Sagnir - 01.06.1997, Síða 45

Sagnir - 01.06.1997, Síða 45
um leið að bæta siðferði hans og styrkja hann í að vera meðvitaður um hlutverk sitt í lífinu. Hvers virði er tilfinningin? Eins og vikið var að í upphafi fæst sagan við það samband sem myndast milli twggja veruleika, nútíðar og fortíðar, þegar sagnfræðingurinn (eða annar túlk- andi) reynir að skilja tilveru sína sem okkar í dag." hluta af stærri heild með hjálp fortíðar- ínnar. Sá sannleikur sem felst í sagnfræð- inni er sannleikur um samband fortíðar °g nútíðar. Fortíðin er alltaf háð þeirri nútíð sem hún er skoðuð út frá.Við get- um ekki hafið okkur yfir eigin vitund. Eins og Friedrich Nietzsche benti á fyrir meira en hundrað árum að heimurinn væri aðeins til fyrir okkur, „nákvæmlega eins og hann blasir við skynfærum okkar, oreglulegur sístraumur atburða sem engin leið er að fá algildan botn í.““ í rökréttu samhengi við þetta viðhorf Nietzsche til veruleikans hefur þýski sagnfræðingurinn Jörn Rúsen haldið því fram að hlutverk sagnfræðingsins sé að setja fortíð, nútíð og framtíð í órofið nrerkingarsamband.23 Þetta má vissulega yfirfæra á hvern þann sem fæst við samband nútíðar og fortíðar, þ.m.t. íslenska grunnskólanemendur. Liður í þvt að þroska söguvitund barna °g unglinga er að gera þeim grein fyrir hvaða þýðingu fortíðin hefur fyrir nútíð- ina.25 Einmitt það reyndi sænski heim- spekingurinn Jostein Gaarder að gera i hók sinni Veröld Soffiu. Fdaustið 1996 lét eg nemendur mína í 9. bekk í Flagaskóla lesa kafla úr bókinni þar sent heimspeki- kennarinn Alberto útskýrir samband nú- tiðar og fortíðar fyrir hinni fjórtán ára gomlu Soffiu. Alberto segir meðal annars: >.Það geta ekki allir aðeins látið berast með straumi sögunnar, Soffia. ... Við er- unr ekki eingöngu í samtímanum. Við berum líka með okkur þá sögu sem við eigum að baki. Mundu að allt sem þú sérð hérna í herberginu var einu sinni splunkunýtt.“26 Auðvelt er að benda unglingum á að fortíðin gangi inn í nútíðina og að við lif- utn því ekki aðeins í samtíma okkar held- ur einnig í fortíðinni. Ekki aðeins hús- gögn og veraldlegir hlutir, heldur einnig hugmyndir, félagskerfi, hefðir og hegðun- arreglur úr fortíðinni ganga inn í nútim- ann og samlagast honum. Þetta er auðvelt að benda ungling- um á en ekki hafa allir sömu forsendur til að skilja hvaða þýðingu þetta hefur í raun og veru fyrir tilveru okkar í dag. Stundum er talað um að nemandi hafi tilfinningu fyrir for- tíðinni. Þá er oftast verið að vísa til þess að nemandinn hafi þroskaða söguvit- und. Söguvitund sem gerir sér grein fyrir hinu margþætta sambandi sem er á milli fortíðar og nútíðar. Nemandi sem hefur tilfmningu fyrir sögunni hefur þroskað með sér hæfileikann til að nálgast fortíð- ina á persónubundinn hátt. Þess vegna er söguvitund hans þroskuð hvort sem hann er fær um að þylja upp ártöl og einstaka atburði sem áttu sér stað fyrir langa löngu í réttri röð eða ekki.27 Fllutverk sögukennara er að stuðla að því að nemendur fái betri eða rneiri til- finningu fyrir fortíðinni. Gera þá hæfari en ella til að skilja sambandið milli fortiðar og nútíðar. Sá skilningur er skilyrði þess að þeir geti skilið tilveru sína sem hluta af tímaframvindu sem nær langt út fyrir persónulega reynslu þeirra.2* Með því að dýpka þennan skilning sinn þroska þeir söguvitund sína. Hæfileikinn til að læra einstök ártöl og setningar í sögubók segir lítið um söguvitund viðkomandi. Spurn- ingar sent reyna á hæfileika nemenda til að beita rökhugsun, tilfinningum og ímyndun í þeirri viðleitni að skilja fortíð- ina og það samband sem myndast milli fortíðar og nútíðar segir meira um sögu- vitund viðkomandi en nrörg ártöl.Til að fá einhverja hugmynd um söguvitund nemenda minna í Hagaskóla bað ég þá um að útskýra hvað Alberto i Veröld Soff- íu hefði átt við með þvi að segja að við lifðum ekki eingöngu í samtímanum. Ég hafði ekki gert þetta mikilvæga samband fortíðar og nútíðar að umræðuefni áður en ég lagði spurninguna fyrir nemend- urna. Markiniðið var að komast að því hvernig þau skynjuðu samband fortíðar og nútíðar á sínum eigin forsendum áður en ég benti þeim á fleiri hliðar á málinu. Fjórtán ára stúlka svaraði spurningunni á eftirfarandi hátt: „Það líður ekki sá dag- ur að við hugum að fortíðinni eða fram- tíðinni. Allar Islendingasögunar sem við erum látin lesa eru hlud af fortíðinni og lifa áfram þó höfundarnir deyi líkt og brúðan sem Alberto talar um. Fortíðin lif- ir innra með okkur þó hún sé liðin og hún er stór hluti af samfélagsmynd okkar og t.d. öll gömlu húsin sem bera vott um horfinn tíma og jafnvel fólkið sem í þeim bjó.“ Stúlkan sem útskýrði samband for- tíðar og nútíðar á þennan hátt hefur þroskaðri söguvitund en margir jafnaldrar hennar. Hún hugsar um fortíðina sem óaf- markaðan tíma sem gengur inn i nútím- ann og samlagast honum. Því miður hafa ekki allir skólafélagar hennar jafn góðan grunn til að byggja á. Nokkrir þeirra líta eingöngu á fortíðina sem afmarkað ferli, eitthvað sem einu sinni uar og kernur þeim ekki við. Þeir geta ef dl vill lært upptaln- ingu á staðreyndum en þeir geta ekki unnið með þær. Sökum þess hversu sögu- vitund þeirra er óþroskuð eru þeir ófærir um að dleinka sér einhvern fróðleik um fortiðina. Hann hefur enga þýðingu fyrir þá og kemur þeim því ekki að gagni.Til að þeir geti tileinkað sér (ekki aðeins lært utan af) þá vitneskju sem ætlast er til að þeir kunni skil á þarf að leggja áherslu á að hjálpa þeim við að þroska söguvitund sína. Þetta tvennt, annars vegar nám sem stuðlar að þroska söguvitundar og hins vegar nám sem miðar að því að auka al- menna þekkingu á einstökum hugtökum og þáttum úr fortíðinni, er auðveldlega hægt að samræma. Það er hægt að gera með því að miða námið við persónulega nálgun einstaklingsins.2’ Hvers virði er sköpunargáfan? Þegar einstaklingur dleinkar sér þekkingu er hann að túlka ákveðin skilaboð út frá sínum eigin forsendum og á sinn ein- staklingsbundna hátt.v‘ Þegar einstakling- urinn tileinkar sér fróðleik um fortíðina túlkar hann einstaka þætti hennar i sam- ræmi við eigin reynslu. Hann skapar túlk- unarvefi úr einstökum staðreyndum þannig að þeir myndi rökrænt samhengi. Þannig skapar hann sannleika um fortíð- ina, þ.e.a.s. sannleika urn skilning sinn á fortíðinni.31 Eftir því sem söguvitund ein- staklingsins verður þroskaðri á hann auð- veldara með að skilja gildi einstakra stað- „Ekki aðeins húsgögn og veraldlegir hlutir, heldur einnig hugmyndir, félagskerfi, hefðir og hegðunarreglur úrfortíðinni ganga inn í nútímann og samlagast honum. Þetta er auðvelt að benda unglingum á en ekki hafa allir sömu forsendur til að skilja hvaða þýð- ingu þetta hefur í raun og veru fyrirtilveru SAGNIR 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.