Sagnir - 01.06.1997, Síða 77

Sagnir - 01.06.1997, Síða 77
Karl Skírnisson Rottur og flær Smitberar pestarinnar Hvað er pest? Svartidauði eða pestin er sjúkdómur sem bakterían Yersinia pestis veldur í mönnum og fjölmörgum öðrum tegundum spen- dýra. Pestarbakterían lifir einnig og fjölg- ar sér í ýmsum skordýrum, meðal annars í flóm (Siphonaptera). Erfitt er að útrýma bakteríunni þar sem hún hefur náð fót- festu því að ákveðin spendýr og skordýr hfa með hana langtímum saman og við- halda þannig pestarsmiti úti í náttúrunni.1 Auðvelt er þó að drepa pestarbakteríuna með sýklalyfjum og vinna þannig bug á faröldrum í mönnum sem enn þann dag í dag koma reglulega upp á ákveðnum svæðum í Asíu, Afríku og Norður- og Suður-Ameríku en þar hefur pestin verið landlæg síðan í síðasta alheimsfaraldri svartadauðans sem gekk um heiminn um síðustu aldamót (mynd 1). Árið 1990 greindust 1250 tilfelli af svartadauða í mönnum í heiminum og létust 11% sjúklinganna. Um þriðjungur tilfellanna var í Víetnam en pestarinnar varð þetta árið vart í alls 12 þjóðlöndum.2 Smitleiðir og sjúkdómsform svartadauða Þar sem pestarbakterían getur lifað í fjöl- mörgum tegundum spendýra og skordýra getur smit í menn borist eftir mörgum leiðum. Iðulega hefur þó tekist að rekja upphaf faraldra í mönnum til nagdýra og nagdýraflóa sem halda til t nágrenni við mannabú- staði. Helstu þekktu smitleiðir pestarsýkilsins, frá dýrum í menn annars vegar og milli manna hins vegar, eru sýndar á mynd 2. Alþjóða heilbrigðis- stofnunin greinir á milli þriggja sjúk- dómsmynda pestar eða svartadauða í mönnum: Kýlapestar (bubonic), blóðsýk- mgar (septicemic) og lungnapestar (pneumonic).3 Faraldrar í mönnum byrja yfirleitt alltaf sem kýlapest þótt aðrir möguleikar séu einnig hugsanlegir (2. mynd). Kýlapest kemur fram þegar pestarbakteríur berast inn í líkamann í gegnum hörund. Slíkt gerist til dæmis þegar pestarsnrituð fló stingur bakteríumenguðum sograna sínum í gegnum húðina eða þegar bakteríur úr saur flóarinnar, eða jafnvel úr einhverju öðru smituðu skordýri, berast inn í lík- amann í gegnum opin sár. Pestarbakterí- urnar berast síðan úr sárinu inn í sogæða- kerfi líkamans og áfram til eitla þar sem þær fjölga sér og mynda graftarkýli. Ber kýlapestin nafn sitt af þessum eitlaígerðum. Oft eru kýlin á hálsi eða í nára. Meðgöngutími smitsins er yfir- leitt á bilinu 2-7 dagar og að minnsta kosti helmingur þeirra sem smitast deyr eftir 2-4 daga. Pestarbakterían getur einnig lifað í blóð- rás senr blóðsýking án þess að ígerðir nái að koma fram í eitlum (kýlapest) eða að bakt- erían fjölgi sér í lungum (lungnapest).4 Veikin er bráð og yfirleitt deyja sjúklingar með blóðsýkingu eftir 1-3 daga. Blóðsjúg- andi skordýr eins og flær smitast við að sjúga blóð mengað pestarbakteríum (mynd 2) sem síðan Qölga sér í meltingarvegi skordýranna. Mjög er misjafnt eftir teg- undum hversu hratt pestarbakterían fjölgar sér. I sumum tegundum flóa verður fjölg- unin svo ör að meltingarvegurinn þrengist eða stíflast algjörlega. Soltnar flær verða sérlega blóðþyrstar og árásargjarnar.Yfir- leitt er talið að hættulegustu smitdreifar úr hópi skordýranna séu stíflaðar eða hálf- stíflaðar rottuflær. Fjölmargar fleiri teg- undir geta þó einnig kornið hér við sögu eins og nánar verður rakið hér síðar. Rétt er að geta þess hér að pestarsmitaðar flær geta sumar hverjar lifað með bakteríuna vikum og mánuðunr saman.5 Nái þær að stinga ósýkta einstaklinga kemur fram kýlapestarsmit sem svo getur þróast áfram í blóðsýkingu og lungnapest. Þriðja form svartadauða í mönnum hefur verið nefnt lungnapest. Kemur það fram í sumum kýlapestarsjúklingum þeg- ar pestarbakterían hefur náð að berast úr blóðrás og hún fer að fjölga sér í lungum (mynd 2). Um sólarhring eftir smitun fer bakterían að berast út í andrúmsloftið sem úðasmit úr lungum með hósta eða hnerra. Veikin er bráð og sjúklingarnir verða fljótt fárveikir þannig að þeir kom- ast sjaldan langt frá smitunarstað áður en „Árið 1990 greindust 1250 til- felli af svartadauða í mönn- um í heiminum og létust 11% sjúklinganna. Um þriðjungur tilfellanna var í Víetnam en pestarinnar varð þetta árið vart í alls 12 þjóðlöndum." SAGNIR 75 SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.