn endir. Þannig er þessi ólaufgaða trjá-
grein í myndinni ekki vísun til myrks
dauðans sem endalok alls, heldur einmitt
hins gagnstæða, vísun til lífsins sem bíður
i meintum dauðanum. Hringrás lífsins.
Það eru síðan þrjú hringlaga form á
myndinni, hin heilaga þrenning. Formin
eru likust laufblöðum, þ.e. laufblöðin sem
munu spretta fram á því tré sem aðrir
héldu dautt. Það líf er i hinni heilögu
þrenningu.
A fjórðu myndinni sem ég mun taka til
umfjöllunar af þessari sýningu, eru tvær
manneskjur sem svífa um myndflötinn.
Þessi mynd er draumkenndari en aðrar
rnyndir á sýningunni. Er einkum tvennt
sem veldur því, það er lega manneskjanna
sem liggja gegnt hvorri annarri i hálflá-
réttri stellingu, jafnvel svefnstellingu og
síðan að önnur þeirra er með lokuð aug-
un og liklegast hin einnig, en við sjáum
aðeins í hnakka hennar. I myndinni er
mikil mýkt og ástúð, enda virðist Jón vera
að fjalla um ást þessara tveggja einstakl-
mga, umvafðir í hlýrri gulri birtu sem er
bakgrunnur myndarinnar. í kringum þá
eru sjö ský með mjúk form og þrátt fyrir
að vera dökkleit mynda þau enga ógn í
niyndinni. Aðeins talan sjö vekur örlitinn
ugg í brjósti áhorfandans með tilliti til
trúarlegra tákna, því menn þekkja jú hina
sjö refsiverðu lesti mannanna sem kaþ-
ólskan varaði við. En ástarsambönd eru
einmitt bestu gróðraskilyrði fyrir þá lesti.
Lengst til hægri í myndinni er siðan stað-
settur gluggi, sem veitir áhorfandanum
öryggiskennd. Það er eitthvað annað,
annarsstaðar og það er bjart.
I öðrum myndum á sýningunni miðlar
hann fijósemi lífsins og von með táknum
um hringrásina, stillir upp miðaldra karl-
manni og ófullburða fóstrum í formi
hænueggja, greipaldinum og áðurnefnd-
um trjágreinum sem ekki aðeins skera
myndflötinn lárétt heldur stillir hann
þeim upp til sinnhvorra hliðanna einsog
umgjörð utan um það líf sem hann málar
á léreftið. Auk glugganna notast hann við
spegil til að vísa til handanheims og vonar
um eitthvað annað.
Staðfesta Jóns Axels hvað myndefni
varðar er aðdáunarverð, en þessi verk
hans lýsa meiri ró en þau fýrri. Hér er
ekki teygt á líkömum, litir þeirra flæða
ekki yfir til umhverfisins og öfugt og
mannverurnar horfa með undarlegri ró
og staðfestu út úr myndinni þrátt fýrir að
búa enn í þvi undarlega og óörugga rými
sem Jón hefur skapað þeinr.Túlkun hans
á rými mannverunnar er á þann veg að
fellur vel að kenningum tilvistarsinna.
Heimurinn sem við búum i er heimur
óöryggis og ógnar, hvergi er hægt að
styðja sig eða drepa niður fæti. Sá heimur
sem við kynnumst í verkum Jóns er
heimur algjörs frelsis, endalaust tómið.
Orvænting og angist er gegnumgangandi
í málverkum hans allt frani að síðustu
verkum þegar verurnar öðlast undarlega
ró samfara því að þeim opnast von. Með
sívaxandi trúarlegum tilvitnunum í verk-
um Jóns, hefur hann kannski fjarlægst að
einhverju leyti hugsun margra tilvistar-
sinna, sérstaklega þeirra trúlausu. Það felst
fyrst og fremst í þeirri von um handan-
heim sem kemur fram í verkum hans. En
þó ekki. Því ef menn halda sig við þann
túlkunarmöguleika að handanheimurinn
sé á meðal okkar, þ.e. möguleikinn á að
nálgast hann sé í gegnum aðra mann-
eskju, þá eru hin björtu og vonmiklu verk
sem Jón Axel sýndi í Gallerí Borg sumar-
ið 1996 einsog sniðnar að heimspeki til-
vistarstefnunnar. Hvort sem Jóni Axel lík-
ar það betur eða verr.'7 Ef verk hans eru
síðan túlkuð út frá tilvistarstefnuhug-
myndum Kierkegaards og annarra trúaðra
tilvistarsinna þá falla þau algjörlega að
þeim. Hér er ekki verið að segja að Jón
Axel hafi stúderað þeirra heimspeki. Þvert
á móti er verið að leiða rök að því að það
vandamál senr maðurinn er settur í með
fæðingu sinni, hvar sem er í heiminum, er
sameiginlegt öllum mönnum.Við stönd-
um öll frammi fyrir þeirri staðreynd að
við vitum það eitt að við munum deyja.
Allt sem við gerum í þessu lífi gæti verið
allt frá einskis verðs til mikils verðs fram-
lags, en við getum ekkert vitað um það
með vissu. Það eina senr við vitum er að
við munum deyja. Jón Axel Björnsson
hefur með málverkum sínum túlkað þá
angist sem býr í manninum við þessa
vissu og þá ró sem mögulegt er að ná,
þrátt fýrir óvissuna um allt annað, með
kraftmiklum hætti.
Tilvísanir
* Sartre.Jean Paul, Essays in Existentialism (New Jersey, 1979).
2 Heidegger, Martin, Scin tind Zcit (Tubingen, 1993). Sjá sérstaklega kafla 1-7.
3 Sartre.Jean Paul, Essays in Existcntialisni. Sjá greinina „The roots ofExistentialism.“
^ er mikilvægt að menn átti sig á því að þeir geta ekki komið sér undan með
því aö velja ekki, því einnig það er val.
^ Kicrkegaard skrifaöi skáldverk, Nietzsche var tónskáld, Sartre var einnig rithöfund-
ur o.s.frv.
6 Sjá Nietzsche, Friedrich, Also sprach Zaratlnistra (Munchen, 1988).
^ Sjá ntyndlistargagnrýni í Hclgarpóstininn 19. mars 1982.
N I Gcburt dcrTragödic (1870) vildi Nietzsche einmitt meina að maðurinn lifði á þeim
tíma í of slæmum tengslunt við uppruna sinn og menn ættu að efla tengslin við goð-
sögulegan uppruna sinn.- Nietzsche, Friedrich, Gcburt dcrTragödic (Munchen, 1988).
^ Staðhæfmgu grcinarhöfundar um að myndir Jóns verði minna draumkenndar má
andmæla með þeim ábendingum að umhverfi þeirra mannvera sem Jón málar
niissa aldrei það undarlega tóm sem umlykur þær og eru aldrei staðsettar í raun-
heinti okkar, hvorki í fýrstu né síðustu verkum hans. En staðhæfingunni til stuðn-
,ngs má benda á að mannverurnar missa óraunveru teygjunnar og annarrar af-
skræmingar líkamans og fa jafnvel á sig svo sterka mannsmynd að áhorfanda cr
leikur einn að sjá fýrirmyndir veranna í Jóni sjálfum, konu hans eða barni. Auk þess
vvrða línur veranna skýrt afmarkaðar frá umhverfmu í seinni verkum hans, þannig
að hægt er í það minnsta að fullyrða að verkin hafa þróast frá því að vera ímynd
•myndar yfir í aö vera ímynd raunveru og þar af leiðandi verið minnkað bilið milli
raunvcru og draums.
^ Um sýningu Jóns Axels í Gallerí Salnum árið 1985 sagði Guðbergur Bergsson í
grein sem hafði yfirskriftina Nafnleysið málar harmleik sinn: „Hann [hinn nýji stíll
sem hefur hafið innreið sína] er ekki einvörðungu sjálfstjáning málarans heldur lýs-
ing á einkennum tímans, þess harmleiks að maðurinn glatar séreinkennum sínum
og nafni; það gerist um leið og efnisleysið heldur innreið sína á sem flestum svið-
um, með aðstoð rafeindanna. Efnishyggja tækninnar beitir því stöðugt meir.“
11 Sartre.Jean Paul, Nausea (NewYork, 1990).-Aðalpersóna skáldsögunnar Nauseu, er
hijáö af eyðandi ógeðstilfinningu, nauseu. 1 nær eina skiptið sem persónunni hverf-
ur þessi tilfinning er þegar hún verður eitt með tónlistinni. I Geburt dcrTragödie set-
ur Nietzsche fram þá kcnningu að listin sé eina réttlæting mannsins fýrir tilverunni
og að maðurinn skuli ekki einasta skapa listaverk heldur einnig vera listaverk.
12 Halldór B. Runólfsson sagði um vinnubrögð Jóns Axels Björnssonar að þau væru
klunnaleg, í jákvæðri merkingu þess orðs, „lýsir því hve erfitt er að mála; hve stíft
það er að draga litinn yfir flötinn; seigan eins og kítti.“
13 Hér er þó ekki verið að koma með getgátur um trúariðkun Jóns Axels, heldur ver-
ið að segja að list hans sé að þróast yfir í trúarleg mótív sem samræmist að ein-
hveiju leyti kenningum Kierkegaard.
14 Þetta er ekki í fýrsta sinn sem Jón málar diska og virðast þeir jafnan vera tilkomnir
sem staðgenglar manna. Einnig má líta á þá sem ábendingu sem Jesús Kristur kom
með þegar hann dreifði brauði og fiski á meðal mannanna, en þar fýrirstillti fiskur-
inn andlega fæðu og brauðið líkamlega fæðu, en þegar þetta tvennt hefur verið
uppfýllt þá fýrst er maðurinn mettur.
15 Trúarlegu táknin í myndinni þurfa ekki að mynda neitt mótvægi við þessa túlkun,
því hvort sem það er líf eftir þetta líf eða ekki, þá skiptir miklu máli að finna
manninum fróun hér og nú, fýrir dauðann. Manneskjur og samhjálp hafa verið
Jóni hugleikið efni vegna erfiðleika sem hann hefur mætt í sínu lífi og það er
gegnumgangandi í verkum þessarar sýningar trú á manneskjuna og er þetta því
varla óviðeigandi túlkun.
16 Sjá Heidegger, Martin, Scin und Zcit.
17Jón hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki lesið þá heimspeki né aðra með neinum
skipulegum hætti.
SAGNIR 37