Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 67
myndum) heldur aðallega vegna þess að
viðfangsefni hennar er í raun enn í deigl-
unni eins og við höfum séð og um sögu-
skoðunina rikir engin eining. Því er það
rétt hjá Neil Jordan þegar hann segir að
engu máli heföi skipti hvers slags mynd
Michael Collins hefði orðið, efni hennar
hefði alltaf valdið hatrömmum deilum.57
Megininntak persónusköpunar í mynd-
mni byggist að vísu á þeirri ósanngjörnu
túlkun að Collins sé hetjan og de Valera
hinn fyrirlitlegi pólitíkus. Þá sýn hlýtur
sagnfræðin að eiga erfitt með að fýrirgefa
Jordan.58
Þrátt fýrir alla fyrirvara voru sagnfræð-
ingar því flestir þokkalega ánægðir með
myndina. Það átti meira að segja við um
menn eins og David Fitzpatrick (en þó
ekki Paul Bew eða Austen Morgan) sem
sagði hana verða flestum saklaus afþrey-
>ng: „Þessi mynd er hvorki góð né
óhlutdræg sagnfræði en það er ólíklegt
að hún veki hjá nokkrum manni þörf til
að brenna niður byggingu eða skjóta
lögreglumann."5''Jafnvel Kevin Myers
sem upphaflega fór hamförum gegn
myndinni og mótmælti því óspart að
Michael Collins væri þannig tekinn í
dýrðlingatölu varð að viðurkenna eftir
að hafa séð myndina að lítil hætta væri á
að hún yki fylgi IRA og jafnframt að
hún væri ákaflega spennandi og vel
gerð.“
Niðurlag
Voru þá allar deilurnar moldviðri út af
engu? Er Neil Jordan ekki sekur um
neinn glæp eftir allt saman? Líklega ekki.
Þó má ekki horfa framhjá þeirri stað-
reynd að Michael Collins er umdeild sýn á
umdeilda atburði sem hafa beina skirskot-
un til nútimans og jafnvel þótt ekki sé
hægt að búa til kvikmynd án söguhetju
sem áhorfendur geta haft samúð með er
sú krafa á hinn bóginn réttmæt, sökum
þess andrúmslofts sem ríkir á Norður-Ir-
. landi, að menn fari varlega í að afla
hryðjuverkamönnum samúðar. Hvort
Michacl Collins gerir það er annað mál og
sennilega ómögulegt að mæla svo mark sé
á takandi. Hitt ætti að vera að Ijóst að
kvikmyndagerðarmaður getur ekki skák-
að í því skjóli að hann sé einungis lista-
maður, óháður kröfum um sagnfræðileg
vinnubrögð, því þegar hann tekur sér fýr-
ir hendur að búa til sögulega kvikmynd
hlýtur hann að þurfa að bera virðingu
fýrir fortíðinni og þeirri vinnu sem sagn-
fræðingar hafa lagt í til að bera hana
skammlaust á borð.
Um okkur sagnfræðingana má segja að
jafnvel þótt við látum hjá líða að tileinka
okkur nýja tækni við miðlun fræðilegs
efnis verðum við í það minnsta að vekja
máls á þvi þegar aðrir fara rangt með enda
er það rétt sem Karsten Fledelius hefur
bent á að ábendingar sagnfræðinga þurfa
ekki endilega að koma niður á „dramat-
ískri spennu“ verks. Sagnfræðingar þurfa
að vera fúsir til að veita ráðgjöf við gerð
kvikmynda en þeir þurfa líka að vera á
varðbergi gagnvart þeim verkum sem þeg-
ar hafa litið dagsins ljós: „Sagnfræðingar
verða að þekkja sinn vitjunartíma vilji þeir
hafa áhrif á það hvernig uppvaxandi kyn-
slóðir skynja söguna. Þeir verða að sporna
við öllu ruglinu, fordómunum og þeirri
misnotkun sögunnar sem á sér stað ...“6I
Einhver verður að takast það á hendur að
benda fólki á rangfærslurnar og þótt það
„eftirlitsstarf1 sé sjálfsagt fremur vanþakk-
látt mega sagnfræðingar ekki hika við að
lyfta penna sínum þegar svo ber við. Hlut-
verk sagnffæðingsins er þrátt fýrir allt upp-
fræðsla og það hlýtur þess vegna að teljast
ein af frumskyldum hans nú til dags að
hafa auga með áhrifamesta fræðslumiðli
samtímans. Þetta þarf ekki endilega að
verða þrautaganga því við hljótum í og
með að fagna því tækifæri að fa að sjá við-
fangsefni okkar fönguð á hvíta tjaldinu,
holdi klædd og einhvern veginn raunveru-
legri fýrir vikið.62
Tilvísanir
^ »Að segja sögu í sjónvarpi. Hringborðsumræður um sagnfræði og sjónræna miðla.“
Nýsasa 5 (1991), bls. 82-83.
- ..Sagnfræðingar veröa að þekkja sinn vitjunartíma ..." Rætt við Karsten Fledelius
um kvikmyndir og sagnfræði. Ný Saga 4 (1990), bls. 60.
3 Ég ræddi á sínum tíma um gerð myndarinnar í stuttri grein, sjá Davíð Logi Sig-
urðsson, „Frelsishetjan Collins.“ Stúdcnlablaðið 6. tbl. september 1995.
Aðrar þjóðir horfa kannski á myndina með minni hluttekningu og um leið af
niinni áhuga. Myndin íekk misjafna dóma í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur voru
sammála um að eitthvað bjátaði á en voru ekki alveg vissir um hvaö það var.
Newsweek sagöi eitthvað skringilega ópersónulegt við myndina og að stórleikur
Liams Ncesons dygði ekki til. Sbr. Joe Carroll, „Conflict flaws Collins film, say
critics.“ Thc IrishTimes 19. október 1996.
^ Sjá Gary Gunning, „Michael Collins.“ Manttlíf 14:7 (1997). Ekki veit ég við hvaða
heimildir Gunning studdist en ég hef grun um að þaö hafi verið bókTim Pats
Coogan, Michael Collins.A Biography (London, 1990). Hún hefur selst í bílförmum á
síðustu árum.
6 Vissulega olli Þjóð í hlekkjum hugatfarsins (1993) miklu fjaðrafoki á sínum tíma sem
synir að myndræn framsetning á íslandssögunni getur kallað á sterk viðbrögð.
^ ..Sleepless nights before dream comes true.“ Irish News 19. september 1996.-
Einnig Neiljordan, Michael Collins. Fihn Diary and Scrccnplay (London, 1996), bls.
1-7.
** ^inn aðstoðarmanna Collins í myndinni er leikinn af írska leikaranum Brendan
Gleeson en hann lék sjálfur Collins í sjónvarpsmyndinni TheTreaty (1991) sem
fjallar um samningaviðræður íra og Breta árið 1921 og stofnun írska fríríkisins.
Flestir leikaranna í Michacl Collins fengu prýðisdóma fyrir leik sinn, sérstaklega þeir
Neeson og Rea en Julia Roberts var oft nefnd sem akkilesarhæll myndarinnar.
9 Fyrst átti leikstjórinn Michael Cimino (Thc Deer Huntcr, Heavcn’s Gatc) að kvik-
mynda handritið en síðar var Kevin Costner orðaður við verkið, svona a lá Mel
Gibson og Bravcheart.
10 Sjá „Fact and film unite in a dangerous romance.“ Thc Daily Telegraph 14. október
1996.- Eoghan Harris, „Whitewashing green gloss overjordans distortions.“
SundayTimes 20. október 1996.- Neil Jordan, „Tally Ho! Mr Harris.44 The Irish
Times 23. október 1996. - Eoghan Harris, „Tally ho: not so funny, Mr Jordan.44 The
Irislt Timcs 26. október 1996.1 þessum greinum gerðu þeir felagar lítið úr handrit-
um hvors annars og reyndar yfirhöfuð úr persónu hvors annars.
11 Hér má benda á nokkur góð yfirlitsrit: F.S.L. Lyons, Ireland since the Famine (Dublin,
1971).- F.S.L. Lyons, Culture andAnarclty in Ircland 1890-1939 (Oxford, 1979).-
J.J. Lee, Ireland 1912—1985: Politics attd Society (Cambridge, 1989).— R.F. Foster,
Modern Ircland 1600-1972 (London, 1988).-Tom Garvin, Nationalist Revolution-
aries in Ireland 1858-1928 (Oxford, 1987).
12 Um samningaviðræðurnar 1921 er sennilega enn best að vísa á verk Longfords lá-
varðar (Thomas Pakenham), Peace by Ordeal (London, 1935).
13 Arthur Griffith, sá er stofnaði Sinn Fcin 1908, var opinber leiðtogi samninganefiidar-
innar en Collins var defacto þungaviktarmaðurinn í hópnum. Leiðtogi þjóðernissinna
Eamon deValera sat ekki í samninganefridinni og hefúr verið talið að honum hafi orðið
ljóst hvers konar samningi mátti búast við og af því að hann vissi að harðlínumenn
myndu ekki sætta sig við þannig samning sendi hann Collins í sinn stað. Pannig komst
hann sjálfur hjá því að taka á sig óvinsældir heima fyrir sem óhjákvæmilega fýlgdu því
SAGNIR 65